Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 40

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 40
atriðum sem varða atvinnuupp- byggingu í sveitum, m.a. að því er varðar vinnslu og sölu búvara heima á búum bænda. Aflað hefur verið upplýsinga frá Svfþjóð um reglur sem þar gilda um slíka starf- semi og hvaða reynsla er af henni. Unnið verður úr þessum upplýsing- um og niðurstöður lagðar fyrir Bún- aðarþing. Settur hefur verið á stofn vinnu- hópur starfsmanna bændasamtak- anna til þess að kanna kostnað við raforkunotkun í framleiðslukostnaði einstakra búgreina í samanburði við það sem gerist í nálægum löndum og gera tillögur um lækkun raforku- kostnaðar við búvöruframleiðsluna. 1.22. Ályktun um umhverfis- mál og vistvœna fram- leiðslu Verulega hefur áunnist í framgangi þessa máls. Samþykkt hafa verið lög á Al- þingi um lífræna ræktun og reglu- gerð við lögin verður gefín út á næstunni. Alþingi hefur samþykkt lög um átaksverkefni til þess að stuðla að vöruþróun og sölu ís- lenskra búvara undir merkjum holl- ustu og hreinleika og veittar verða kr. 25 milljónir á ári til verkefnisins næstu 5 ár. 1.23. Ályktun um útlit sveit- anna í ályktuninni er lögð áhersla á átak í mengunarvörnum. Þar er því beint til umhverfisráðherra og sveitarfé- laga að beita sér fyrir skipulegri könnun á frárennslismálum til sveita og úrbótum í því efni. Álykt- unin var send umhverfisráðherra sem hefur sagt sig reiðubúinn til samvinnu um málið. 2. Verðlagning búvara 2.1. Verðlagning 1. septem- ber1994 Samkvæmt framreikningi Hagstofu íslands á verðlagsgrundvelli 1. júní til 31 ágúst 1994 lækkaði gjaldahlið eggjagrundvallar um 1,03% og kjúklingagrundvallar um 2,52%. Geymd hækkunartilefni frá verð- lagningu 1. júní voru 0,33% á eggjagrundvelli en 0,19% á kjúkl- ingagrundvelli. Sólrún Ólafsdóttir, Kirkjubœjarklaustri, fulltrúi Bsb. Suðurlands. 1 samræmi við það lækkaði verð á eggjum um 0,71% hinn 1. septem- ber og á kjúklingum um 2,34%. Samkvæmt framreikningi á naut- gripagrunvelli hækkuðu útgjöld kúabús um 0,37% frá 1. júní til 31. ágúst. Verð hélst óbreylt vegna framleiðnikröfu. í tengslum við verðlagningu sauðfjárafurða í september ákváðu stjórnvöld lækkun á niðurgreiðslu ullar sem nam 30 milljónum króna. Var sú lækkun látin koma fram í lækkun á verði ullar til bænda skv. verðlagsgrundvelli. Nokkur verðtil- færsla varð á milli flokka í þessu sambandi, m.a. um þreföldun á verði fyrir mislita ull. Ákveðin var 51 % hækkun á verði fyrir gærur í samræmi við hækkan- di verð á heimsmarkaði. Sá mis- munur sem skapaðist milli lækk- unar ullarverðs og hækkunar gæru- verðs var látinn koma fram í lækk- un á verði sláturs. Kjötverð var látið standa óbreytt. Hinn 1. nóvember var að tillögu Félags hrossabænda ákveðið að lækka verð á hrossakjöti um 22% í verðflokkunum IA, FOIA, UFOI og IB og FOIB. Verðflokkur IC var felldur niður og flokkur TRIB færður niður um einn flokk. 2.2. Verðlagning 1. desem- ber Ákveðin var 8% hækkun á nauta- kjöti hinn 1. desember í verð- flokkum 1 - 4 en verð á flokkun 5 - 10 hélst óbreytt. Nokkur tilfærsla varð á kjöti milli flokka í þessu sambandi. Verð á mjólk til framleiðenda var óbreytt en einu prósentustigi af þeirri framleiðnikröfu sem koma átti til framkvæmda I. desember 1994 var frestað til I. mars, m.a. vegna vanefnda ríkisins á greiðslu jarðræktarframlaga. Verð á kjúklingum var hækkað um 1,15% í samræmi við niður- stöðu framreiknings. Framreikningur á verðlagsgrund- velli eggja sýndi 0,66% hækkun en frestað var að láta þessa hækkun koma til framkvæmda. Framreikningur á verðlagsgrund- velli sauðfjárafurða sýndi 0,10% hækkun frá 1. september og var áhrifum hennar frestað. 2.3. Verðlagning 1. mars 1995 Samkvæmt framreikningi hækkaði gjaldahlið nautgripagrundvallar um 1,73% vegna nýgerðra kjarasamn- inga og hækkaði verð til bænda á hverjum mjólkurlítra um kr. 0,47. Verð á nautgripakjöti hélst óbreytt en verður tekið til endurskoðunar 1. apríl. Framreikningur á sauðfjárgrund- velli sýndi 2,76% hækkun og var henni frestað. Eggjagrundvöllur sýndi 0,36% hækkun sem var frestað, en verð- lagsgrundvöllur kúklinga 0,14% lækkun. Áhrifum þeirrar breytingar var einnig frestað. 3. Framkvœmd búvörusamninga 3.1. Ákvörðun greiðslu- marks í mjólk Eins og fram kemur í skýrslu til aðalfundar 1994 var greiðslumark í mjólk verðlagsárið 1994/1995 ákveðið 101 milljón lítrar sem er 1% aukning frá síðasta verðlagsári. Hins vegar var einungis 0,8% úthlutað til framleiðenda vegna skerðingar sem varð vegna inn- komins leiguréttar. 3.2. Greiðsla fyrir umfram- mjólk Greitt var fyrir próteinhluta allrar umframmjólkur sem barst til af- 168 FREYR - 4. '95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.