Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 26

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 26
að reyna að finna leið til þess að bændur geti notið réttar síns á þessu sviði. Aukin verðmœtasköpun Enda þótt atvinnuleysisbætur geti verið tímabundin hjálp fyrir ein- hvern hóp bænda eru þær að mínum dómi engin lausn í þeim erfið- leikum sem þrengri markaður skap- ar landbúnaðinum. Eina lausnin í því efni er aukin verðmætasköpun. Möguleikar okkar til aukinnar sölu búvara liggja að mínum dómi fyrst og fremst í auknum útflutningi, ekki í sölu á hráefni eins og við höf- um hingað til stundað, heldur á meira unnum vörum. Við þurfum að vinna markvisst að vöruþróun og kanna til hlítar hvaða möguleika við eigum á útflutningi slíkra vara. Hins vegar höfum við rekið okkur óþyrmilega á það að undanfömu að sumt af þeirri vöru sem við bjóðum til kaups erlendis stenst ekki þær kröfur sem markaðurinn gerir hvað varðar meðferð og frágang vör- unnar. Ef við ætlum að ná árangri á þessum mörkuðum þarf því til að koma stórfellt gæðaátak á öllum ferli vörunnar, allt frá sáningu og þar til varan er komin í hendur neytandans. Eg tel að við eigum að leita eftir stuðningi ríkisvaldsins við áætlun um vöruþróun og tilraunir til útflutnings á sauðfjárafurðum. Slíkt átak þyrfti að standa í fimm til sex ár ef von á að vera um umtalsverðan árangur. Menn verða að átta sig á því að það er ekki það sama að „finna markað“ og að „vinna markað". Að vinna markað er langtímaverkefni og menn verða að | nálgast það með því hugarfari ef von j á að vera um árangur. Að mínum dómi er slíkt markaðsátak áhrif- ríkasta leiðin til þess að lyfta atvinnu- stiginu í landbúnaðinum, sérstakiega sauðfjárræktinni. Vistvœnar hógœöavörur Ég vil í þessu sambandi einnig nefna þá möguleika sem nú er verið að kanna á útflutningi íslenskra bú- vara sem vistvænna hágæðavara. Margt bendir til að við eigum möguleika á þessum mörkuðum, m.a. vegna sérstöðu Islands sem hreins og ómengaðs lands. Nú hefur Alþingi samþykkt sérstaka tjár- veitingu til næst fimm ára til þess vinna að vöruþróun og markaðs- setningu lífrænna og vistvænna vara. Þessu ber að fagna. Hér er hins vegar ekki um neina töfralausn að ræða, heldur möguleika sem getur, ef vel tekst til, skilað okkur ávinningi. Gagnkvœmnisreglan í þessu sambandi vil ég einnig nefna gagnkvæmnisreglu EES samningsins sem gerir ráð fyrir því að jafnaður sé munur á verði land- búnaðarhráefnis til matvælaiðnaðar milli aðildarlanda samningsins. Ný- lega gaf landbúnaðarráðherra út reglugerð um endurgreiðslu jöfn- unargjalda af landbúnaðarhráefni í fullunnum vörum og þótt þar sé ekki gengið jafn langt í jöfnun og við höfðum vænst ber að þakka það sem vel er gert. En til þess að mat- vælaiðnaðurinn geti nýtt sér þá möguleika sem í þessu felast þarf hann að öðru leyti að vera sam- keppnisfær. Því verður að gera þá kröfu að ríkisvaldið beiti sér fyrir því að iðnaðinum séu sköpuð sem líkust rekstrarskilyrði og hliðstæð starfsemi nýtur annars staðar á EES svæðinu. Takist það, felur gagn- kvæmnisreglan í sér umtalsverða möguleika á útflutningi búvara sem hráefnis í fullunnum vörum. Framkvœmd GATT-samningsins Góðir búnaðarþingsfulltrúar. Það er eitt einkenni landbúnaðar að framleiðsluferillinn er þar mun lengri en í öðrum framleiðslugrein- um eða allt upp í þrjú ár. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að þekkja starfsumhverfið nokkur ár fram í tímann. Slíkt er forsenda fyrir því að bændur geti tekið ákvarðanir um fjárfestingar og skipulag fram- leiðslunnar með sæmilegu öryggi. Því verður að gera þá kröfu til stjómvalda að starfsumhverfinu sé ekki raskað með skammtímaað- gerðum. Á næstu mánuðum verð- um við að ná samningum við ríkis- valdið um það hvaða starfsskilyrði landbúnaðinum verði búin fram yfir næstu aldamót. I því sambandi skiptir framkvæmd GATT-samn- ingsins höfuðmáli. GATT-samning- urinn sem slíkur er viðunandi, en áhyggjur mínar stafa fyrst og fremst af því hvernig íslenskir stjórnmála- Frá Búnaðarþingi 1995, taldirfrá vinstri: Agúst Gíslason, í rœðustól; Haukur Hall- dórsson, 1. varaforseti Búmaðarþings, Pétur Helgason, 2. varaforseti Búnaðar- þings, og Birkir Friðbertsson, skrifari. (Freysmynd). 154 FREYR - 4. ’95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.