Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 45

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 45
búskap, leita nauðasamninga eða annarra möguleika sem meta verður í hverju tilviki. Búfjárrœktarnefnd Drög að reglugerð um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit með naut- gripum. Alyktun. Nefndin leggur til að fyrirliggj- andi drög að reglugerð um aðbún- að, meðferð og heilbrigðiseftirlit á þingskjali 15 verði send Landssam- bandi kúabænda og viðkomandi fagráði sem vinnugagn við frekari mótun reglugerðar samkvæmt lög- um um búfjárhald nr. 46/1991. Nefndin leggur ríka áherslu á að reglugerðarvinnu verði hraðað svo sem kostur er. Greinargerð I lögum um búfjárhald, 7. gr. segir: „Landbúnaðarráðherra er rétt að gefa út reglugerðirfyrir ein- stakar búfjártegundir þar sem nánar er kveðið á um atriði er lúta að aðbúnaði og meðferð gripa, gripahúsa .... “ o.s.frv. Með tilliti til bættrar ímyndar í landbúnaði og m.a. vegna hug- mynda um framleiðslu undir merkj- um vistvœnnar framleiðslu þá er mjög brýnt að slíkar reglugerðir séu fyrir hendi og eftir þeim verði farið. Skýrsla Olafs R. Dýrmundssonar um húsakost fyrir hross. Alyktun. Búnaðarþing 1995 leggur áherslu á að ákvæði 4. gr. laga um dýra- vemd nr. 15/1994 þar sem fjallað er um húsaskjól eða hentugt skjól fyrir búfé og reglulegt eftirlit verði fram- fylgt. Oviðunandi er að hross séu á úti- gangi í skjólleysi eins og sýnt hefur verið fram á að eigi sér stað. Búnaðarþing ályktar að þegar í stað verði unnið að setningu reglu- gerðar við lög um búfjárhald nr. 46/1991 um aðbúnað og umhirðu hrossa, bæði á húsi og útigangi. Jafnframt verði reglum um eftirlit búfjáreftirlitsmanna breytt til að ná fram samræmdu og öruggara eftir- liti, t.d. með stækkun eftirlitssvæða. Framleiðslunefnd Erindi framleiðslunefndar um innheimtu verðskerðingargjalds. Alyktun. Búnaðarþing óskar eftir því, sbr. 20. grein laga nr. 99/1993 að á verð- lagsárinu 1995/1996 verði heimiluð innheimta verðskerðingargjalds af framleiðendum sem hér segir: A. * Af kindakjöti, 5% af fram- leiðendaverði. B. Af nautgripakjöti, 5% af fram- leiðendaverði. C. Af æðardúni, 5% af framleið- endaverði. D. Af hrossakjöti 2% af framleið- endaverði. E. A mjólk 1% af framleiðenda- verði. * Innheimta sé bundin við slátrun á tímabilinu 1. ágúst til 30. nóvember. Erindi Framleiðslunefndar vegna samningagerðar um niðurskurð á riðuveiku fé. Alytkun. Búnaðarþing samþykkir að fela stjórn Bændasamtaka íslands að gera rammasamning milli Land- búnaðarráðuneytisins og bænda vegna niðurskurðar á riðuveiku fé. Stjómin láti nú þegar gera lög- fræðilega úttekt á því hvort reglu- gerð „um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki og bætur vegna niður- skurðar", sem sett var 1. október 1993, þrengi ákvæði um bætur vegna niðurskurðar, í lögum nr. 25. 1993 „um dýrasjúkdóma og vamir gegn þeim“. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 99/1993, um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Alyktun. Búnaðarþing mælir með sam- þykkt frumvarpsins með þeirri breytingu í 3. grein að lágmark hækki úr 7820 tonna greiðslumark í 8150 tonn. Jöfnun framleiðendaverðs fyrir útllutt kindakjöt skv. umsýslu- samningum. Alyktun. Búnaðarþing beinir þeim tilmæl- um til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir þvf að inn í lög nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagn- ingu og sölu á búvörum verði fellt ákvæði er heimili töku verðmiðl- unargjalds af útfluttu kindakjöti, sem framleitt var umfram efri mörk greiðslumarks einstakra framleið- enda, þannig að afurðastöðvum sé gert kleift að greiða framleiðendum sama verð fyrir sama gæðaflokk, óháð því til hvaða lands kjötið er flutt út. Greinargerð Utflutningur kindakjöts sem af- urðastöðvar taka til sölumeðferðar umfram efri mörk greiðslumarks einstakra framleiðenda fer mjög vaxandi og hefur þróast þannigfrá því að búvörusamningurinn frá 11. mars 1991 tók gildi: Magn, Verðlagsár tonn 1992- 199.........3150 1993 -199.........4850 1994- 1995....... 1.300 Eftir því sem útflutningsþörfm eykst, þaifað leita markaða ífleiri löndum. Árið 1994 var kindakjöt flutt út til 8 þjóðlanda og reyndist meðalverð á þessum mörkuðum all- breytilegt. Ekki er unnt að sporna viðfjölda útflytjenda og hafa aðilar sem telja sig eiga möguleika á slíku fremur verið hvattir lieldur en liitt til þess að þreifa fyrir sér um útflutning. Jafnframt hefur verið reynt að hlut- ast til um að útflytjendur stundi ekki undirboð á sama markaði, þar sem það myndi skerða tekjumöguleika framleiðenda kindakjöts. Til langframa mun þó ekki unnt að hindra undirboð á hagstœðustu mörkuðunum nema fyrir hendi sé heimild til að greiða sem nœsta sama verð til framleiðenda, óháð útflytjanda og útflutningslandi. Jarðrœktarnefnd Erindi jarðræktarnefndar um greiðslu jarðabótaframlaga. Alyktun. Búnaðarþing mótmælir harðlega vanefndum ríkisins á greiðslu jarð- 4.'95- FREYR 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.