Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 31

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 31
að minnast, sem nú hættir til að van- meta störf leiðbeiningaþjónustunnar. Gæta verður að því að það er mikill vandi að ákveða svo leikreglur við stjórn framleiðslunnar að saman fari hvað hverjum einstökum bónda er hagkvæmast að gera persónulega og það sem heildinni kemur best að hann geri. A þessu varð því miður nokkrum sinnum misbrestur og skáru þeir því í vissum tilfellum minna upp, sem sýndu þegnskap og drógu saman ótilneyddir. Af þessu höfðu ráðunautar því í allmörgum tilfellum verulegt angur. Það væri rangt og ómaklegt ef því væri haldið fram að á þessum erfiðu tímum hafi leiðbeiningaþjónustan ekki unnið í takt við landbún- aðarstefnuna eða þá sem voru leið- andi í kjara- og framleiðslumálum fyrir stéttina. Óskilvirkni, tví- eða fjölverkn- aður og jafnvel ósamlyndi innan bændasamtakanna sem oft hefur verið haft á orði upp á síðkastið á því alls ekki rætur að rekja til þeirr- ar verkaskiptingar á milli Búnaðar- félags íslands og Stéttarsambands bænda sem víðsýnir forystumenn þessara samtaka komu sér saman um árin 1945 og 1946. Að svo miklu leyti sem framangreindar fullyrðingar geta átt við þá er skýr- inganna annars staðar að leita. Hvað varðar hina almennu leið- beiningaþjónustu, þ.e. leiðbeining- ar sem jafnt eiga erindi til allra bænda og aðra þá starfsemi ráðu- nauta, sem unnin er fyrir heildina eins og til dæmis kynbætur bú- fjárins, þá þurftu áherslur hennar ekki að breytast nema í örfáum til- fellum. Rétt var að stefna áfram að því að auka nyt kúnna og leggja á það áherslu að framleiða sem mesta mjólk með sem minnstu kjamfóðri. Sömu áherslur áttu við í sauðfjár- ræktinni; aukin frjósemi, betri bygging fjárins o.s.frv. I ræktunar- málum breytast áherslurnar að sjálfsögðu frá því sem var á nýrækt- arskeiðinu mikla því að nú var lögð áhersla á gott viðhald ræktunar og það að hafa tún í sem bestri rækt til að gefa sem best fóður. Hefur leiðbeininga- þjónustan staðið sig? Þrjár eru þær þjónustugreinar sem eiga að vinna í þágu landbún- aðarins; rannsóknir, kennsla og leiðbeiningar. En engin skýr mörk eru þó á milli þeirra svo að fráleitt væri að draga í sundur hvað er þeim að þakka ef menn vildu fara út í þá sálma. En annað er þeim augljós- lega sameiginlegt, og liggur ein- faldlega í mannlegu eðli, að þeim er sjaldan þakkað fyrir árangur og þátt þeirra í framförum. Miklu oftar er fundið að starfsemi þeirra og kvart- að yfir gagnsleysi þeirra. Yfir þessu þýðir ekkert að æðrast en nauðsynlegt er fyrir þá sem að þessum málum vinna að minna á starfsemina, því að vanmat á gildi þekkingar er vísust leið til stöðn- unar og afturfarar. Ógerningur er að gera sér grein fyrir hvar við stæðum ef við hefðum ekki haft leiðbein- ingaþjónustu. Þekking hefði örugg- lega breiðst miklu hægar út og nýj- ungar komið síðar að gagni. Með því að líta til baka má finna fjölmörg dæmi um niðurstöður rannsókna eða einfaldari tilrauna, innlendra eða erlendra, sem breidd- ust út, stundum á ótrúlega skömm- um tíma og breyttu búskaparhátt- um, sama er að segja um tækninýj- ungar. Hér verður lauslega gripið niður og nefnd fáein dæmi. Á fjórða áratugnum voru gerðar tilraunir með að gefa fé síldarmjöl með beit. Árangurinn varð ótrú- legur. Með tiltölulegu lítilli pró- teingjöf margfaldaðist fóðurgildi beitargrasanna og sama var að segja um útheyið sem þá var meginfóður fjárins. Þetta breiddist út með miklu harði. Á fimmta og sjötta áratugn- um voru gerðar tilraunir með fengi- eldi áa til að auka frjósemi, sú að- ferð breiddist mjög hratt út og var tekin upp af öllum sem lögðu áherslu á afurðasaman fjárbúskap. Nú hafa kynbætur og bætt haust- meðferð leyst þetta af hólmi. Tilraunir með vetrarrúning og því síður haustrúning þóttu ekki öllum vera spámannlegar er þær voru hafnar um 1960. Nú þykir ekki annað hlýða á góðu sauðfjárbúi en að rýja á húsi helst um leið og byrj- að er að hýsa. Svipaðar sögur má finna í naut- griparæktinni. Þar munar að sjálf- sögðu mest um bætta fóðrun og meðferð og svo kynbætumar. Fyrir 1950 var það nær óþekkt að beita mjólkurkúm á ræktað land. Beitar- tilraunimar sem gerðar voru í Laug- ardælum um og eftir 1960 sýndu mönnum hve góð túnbeit gat gefið mikla mjólk án kjarnfóðurnotkunar og upp frá því jókst beit á ræktað land hraðfara enda fyrir henni talað. Rætkun grænfóðurs til haust- beitar breiddist mjög út á sjötta og Mikið afurðaaukning hefur orðið í íslenska kúastofninum. Sigurgeir Hreinsson á Hríshól í Eyjafjarðarsveit með afrekskúna Fíu (Freysmynd). 4. '95 - FREYR 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.