Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 34

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 34
Ráðunaularnir Víkingur Gunnarsson t.v. og Jón FinnurHannsson t.h. við dómsstörf á Flötutungum í Svarfaðardal, svœði Hestamannafélagsins Hrings. Eigandi hryss- unnar, Guðmundur Olafsson, frá Báreksstöðum er milli þeirra. (Ljósm. Kristinn Hugason). aðarsambandanna eða hjá bænd- um sjálfum eða önnur upplýs- ingasöfn sem menn þurfa að eiga aðgang að. Tölvudeildin er dæmigerð þjón- ustudeild sem þarf að njóta krafta- hæfra manna á því sviði og síðan að geta unnið með sérfræðingum á hinum ýmsu fagsviðum en þannig hefur einmitt verið háttað að undan- förnu og því náðst svo góður ár- angur. Búreikningamálin eða bænda- bókhaldið er dæmi um það hvernig vel hefur tekist til með að færa störf sem áður voru unnin miðlægt hjá Búreikningastofu ríkisins í skjóli BÍ út til búnaðarsambandanna og að hluta til einstakra bænda. Það var ekki fyrir neina tilviljun að þessi þróun hófst upp úr 1981 með því að skipuð var, að tillögu Búnaðarþings „búreikninga- og bókhaldsnefnd“ með mönnum frá BI, Stéttarsam- bandi, Framleiðsluráði og Búnaðar- sambandi Eyjafjarðar sem hafði hafist handa með bókhaldsþjónustu við bændur með afnotum af kaup- félagsreikningum. Með störfum þessarar nefndar hófst markviss þróun sem nú hefur leitt til þess að um þriðjungur bænda á landinu er með búreikn- ingahald og nýtur til þess forritsins Búbótar sem stöðugt er verið að endurbæta. Nú síðast hefur verið unnið að tveimur forritum í tengsl- um við Búbót, áætlunargerðarforriti og sk. samanburðarforriti og munu þau bæði koma í gagnið á þessu ári. Þessi mikla umbylting í bókhalds- málum bænda hefur orðið fyrir nána samvinnu búnaðarsamband- anna og BI og kostað gífurlega vinnu að forritun en þó einkum við kynningu og námskeiðahald bæði fyrir ráðunauta og bændur. Öllum öðrum fremur hefur þetta starf hvílt á herðum hagfræðiráðunautarins Ketils A. Hannessonar en margir aðrir eiga og góðan hlut að málinu. Efling annarra greina Þess var að framan getið að eðli- leg verkaskipting á milli búnaðar- sambandanna og BÍ væri að fyrir þær greinar þar sem ekki væri hægt að launa nema einn mann til leið- beininga á öllu landinu þá væri hann eðlilega ráðinn til BI. En ef eða þegar ástæður skapast til og tök eru á að ráða fleiri menn á sama sviði þá komi þeir til starfa hjá búnaðarsamböndunum. Það má ljóst vera hve nrikilvægt það er fyrir bændur sem vilja reyna sig á nýjum greinum, eins og loðdýrarækt, loð- kanínurækt og bleikjueldi, svo að dæmi séu nefnd, að hafa aðgang að leiðbeiningum. Hlutverk slíkrar leiðbeininga- þjónustu er ekki aðeins að miðla þekkingu og reynslu sem hægt er að fá af bókum eða erlendis frá. Mjög mikilvægur þáttur er að fylgjast með og miðla reynslu á milli þeirra sem eru að þreifa sig áfram í greininni. BÍ hefur stöðugt leitast við að vera þarna á verði. Þegar loðdýra- ræktin var endurvakin upp úr 1970 var fljótlega ráðinn landsráðunautur í greinina og þegar hún fór verulega að breiðast út og bændur komu með í leikinn var mikið unnið að því undir forystu BÍ að þjálfa hóp hér- aðsráðunauta og annarra til að leið- beina í greininni og náðist með því öflugt lið leiðbeinanda. Þegar ferðaþjónusta á vegum bænda var að festa sig í sessi studdu Stéttarsambandið og Búnaðarfé- lagið þá starfsemi og veittu fyrstu félagslegu og faglegu aðstoðina sem samtökin nutu. Arið 1986 var ráðinn ráðunautur á sviðinu sem starfað hefur m.a. að fræðslu og eftirliti með starfseminni í góðu samstarfi við greinina. Sama árið var ráðinn ráðunautur í fiskeldi sem fylgst hefur með og tekið verulegan þátt í þróun fiskeld- is hér á landi. Alveg sérstaklega hefur hann verið ötull forgöngu- maður um þróun bleikjueldis. Hann beitti sér fyrir samtökum bleikju- eldismanna og með þeim fyrir markaðsleit og sköpun markaðar fyrir bleikju erlendis, auk þess sem hann hefur verið ötull við að styðja við kynbætur og rannsóknir á eld- isaðferðum. Ekki er ofmælt þó að sagt sé að þetta ráðunautarstarf hafi haft afgerandi þýðingu fyrir þessa grein, bleikjueldið, sem nú er að sannast að getur orðið búgrein hjá allmiklum fjölda bænda. Leiðbeiningar um nýtingu hlunninda eru býsna áhugavert viðfangsefni. Þó að hlunnindanýt- ing styðjist um flest við aldagamlar hefðir þar sem sonur lærði af föður og ekki þurfti að kenna það sent mönnum var í blóð borið, hefur komið á margan hátt í ljós hve tnik- ilvægt það getur verið að vinna með 162 FREYR - 4. '95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.