Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 24

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 24
Rœða Hauks Halldórssonar við setningu Búnaðarþings 1995 Forseti íslands, formaður bœndasamtakanna, landbúnaðarráðherra og búnað- arþingsfulltrúar, góðir gestir. Ég mun í rœðu þessari fjalla um stöðu landbúnað- arins í dag eins og ég met hana og þá framtíðarsýn sem ég tel að blasi við land- búnaðinum. Varðandi störf Stéttarsambands bænda á því tímabili sem liðið er frá síðasta aðalfundi og varðandi framgang þeirra mála sem aðal- fundurinn ályktaði um vísa ég til skýrslu þeirrar um störf Stéttarsam- bandsins sem Búnaðarþingsfull- trúar hafa fengið í hendur. Hagsmunabarátta á nýjum grunni Ég hefi mjög fundið fyrir því í starfi mínu á undanförnum árum að samtök okkar hafa ekki verið nógu sterk, þau eru of tvístruð og ákvarð- anir ómarkvissar. Hinn hagsmuna- legi og faglegi þáttur félagsstarf- seminnar þurfa að vinna saman ef okkur á að takast að byggja upp árangursríka kjarabaráttu og tryggja framfarir í landbúnaðinum. Með sameiningu Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda erum við að stíga slíkt skref og smíða okkur með því nýtt og öfl- ugra tæki í hagsmunabaráttu okkar, tæki sem við þurfum svo mjög á að halda í þeim heimi breytinga sem við nú búum í. Eðlilegt er í þessu sambandi að velta því fyrir sér í hverju kjara- barátta bænda í nútíma samfélagi sé fólgin. Svar mitt er, að hún sé fyrst og fremst fólgin í því að skapa landbúnaðinum starfsumhverfi sem geri honum kleift að framleiða vörur á samkeppnishæfu verði. Þetta þýðir að kjarabaráttan er háð mun fleiri þáttum en áður var. Hún er ekki lengur fólgin í því einu að skrá verð á búvörum í heildsölu og smásölu sem bændur gátu síðan gengið að sem nokkuð vísu að fá Haukur Halldórsson. greitt í fyllingu tímans. Hagsmuna- baráttan nú er fyrst og fremst fólgin í því að framleiða vörur sem neyt- endur hér heirna og erlendis vilja kaupa. Til þess að bændur hafi tekj- ur í slíku starfsumhverfi þurfa þeir að gera sér ljósa grein fyrir lög- málum markaðarins, og þeir þurfa að hafa sér til fulltingis sterka og vel markaðsmeðvitaða leiðbein- ingaþjónustu sem aftur styðst við öfluga rannsóknarstarfsemi. Sam- tökin ráða yflr mjög mikilli þekk- ingu og við getum nýtt hana mun betur nú en gert var á meðan fag- legu og félagslegu þættirnir störf- uðu hver út af fyrir sig. Allir þessir þættir þurfa að vinna saman, að einu marki, við framkvæmd þeirrar stefnu sem samtökin móta í sam- vinnu við stjórnvöld. Það er lykil- atriðið í því starfí sem framundan er. í þessu sambandi er vert að hafa í huga að stór liður í því að dreifð byggð haldist um landið er að bænd- ur njóti hvarvetna jafn góðrar þjón- ustu í gegnum samtök sín. Bænda- samtökin þurfa að stórauka samstarf sitt við búnaðarsamböndin og bú- greinafélögin. Þar verða hin beinu tengsl við bændur. Við þurfum að styrkja þessar einingar þar sem þær eru veikar, annað hvort með sam- einingu eða aukinni samvinnu. Hvers vegna stuðningur hins opinbera? Á undanförnum áratugum hafa stjórnvöld á íslandi stutt rannsóknir og leiðbeiningar í þágu landbún- aðarins. Eðlilegt er að spurt sé hvers vegna ríkisvaldið styðji fram- farasókn landbúnaðarins með þess- um hætti, ekki síst með tilliti til þess að á undanfömum árum hefur dregið mjög úr stuðningi hins opin- bera við landbúnað. Svarið er að almennt er viðurkennt að þeir fjár- munir sem varið er til rannsónkna og leiðbeininga fyrir landbúnað skili góðum arði - séu beinlínis góð fjárfesting. Þeir auki framlegð í landbúnaði og stuðli þannig að lækkun matvælaverðs til hagsbóta fyrir neytendur. Þetta hefur verið viðurkennt í GATT-samningunun nteð því að flokka stuðning við leiðbeiningar og rannsóknir sem grænar greiðslur sem eru undan- þegnar niðurskurði og beinlínis talið hagkvæmt að auka slíkan stuðning. Bœta þarf menntun Sama gildir um fjármuni sem varið 152 FREYR - 4. ’95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.