Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 51

Freyr - 01.04.1995, Blaðsíða 51
Gróðurbraggar á markað Plastiðjan Bjarg er lítill vemdaður vinnustaður á Akureyri. Þar hefur um árabil verið framleitt raflagnaefni og ýmsar aðrar vömr úr plasti. Árið 1991 tók Bjarg við framleiðslu á sauðfjármerkjum af Reykjalundi og hefur framleitt þau síðan. Viðskip- tavinir eru ánægðir með merkin og telja helstu kosti þeirra vera að þau endast vel, afgreiðslufrestur er stuttur, engin pöntun er of lítil og engin of stór, auk þess sem þau em ódýrari. Sauðfjármerkin frá Plastiðjunni Bjargi em unnin í samráði við bænd- ur og sauðfjárveikivamir ríkisins. Ný framleiðsla Nú sendir Bjarg á markaðinn nýja tegund gróðurbragga sem eru ákjós- anlegir til þess að rækta í grænmeti, kryddjurtir, jarðarber og fleira. Stærð bragganna er 100x225 cm og í þeim er þykkt gróðurhúsaplast, 0,15 mm, sem er endingargott og heldur hita betur að næturlagi en þynnra plast. Notkun gróðurbrag- ganna við ræktun flýtir fyrir vexti plantnanna og lengir uppskerutí- mann. Uppsetning bragganna er einföld. Á hælum, sem reknir em niður í jörðina, eru hólkar sem standa upp úr og er plastbogum stungið í hólkana. Síðan eru millistangir settar á milli boganna og að lokum er gróður- plastið breitt yfir og endahælunum stungið undir plastið við enda bragg- ans. Plastið er dregið saman um enda- hælana og hólkar settir utan um sem strekkja það á milli endahælanna. Plastið verður að standa vel upp úr hólknum, þannig helst plastið á bog- unum þó að hvessi. Þegar vökvað er og á heitum dögum er auðvelt að lyfta plastinu upp á annarri hliðinni og leggja það upp á miðjan bogann. Gróðurbragginn verður til sölu í helstu gróðrarstöðvum landsins og víðar.vinnustaður Plastiðjan Bjarg Frostagötu 3c 600 Akureyri Sími 96-12578 ( Fréttatilkynning) Höfundur vísu í 2. tbl. ‘95 var auglýst eftir höf- undi vísu sem var rangfeðruð vi<* birtingu í 1. tbl. Sterkar vísber ingar hafa komið um að höfunoL vísunnar sé Kristján Benediktsson málarameistari á Ákureyri. 4.’95- FREYR 179 RLTnLnÐ n KnFFISTOFUNNI Eyfirðingar í göngum Tildrög eftirfarandi ljóðs sem ort var um miðja öldina voru orðaskipti Þingeyings og Eyfirðings. Þingey- ingurinn sagðist ekki geta kallað það göngur þótt menn smöluðu tún- hólfín hjá sér, og kæmu heim eftir svo sem tvær klst. og veltust þá froðufellandi inn fyrir túngarðinn og þættust hafa verið í göngum. Rósberg G. Snædal var viðstaddur þessi orðaskipti og orti: Eyfirðingar í göngum. Lag: Komið allir Kaprí sveinar. Undir haustsins himni gráum hart ég sparn við fótunum. Með froðukúf í kjafti fláum kom ég heim úr göngunum. Lúinn allan laugardaginn leitaði ég túnfótinn en geldneyta- og gæsahaginn gerðu strik í reikninginn. Rómuðu allir Eyfirðingar einum munni dugnað minn ef ég næði í nótt að ganga nátthagann og kálgarðinn. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.