Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 38

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 38
þeim við. Um svipað leyti var lausaganga búfjár bönnuð á veg- svæðum stofnvega og tengivega þar sem girt er báðum megin vegar. Var því ekki lengur hjá því komist að finna lausn á kostnaðarþátttöku við veggirðingar. A sl. sumri barst stjóm SB beiðni um að tilnefna mann í nefnd til þess að gera tillögur til breytinga á vega- lögum að því er varðar kostnað við girðingar og viðhald þeirra. Var Ari Teitsson tilnefndur í nefndina. Samkomulag varð í nefndinni um að skipta viðhaldskostnaði girðinga ' með öllum helstu vegum landsins til helminga milli landeiganda og veghaldara með þeirri undantekn- ingu þó, að sé um sannanlega sam- 1 nýtingu lands að ræða til sumar- beitar þannig að engin einn aðili noti landið, séu girðingar til að halda búfé frá vegarsvæðum alveg á ábyrgð veghaldara. Niðurstaða nefndarinnar var lögð fyrir Alþingi óbreytt í frumvarps- formi. Áður en frumvarpið var lagt fram var það kynnt í stjóm Stéttarsam- I bandsins sem mælti með því að það yrði lögfest óbreytt. í janúarmánuði sl. kom frum- varpið til umsagnar hjá stjóm sam- i einaðra bændasamtaka. Þar komu fram hugmyndir um breytingar á ákvæðum frumvarpsins í þá átt að Vegagerðin bæri meirihluta kostn- aðar af viðhaldi veggirðinga. Þessi sjónarmið vom kynnt sam- j göngunefnd Alþings. Niðurstaðan j varð sú að frumvarpið var sam- þykkt óbreytt. Að mati Vegagerðarinnar færa hin nýju ákvæði bændum greiðslur sem nema 30-40 milljónum króna | árlega. 1.8. Ályktun um stofnun sölusamtaka kjötframleið- enda í ályktuninni var þvf beint til Kjöt- ráðs Framleiðsluráðs að beita sér fyrir stofnun heildarsölusamtaka allra kjötframleiðenda sem annist vöruþróun, dreifingu og sölu á heild- ! sölustigi á öllu kjöti innanlands og sjái um afurðalánaviðskipti. Sérstök nefnd á vegum Fram- leiðsluráðs vinnur nú að undirbún- | ingi þessa máls. Jóhannes Ríkharðsson, ráðunautur og bóndi, fulltrúi Bsb. Skagfirðinga. 1.9. Afurðalán loð dýrarœktarinnar í ályktuninni er þess krafist að af- urðalán til loðdýraræktarinnar verði hækkuð til samræmis við hækkandi skinnaverð. Veruleg átök urðu um þetta mál við þá viðskiptabanka sem í hlut eiga. Að lokum náðist fram 12% hækkun á afurðarlánum sem engan veginn náði þó þeirri hækkun sem ! þá var orðin á verði skinna. 1.10. Ályktun um Stofnlána- deild landbúnaðarins í ályktuninni er þess m.a. krafist að deildin verði gerð að sjálfstæðum lánasjóði, bændum gefinn kostur á að breyta lausaskuldum í föst lán, i vextir af nýjum lánum hækkaðir og ! neytenda- og jöfnunargjald lækkað. Ályktun þessi var send landbún- aðarráðherra og stjórn Stofnlána- deildar. Fjallað var um málið á fundi j stjórnar SB 17. nóvember. Þar kom fram að í undirbúningi væri frum- varp til breytinga á lögum Stofn- lánadeildar. Tillögur þær sem fram komu í frumvarpinu voru ekki í samræmi við ályktun aðalfundar. Niðurstaðan varð sú að ekkert varð úr flutningi frumvarpsins, m.a. vegna þess að enn liggur ekki fyrir álit nefndar sem landbúnaðarráðherra skipaði til þess að gera úttekt á stöðu deildarinnar. Hins vegar samþykkti Alþingi í lánsfjárlögum fyrir árið 1995 heim- ild fyrir Stofnlánadeild landbún- aðarins til þess að verja allt að 900 milljónum króna til þess að breyta lausaskuldum bænda í föst lán. 1.11. Ályktun um endur- skoðun sjóðagjalda Ályktunin er ítrekuð tillaga aðal- fundar 1993 um endurskoðun á innheimtu sjóðagjalda. Mál þetta hefur ítrekað verið rætt við land- búnaðarráðherra en ekki hefur fengist tekið á málinu í heild. Arið 1993 var samþykkt á Al- þingi að lækka gjald til Bjargráða- sjóðs úr 0,60% í 0,30%. Hliðstæð ákvæði hafa verið samþykkt fyrir yfirstandandi ár. Þá var með lögum sem samþykkt voru í desember sl. ákveðið að leggja niður Forfallaþjónustu í sveitum og 0,40% gjaldtöku til hennar þar með hætt. 1.12. Ályktun um greiðslu- mark sauðfjárafurða Fjallað verður um afdrif þessarar ályktunar í kafla um framkvæmd búvörusamninga síðar í skýrslu þessari. 1.13. Ályktanir um verð- skerðingargjald Ályktunin felur í sér að óskað verði eftir heimild til innheimtu 5% verð- skerðingargjalds af verði til fram- leiðenda frá afurðastöð fyrir kinda- kjöt á verðlagsárinu 1994/1995. Ályktun þessi var send landbún- 166 FREYR - 4. '95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.