Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 49

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 49
Hesteigendur athugið! Bændasamtök íslands vilja af gefnu tilefni koma eftirfarandi á framfæri: Búnaðarfélag íslands hefur á undanförnum árum haft forystu um mikið átak í skráningu á hrossum. Með tilkomu gagnavörslukerfisins Fengs hefur öllum upp- lýsingunum verið komið í einn öflugan gagnabanka. Gagnabanki Fengs hefur að geyma upplýsingar um öll grunnskráð hross, þar með talin öll sýnd hross, öll frostmerkt hross og nú síðast öll útflutt hross, auk þeirra hrossa sem hafa verið skráð þegar ræktendur hafa skráð ræktun sína. Með þessu móti fær hvert hross sitt fæðingarnúmer, sína kennitölu. Þetta númer á alltaf að fylgja hrossinu, hvort sem er til sýninga, við frostmerkingu, sölu eða útflutning. Nú fer í hönd annatími hjá hesteigendum. Því vilja Bændasamtökin leggja áherslu á eftirfarandi vinnureglur: Frostmerkingar: Ef til stendur að frostmerkja þarf fyrst að athuga hvort hrossið hefur þegar fengið númer, t.d. hvort það sé frá ræktanda sem hefur sín hross skráð í Feng. Ef ekki ber að ítreka nauðsyn þess að grunnskrá hrossin með góðum fyrirvara, grunnskráningarblöð fást hjá Bændasamtökunum og búnaðarsam- böndunum. Það er ekki nóg að mæta með upplýsingarnar þegar frostmerkingin á að fara fram. Það verður fyrst að ætla tíma til að skrá upplýsingar um hrossin í Feng og skrifa út vottorðin. Útflutningur: Hross eru nú ekki flutt út nema þau séu skráð í gagnabanka Fengs. Það þýðir að útflytjendur verða að gera sér grein fyrir hvaða upplýsingar eru fyrir hendi og hverjar vantar. Er hrossið sýnt, frostmerkt eða grunnskráð? Ef svo er, hver er skráður eigandi? Athugið að gögnum þarf að skila minnst þremur virkum dögum fyrir útflutning. Sýningar: Þar gilda sömu reglur, hefur hrossið nú þegar númer og er skráður réttur eigandi ? Allar sýningaskrár og dómaskrár eru skrifaðar út úr gagnabanka Fengs svo að ekki koma þaðan aðrar upplýsingar en þar eru skráðar. Grunnskráning: Þær upplýsingar sem hesteigendur þurfa að hafa á takteinum þegar grunnskrá á hross eru: Fæðingarár, uppruni, foreldrar og fæðingarár þeirra ( mikilvægt að taka fram ef foreldrar eru númeraðir), auk kennitalna fyrsta og núverandi eiganda. Bændasamtökin vilja enn og aftur ítreka að fólk ætli rúman tíma til að skrá þessar upplýsingar á fullnægjandi hátt. Bændasamtök íslands Hrossaræktin 4.’95- FREYR 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.