Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 6

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 6
FRfl RITSTJÓRN Búnaðarþing valdi Bœndasamtökum íslands nýja forystu Fyrsta Búnaðarþing nýrra bændasamtaka, Bændasamtaka íslands, var haldið dagana 13.- 18. mars sl. Þar var rekinn endahnútur á samein- ingarferil Búnaðarfélags íslands og Stéttarsam- bands bænda sem hófst árið 1993. Segja má að það sem hratt þeim ferli af stað hafi verið viðbrögð samtaka bænda í dreifbýli við tillögum Stéttarsambands bænda um fækkun fulltrúa á aðalfundi þess, sem sendar voru til kynningar snemma árs 1993. Viðbrögðin voru á þá leið að einfalda bæri félagskerfi bænda með því að sameina BÍ og SB. Eftir nokkurn undirbúning voru þessar hugmyndir bornar undir bændur í almennri atkvæðagreiðslu sem fram fór í tengslum við sveitarstjórnarkosningar vorið 1994. Þar lýstu 87,7% þeirra sem afstöðu tóku fylgi sínu við þessa sameiningu. A aðalfundi SB í lok ágúst 1994 og auka Búnaðarþingi sem haldið var á sama tíma var síðan ákveðið að sameina þessi tvenn samtök og skyldi sam- einingin gilda frá 1. janúar 1995. Ferlinum lauk svo á nýliðnu Búnaðarþingi þar sem kosin var ný stjórn, sjö manna, fyrir samtökin um leið og þeim var valið nafnið Bændasamtök Islands. Á þinginu buðu sig fram til formennsku hinna nýju samtaka bæði formenn BI og SB, þeir Jón Flelgason og Haukur Halldórsson. Hvorugur náði kjöri, en formaður var kjörinn Ari Teitsson, ráðunautur og bóndi á Hrísum í Reykjadal. Vafa- laust hefur Búnaðarþingsfulltrúum gengið ýmis- legt til þegar þeir kusu að skipta um fremsta leiðtoga sinn, en ætla má að þar hafi valdið mestu að miklar þrengingar hafa gengið yfir íslenska bændur á undanförnum árum og að sú kreppa skilar sér alla leið upp í formannsval á æðstu samkomu bænda. Jafnframt er valið skila- boð um að uppstokkun verði einnig gerð annars staðar í landbúnaðarkerfinu. Þessi niðurstaða Búnaðarþings, þar sem gengið var til harðrar formannskosningar og úrslit réðust með fárra atkvæða mun, er fádæmi ef ekki einsdæmi í ferli heildarsamtaka bænda, jafnt Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda. Þessar kosningar minna á stjórnunar- hætti í löndum þar sem ríkir tveggja flokka kerfi, svo sem í Bretlandi og Bandaríkjunum N,- Ameríku. Að sínu leyti er hér um fyrirkomulag að ræða sem er til þess fallið að útiloka ásakanir um að óeðlileg sé að verki staðið í starfsemi samtakanna og málafylgju. Nýjum mönnum gefst tækifæri til að gera betur og eignast tiltrú umbjóðenda sinna. Jafnframt fá þeir fulla möguleika á að draga fram í dagsljósið það sem þeir telja að fyrri stjórnendum hafa farist miður en skyldi. Má í því sambandi minna á togstreitu núverandi meirihluti og fyrri meirihluta í borg- arstjórn Reykjavíkur um ýmis mál frá valdatíma núverandi minnihluta. Engin mál hafa komið upp í stjórn Bændasam- taka Islands þar sem því er haldið fram að fyrri stjórn hafi misnotað vald sitt. Um forgangsröð mála og áherslur í meðferð mála eru og inunu ætíð verða skiptar skoðanir. Hins vegar er það í fullu samræmi við lýðræðislegar leikreglur að skipta um forystu þegar kjörtímabili lýkur og meirihluti kýs að gera það. Þau samtök sem sameinuðust við stofnun Bændasamtaka íslands, Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda, störfuðu að ólíkum málaflokkum þó að hvor tveggja samtökin ynnu fyrir íslenskan landbúnað. Verksvið BÍ sneri einkum að innra starfi landbúnaðar, leiðbein- ingaþjónustu og framkvæmd ýmissa laga sem varða landbúnað. Einnig náði starfsemi þess til faglegra leiðbeininga fyrir afmarkaða hópa utan eiginlegs landbúnaðar og bændastéttar, svo sem hestamanna. Starfsemi Stéttarsambands bænda sem tækis í hagsmunabaráttu bænda í þjóðfélaginu var eðli málsins samkvæmt sýnilegra í þjóðfélagsum- ræðunni. Ef litið er yfir störf Stéttarsambands bænda þau átta ár sem Haukur Halldórsson var formaður þess þá ber hæst þátttöku SB í þjóðarsáttarsamningunum svokölluðu þar sem 134 FREYR - 4. ’95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.