Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 17

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 17
MAFA fóðursíló Sænsk fóðursíló, sem komið er fyrir úti eða inni, fyrir hvers kyns kjarnfóður. Stærðir 3ja - 20 tonna. Sílóin eru úr aluzink-plötum, (stál, aluminíum, zink) og algjörlega vatnsþétt. Einnig á boðstólum fóðurkerfi í gripahús, fóðurbland- arar og vigtunarbúnaður af ýmsum gerðum, sem og drykkjarnipplar og skálar fyrir flestar tegundir búfjár. Þá hef ég einnig á boðstólum allan vélbúnað til með- höndlunar á korni eftir slátt, svo sem þurrkara, valsara og snigilbúnað. Kynnið ykkur verð og greiðsluskilmála. Hannes Sigurðsson, Litlubæjarvör 1, 225 Bessastaðahreppur. Símar 565 4774 og 853 0496. gegna. Að lokum sagði hann það skoðun sína að þetta Búnaðarþing ætti fyrst og fremst að láta sig hags- munamál bændastéttarinnar varða, en ekki eyða allri orkunni í félags- kerfisumræðu. Sigurgeir Hreinsson. Hann ræddi fyrst um störf Félagsmála- nefndar sem verið hefur að störfum undanfarna daga. Síðan ræddi hann um breytingar þær á félagskerfi bænda sem nú væru í deiglunni og taldi að þar hafi verið byrjað á vit- lausum enda. Grunneiningarnar geta þurft að vera misjafnlega upp- byggðar eftir landshlutum. Sum- staðar er rétt að búnaðarsamböndin sjálf séu grunneiningamar og innan þeirra starfi búgreinaráð, en á öðr- um stöðum getur þannig háttað til að betra sé að landssamtök búgrein- anna myndi sjálfa grunneininguna. Hann taldi að ekki væri tímabært að afgreiða verkaskiptasamninga við brúgreinafélögin fyrr en niðurstaða væri fengin í það með hvaða hætti grunneiningunum væri fyrir komið. Kristján Agústsson. Hann kvað mjög skiptar skoðanir vera á Suður- landi um hvernig málum grunn- eininga bændasamtakanna sé best fyrir komið. Hann var þeirrar skoð- unar að búgreinafélögin á Suður- landi verði að breyta starfsháttum sínum til þess að bændur þar geti sætt sig við að hreppabúnaðarfé- lögin verði lögð niður. Hann kom síðan inn á vandamál sauðfjárrækt- arinnar og kvað heilu byggðarlögin vera háð því að úr þeim rættist. Hann ræddi því næst um svokölluð frísvæði hvað varðar innflutnings- og útflutningsmál. Hann spurðist fyrir um það hvort þarna gæti verið um að ræða einhvem vaxtarbrodd hvað varðar afsetningu íslenskra landbúnaðarafurða. Að lokum kvaðst hann vera kominn á Bún- aðarþing sem fulltrúi allra bænda á sínu svæði en ekki einhverrar til- greindrar búgreinar. Hörður Harðarson. Hann ræddi nokkur atriði viðvíkjandi samein- ingarmálinu, s.s. verkaskiptasamn- ingana o.fl. Hann kvað kröfuna um verkaskiptasamningana fyrst og fremst vera til komna vegna stöð- unnar í hefðbundnu búgreinunum. Verkaskiptasamningamir í hinum búgreinunum em einungis gerðir til þess að festa í sessi það fyrirkomu- lag sem hefur verið á undanförnum árum. Fagráðin verða skipulögð með öðmm hætti en verið hefur og það mun valda því að búgreina- félögn fá viðameira verkefni en þau hafa haft og þau munu þannig koma með beinni hætti að leiðbein- ingaþjónustunni en þau hafa gert á undanfömum árum. í framhaldi af þeirri uppstokkun sem nú er þegar komin af stað verða menn að taka ákvörðun um hvort rétt sé að breyta að einhverju leyti áherslum í því hvernig þeim peningum sem ætl- aðir eru leiðbeiningarþjónstunnar á fjárlögum skal varið. Hann vék síðan að stöðunni á kjötmarkaðnum og taldi að þar ætti sér nú stað mjög hröð neyslubreyting. Hann taldi lausn sauðfjárrækarinnar ekki vera fólgna í því að reyna að bremsa af þessa þróun og lagði áherslu á að mikilvægt væri að allar kjötgrein- amar lytu sömu leikreglum á mark- aðnum. Álfhildur Ólafsdóttir. Hún ræddi fyrsl um hversu illa skil- greindur grunnur félagskerfisins væri í dag, þ.e.a.s. hverjir væru bændur og hvemig þeir koma að heildarsamtökunum. Taka verður af öll tvímæli um aðild bænda að samtökunum og hvemig þeim skal 4.'95- FREYR 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.