Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 36

Freyr - 01.03.1995, Blaðsíða 36
Á slóðir forfeðranna Um árabil hefur verið í gangi samstarfsverkefni 11 Evrópuþjóða sem ber á ensku heitið „Routes to the Roots“, og lauslega má þýða „Ferðir á slóðir forfeðranna“. Verkefni þetta er unnið undir for- ystu Dr. Wolfgang Grams, prófess- ors við háskólann í Oldenburg í Þýskalandi. Felstir þátttakendur eru í forsvari fyrir söfn eða fræðistofn- anir sem hafa sérstaklega unnið að varðveislu minja, skjala og þess háttar sem tengist flutningum Evr- ópubúa til Vesturheims. Samvinna þeirra og ferðaþjónustuaðila er nýrri af nálinni og í þeim tilgangi að nýta hagnýta þekkingu þeirra aðila af ýmsum þáttum ferðaþjón- ustu og markaðssetningar. Á síðasta fundi samstaifsaðilanna var kosin 5 manna vinnunefnd til að stýra þeirri vinnslu og á Þórdís Eiríksdóttir hjá Ferðaþjónustu bænda sæti í henni. Þetta er fyrst og fremst markaðs- setningarverkefni sem miðar að því að fá fólk sem flutt hefur til Vestur- heims til að heimsækja land for- feðranna og kynnast menningu og umhverfi uppruna síns. Nú þegar hefur verið unnið kynningarefni, litskyggnur og bæklingar. Fljótlega verður hafin mikil markaðssókn í USA, en miðað er við að sala á ferðunum geti hafist 1996. Mikils virði er fyrir aðila sem ætla að bjóða þjónustu sem höfðar til þessa H E RITAGETOURISM U.S. •^'►•EUROPE Merki sainstaifsverkefiiisins „Ferðir á slóðir forfeðranna “. markhóps að tengjast strax þessu átaki og nýta sér til fullnustu þá kynningu sem í hönd fer. Nú er verið að vinna að undir- búningi á skipulegri móttöku þessa fólks hérlendis. Komið hefur í ljós að Islendingar hafa ekki sinnt tengslum við Vesturheimsfara í sama mæli og aðrar Evrópuþjóðir, t.d. Norðmenn og Irar, og ekki er aðgengilegt fyrir þetta fólk að leita uppruna síns hér á landi. Það er því afar mikilvægt að sett sé upp minja- safn þar sem saga þessa tímabils í sögu þjóðarinnar er kynnt á að- gengilegan og fræðandi hátt, sem um leið væri lifandi og skemmti- legur og mætti þeim kröfum sem gerðar eru til afþreyingar í dag. I framhaldi af þessum hefur kom- ið upp samvinna við framámenn í ferðaþjónustu í Skagafirði og Héraðsnefnd Skagfirðinga um að slíkt safn verði sett upp á Hofsósi undir umsjón Valgeirs Þorvalds- sonar á Vatni. Það er mikils vert í þessu sambandi að á Hofsósi hefur átt sér stað uppbygging gamalla húsa, og hefur vel heppnuð upp- bygging Pakkhússins í umsjá Val- geirs og starfsemi sú sem rekin er í tengslum við það skilað íslenskri ferðþjónustu og svæðinu í heild já- kvæðum árangri og bætt ímynd sveitarfélagsins. Hofsós er staður sem hentar einstaklega vel til upp- byggingar safns af þessu tagi. Bæði er þetta sjávarþorp og gamall versl- unastaður og frá Norðurlandi var fólksflutningur vestur einna mestur. Einnig er þar við sjávarsíðuna gamalt verslunarhús sem er mjög vel til þess fallið að hýsa slíkt safn, hússins sjálfs og staðsetningar vegna. (Fréttatilkyning frá FB) Mjaltir - til umhugsunar og upprifjunar. Frh. afbls. 123. að sinna þeim og elta duttlunga þeirra. Kýrnar smitast auðveldlega af háttalagi mjaltamanns, ef þær finna að hann er að flýta sér er eins víst að þær reyni að tefja fyrir hon- um sem mest þær geta. Unnt er að auka gæði mjaltanna með góðum mjaltavélum. Ný mjaltatæki á markaðnum eru létt og með hálfsjálfvirkar lokur sem auð- velda mjaltamanni að setja tækin á kúna. Þessi tæki eru létt og fara því vel með júgrað, einnig er mjólk- urkrossinn stór og því er minni hætta á tregðu hjá hámjólka kúm. Tappar til að setja í spenagúmmí hjálpa til þegar ekki eru mjólkaðir allir júgurhlutar. Þeir koma í veg fyrir að það sogist inn um spena- gúmmíið sem ekki er í notkun. Áð- ur en slíkir tappar urðu almennir þurftu bændur að loka fyrir þannig spenagúmmí með öðrum og óná- kvæmari hætti. Kútar (piparsveinakútar) til að taka við mjólk sem ekki má blandast sam- an við sölumjólkina flýta óneitanlega fyrir mjöltum. Hver kútur er með tveim slöngum. Önnur tengist við spenagúmmíið sem sett er á spena með ósöluhæfri mjólk, hin tengist við sogslönguna svo spenagúmmíið fylgi sogi kerfisins og mjólki spen- ann. Með þessu móti þarf ekki að handmjólka úr slíkum júgurhlutum. Höfundur vonar að einhverjir hafi haft gagn af þessari grein, annað hvort á þann veg að þeir endurskoði mjaltir sínar eða að þeir sannfærist um að þeir séu á réttri leið hvað varðar mjaltirnar. Heimildaskrá 1. Grétar Einarsson, 1976. Vinnu- rannsóknir í fjósum. íslenskar land- búnaðarrannsóknir, Rannsókna- stofnun landbúnaðarains, 8: 27-47. 2. Grétar Einarsson og Olafur Jóhann- esson, 1981. Mjaltavinna í bása- fjósum. íslenskar landbúnaðarrann- sóknir, Rannsóknastofnun landbún- aðarins, 13: 3-23 124 FREYR - 3. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.