Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 25

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 25
er til fræðslu. Við höfum á undan- fömum árum lagt mikið fé í að byggja upp tæknistigið í landbún- aðinum, á það bæði við búrekstur einstakra bænda og úrvinnsluiðnað- inn. Kröfum samfélagsins um lægra vömverð hefur verið mætt með auk- inni tækni og sums staðar erlendis hafa menn ekki sést fyrir með óhóflegri notkun ýmissa hjálparefna og illri umgengni um landið. Land- búnaður framtíðarinnar þarf hins vegar að vera sjálfbær. Hann þarf að stunda í sátt við náttúmna og það samfélag sem við búum í. Gangverk hagkerfisins þarf að aðlaga vist- kerfinu. Æ sterkari öfl innlend og alþjóðleg takast á um hagsmuni sem beint og óbeint varða nýtingu auð- linda. Ymsir fullyrða að á næstu öld verði barist um auðlindimar vatn og jarðveg en ekki olíu og málma. Þurfum að fœra okkur nœr markaðnum Megin viðfangsefni okkar á næstu mánuðum og árum er að tryggja stöðu okkar á markaðnum og tryggja jafnframt að framleiðslu- kostnaður varanna sé í samræmi við það sem markaðurinn er tilbúinn að greiða. Þrátt fyrir það að við höfum nú sameinað hina hagsmunalegu og faglegu þætti starfseminnar og þrátt fyrir það að við framleiðum góðar vörar er ekki þar með sagt að okkur takist að selja þær á því verði sem bóndinn þarf að fá fyrir þær. Samtökin þurfa að hafa sem besta yfirsýn yfir markaðsmálin á hverj- um tíma til þess að leiðbeininga- þjónustan gagnist bændum sem best. Við þurfum að vera með fing- urinn á púlsi markaðarins í bókstaf- legum skilningi. Framleiðsluráð landbúnaðarins gegnir mikilvægu hlutverki sem samstarfsvettvangur allra búvöru- framleiðenda og innan þess höfum við einnig samstarf við samtök afurðastöðva. Eg tel ástæðu til þess að velta því fyrir sér hvort það myndi ekki styrkja samtökin enn frekar til öflugrar hagsmunagæslu ef þau létu meira til sín taka á þessum vettvangi og að sú starf- semi sem Framleiðsluráð annast nú yrði felld undir þeirra verksvið. í þessu sambandi er vert að minn- ast skoðana Sveins heitins Tryggva- sonar sem hann setti fram í Árbók landbúnaðarins árið 1947 og aftur árið 1974 um að tengja þyrfti þau verkefni sem Framleiðsluráð annast við leiðbeiningaþjónustuna og hagsmunagæsluna að öðru leyti. Eg held að setning Búvömlag- anna árið 1985 hafi því miður fjar- lægt bændur markaðnum með þeim aðskilnaði afurðastöðva og bænda sem í lögunum felst. Margháttaðir erfiðleikar steðja að Mikil verkefni bíða þeirra sam- einuðu bændasamtaka sem nú eru að stfga sín fyrstu skref. Raunar vil ég taka fram að ég lít á sameinuð bændasamtök sem beint framhald af fyrri samtökum sem eiga rætur í Suðuramtsins húss og bústjórnar- félagi, sem stofnað var árið 1837. Það er hollt að minnast þess að á þeim 158 árum sem síðan eru liðin hafa bændur landsins eins og jafnan áður mátt þola súrt og sætt og mun svo verða áfram. Þó er ekki hægt að neita því að þær miklu hræringar sem nú em í starfsumhverfi bænda um heim allan gera þá tíma sem við lifum á margan hátt mjög óvenju- lega. Islenskir bændur hafa ekki farið varhluta af þessum breyting- um og við sjáum merki þeirra allt í kringum okkur í íslenskum land- búnaði. Forsendur breyttust Forsendur þær sem við gáfum okkur um þróun sauðfjárræktar- innar við gerð síðasta búvörusamn- ings hafa ekki gengið eftir. Aukið almennt atvinnuleysi hefur gert það að verkum að þeir sem vildu hætta í sauðfjárbúskap hafa ekki haft að neinni annarri vinnu að hverfa. Neysla kindakjöts hefur dregist enn frekar saman, bæði sökum þess að önnur matvara hefur lækkað mun meira í verði en kindakjöt og lítið sem ekkert hefur gerst í vöruþróun og nútímalegri markaðssetningu þess. Við höfum orðið að skera framleiðsluheimildir sauðfjár- bænda niður ár frá ári vegna þess- arar þróunar og ekki séð fyrir end- ann á því enn. Þetta gerir það að verkum að tekjur margra sauðfjár- bænda em nú komnar niður fyrir fátæktarmörk eins og fram kemur í nýlegri búrekstrarkönnun Hagþjón- ustu landbúnaðarins. Viðunandi verð á erlendum mörkuðum fyrir dilkakjöt hefur ekki fengist þótt útflutningur á umframkjöti til Fær- eyja og Svíþjóðar hafi gefið nokkra búbót. Ákveðnar vonir em bundnar við að Noregsmarkaður opnist á ný með hærra skilaverði en fengist hefur að undanförnu en of fljótt er að fullyrða um slíkt. Mjög hefur einnig þrengt að garðyrkjubændum á síðustu miss- emm, meðal annars vegna ótollaðs innflutnings blóma og grænmetis samkvæmt EES samningnum og lítið hefur miðað í því að samræma rekstrarskilyrði garðyrkjunnar þeim kjörum sem garðyrkja nýtur í sam- keppnislöndunum. Kartöflubændur eiga í miklum erfiðleikum vegna ósamstöðu um markaðsmálin og fyrir sífellt harðnandi tök verslunar- innar. Einnig hefur sundrung og ósamstaða á kjötmarkaðnum valdið kjötframleiðendum miklum erfið- leikum og ómældu fjásrhagslegu tjóni á síðustu misserum. Vissulega er margt af þessu okkur sjálfum að kenna en mestu valda þó ytri áhrif og aðgerðir eða aðgerðarleysi stjórnvalda. I þessu sambandi kemst ég ekki hjá því að nefna samkeppnislögin og hvemig þau eru túlkuð. Sam- keppnisstofnun virðist upptekin við að koma í veg fyrir að bændur geti haft eðlilegt samstarf um afurða- sölu í stað þess að takast á við fá- keppni og verðleiðni. Vonbrigði með atvinnuleysisbœtur Margir bundu vonir við að lögin um atvinnuleysisbætur fyrir sjálf- stætt starfandi einstaklinga myndu koma bændum að gangi í þeim erfiðleikum sem nú ganga yfir. Framkvæmd þessara laga hefur hins vegar valdið miklum von- brigðum og enn hafa einungis fáir bændur fengið viðurkenndan rétt til atvinnuleysisbóta. Það hefur reynst rétt sem við vömðum við í upphafí, að aðstaða bænda er svo sérstök að reglur um atvinnuleysisbætur fyrir þá verða aldrei felldar undir almenn ákvæði svo að gagn verði að. Á vegum félagsmálaráðuneytis og landbúnaðarráðuneytiss er nú verið 4. '95- FREYR 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.