Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 12

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 12
haldið áfram að styrkja landbún- aðinn með opinberum framlögum, en í hófi. Að lokum árnaði ráðherra hinum nýju bændasamtökum heilla. Almennar umrœður Halldór Gunnarsson. Hann ræddi nokkuð um þingsköp sem honum þóttu gera fulltrúum erfitt um vik við að gera breytingar. Hann hefði helst kosið að reikningar SB og BI færu fyrst fyrir Fjárhagsnefnd sem fengi þá til athugunar áður en þeir væru bornir undir fundinn til samþykktar. Þá kom fram í máli hans að mjög skiptar skoðanir væru á meðal fulltrúa um vægi hinna ýmsu greina innan nýju samtak- anna, s.s. vægi búgreinafélaganna o.s.frv. Að lokum óskaði hann eftir því að afbrigði væru veitt fyrir því að hann fengi að leggja fram skýrslu Félags hrossabænda verð- lagsárið 1993/94, sem fjallar um hin ýmsu hagsmunamál félagsins og óskaði eftir því að Allsherjar- nefnd fengi hana til umfjöllunar. Guðmundur Stefánsson. Hann gerði í stuttu máli grein fyrir störf- um samstarfsnefndar að undan- förnu. Hann kvað það vera mikil- vægt fyrir bændasamtökin að fara að huga að gerð stefnuskrár til lengri framtxðar. Þingið þarf að taka ákvörðun um það hvort ný stjórn eigi að undirbúa slíka skrá eða álykta sjálft um slíka stefnuskrá strax. Þá ræddi hann nokkuð um nýútkomnar skýrslur um afkomu bænda, en þar taldi hann að um algert hrun hafi verið að ræða. Hann laldi að fyrir hendi væru möguleikar í útflutningi, en bændur þyrftu á stuðningi og þolinmæði ríkisvaldsins að halda á meðan unnið væri að þróun markaða. Guðmundur Lárusson. Hann taldi að á hafi skort í framsögu- ræðum manna hvaða lausnir væru fyrir hendi. Menn töluðu mikið um að vistvænn og lífrænn landbún- aður væri það sem koma skyldi. Til þess að svo megi verða þarf að fara í gegnum langan feril aðlögunar, rannsókna og markaðsþróunar. Hann taldi að eina lausnin í vanda sauðfjárbænda væri að sækja fram á nýjum mörkuðum. Leggja þarf fram fjármagn til að vinna nýja Halldór Blöndal, landbúnaðarráð- herra jlutti rœðu við setningu Búnað- arþings 1995. markaði sem gefið geta viðunandi verð. Leggja verður meiri áherslu á að fullvinna vöruna en ekki t.d. selja kjöt í stærri skrokkhlutum. Þá þarf að endurskipuleggja úrvinnslu- iðnaðinn og gera hann í stakk búinn til þess að undirgangast þær reglur sem við lýði eru á mörkuðum [ erlendis. Hann kvaðst sannfærður um það að hægt væri að koma ís- lensku kjöti á markað, t.d. í Banda- ríkjunum ef rétt væri að málum staðið. Koma þarf á fót öflugu út- flutningsráði sem hefði yfir að ráða fjármunum til þess að sækja fram á nýjum mörkuðum. Menn stað- næmast alltaf við sama þrösk- uldinn, þ.e. fjármagn til þess að vinna að þróun markaða. Hann vildi láta á reyna hvort hægt væri að ná samstarfi við sölusamtök fiskfram- leiðenda um að nýta reynslu þeirra í markaðsstarfi erlendis. Hann talaði i að lokum um hinn gífurlega vanda loðdýraræktarinnar, en hann taldi að greininni væri í raun og veru að blæða út. Hrafnkell Karlsson. Hann þakk- aði stjórnum SB og BÍ fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í sam- runaferlið. Markmiðið með sam- einingunni er öflugri samtök sem eiga að geta skilað betri árangri í hagsmunabai'áttu bænda, einföldun og meiri skilvirkni. Leggja verður áherslu á að tengja betur saman rannsóknir og kennslu við leið- beiningaþjónustuna og að leiðbein- ingaþjónustan færist meira yfir á hagfræðisviðið. Þá verður að gera bændur betur meðvitaða um lögmál markaðarins. Hann taldi mikilvægt að menn gæfu sér a.m.k. tvö ár til þess að klára samrunaferlið og sníða af þá vankanta sem óhjá- kvæmilega hljóta að koma upp. Hann ræddi því næst verkaskipta- samninga heildarsamtakanna við búgreinafélögin og vildi í því sam- bandi að menn reyndu að horfa meira til framtíðar áður en samn- ingamir verða samþykktir. Boðleið- ir frá bændum virðast áfram verða flóknar og tfmafrekar. Hann taldi brýnt að þessi ferill yrði styttur. Það verður að einfalda kerfið alla leið ofan í grasrótina. Þá velti hann því fyrir sér hvorl rétt væri að bú- greinafélögin verði grunneiningar landbúnaðarkerfisns. Hann taldi lausnina felast í því að auka sam- hug og samstarf bænda til að þeir geti staðist þá prófraun sem þeir standa frammi fyrir með opnun markaða. Við þurfum að leggja upp með markvissan og harðan áróður í kjarabaráttu bænda, slíkt eru nú- tímaleg vinnubrögð. Að lokum velti hann því fyrir sér hvort ís- lenskur landbúnaður væri í raun og veru í stakk búinn til þess að takast á við aukna samkeppni. Jón Benediktsson. Hann vildi að nokkru gera orð Guðmundar Láms- sonar hér að framan að sínum og ræddi útflutningsmöguleika ís- lenskra landbúnaðarafurða. Hann taldi íslenskan matvælaiðnað vera mjög vanþróaðan rniðað við þann matvælaiðnað sem við værum í samkeppni við. í þessu sambandi vildi hann þó undanskilja mjólkur- iðnaðinn. Framleiðendurnir eru smáir og dreifðir og vöraþróun hef- ur mjög lítið verið sinnt, mest- megnis vegna skorts á fjármunum til slíkra verkefna. Hann taldi þó að nýlegar tilraunir til útflutnings, s.s. á nautakjöti til Bandaríkjanna, lofi góðu, en menn verða að gera sér grein fyrir því að þetta tekur langan tíma og verður fjárfrekt. Efla þarf vöruþróun á innanlandsmarkaði ekki síður en á útflutningsmarkaði, 140 FREYR - 4. '95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.