Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 7

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 7
FRIÍ RITSTJÓRN Með því að útvíkka þann grundvöll sem verg þjóðarframleiðsla byggir á, þannig að bætt sé við hann breytingum á mikilvægum náttúruauð- lindum ætti að vera unnt að fá betra hjálpartæki til að gera langtímaáætlanir." Á þeirri grýttu braut sem framundan er þar sem jarðarbúar þurfa að læra að búa í sátt við lögmál náttúrunnar er þessi pistill prófessors J. Lág þörf áminning. M.E. Þegar Kína vaknar mun heimurinn skjálfa Ef sérhver fullorðinn Kínverji eykur bjórdrykkju sína um fjórar flöskur á ári, þarf 1,3 milljónir tonna af komi til að brugga við- bótina úr. Þetta dæmi sýnir í hnotskurn hvað aukin neysla Kínverja hefur á eftirspurn eftir matvælum, sam- kvæmt síðustu ársskýrslu World- watch stofnunarinnar í Washington, sem ber heitið „Ástand jarðar“. „Þegar Kína vaknar mun heim- urinn skjálfa", sagði Napóleon, viðvömnarorð sem hafa minnt á sig að undanfömu í sambandi við efna- hagsuppgang Kína. Allar stærðir verða ógnvekjandi þegar þær eru margfaldaðar með 1.200 millj; ónum, sem er íbúafjöldi Kína. í Kína býr nú fleira fólk en til samans í Evrópu allri, Rússlandi, Norður- Ameríku, Japan og Ástralíu. Um leið og Kínverjar auka neyslu sína á kjöti, mjólk og eggjum vex þörfin fyrir korn gífurlega. Sam- kvæmt áætlun Kínverja verður eggjaneysla í Kína um næstu aldamót 260 milljaðar (260.000.000.000) á ári. Til að framleiða þau þarf sem svarar allri núverandi komuppskem í Ástralíu. Ef kornneysla í Kína yrði 400 kg á mann, sem svarar til núverandi komneyslu í Taiwan, þyrfti Kína að flytja inn 387 milljón tonn af komi árlega. Það kornmagn fæst hvergi. Kínverjar stefna að því að skapa 100 milljón ný störf í iðnaði, sem aftur kallar á um eina milljón fyrir- tækja og verksmiðja. Þær þurfa landrými og umferðarmannvirki. Þá er áætlað að útvega 500 milljón manns nýtt húsnæði á næstu 40 árum eða 100 milljón nýjar íbúðir. I Kína er 7% af ræktuðu landi en 22% af íbúum jarðar. Um þessar mundir tapast 1% af ræktunarlandi Kína árlega undir iðnaðarlóðir og aðrar þarfir. A.m.k. 20% af ræktun- arlandi í Kína mun hverfa úr notkun á næstu 30-40 árum og er það var- lega áætlað. Japan hefur tapað 52% af ræktunarlandi sínu síðustu ára- tugi, Suður-Kórea 42% og Taiwan 67%. Japan þarf í kjölfar þess að flytja inn 77% af komþörf sinni, Suður-Kórea 64% og Taiwan 67%. Þetta sýnir ljóslega að varðveisla ræktunarlands verður æ mikilvæg- ara hvar sem er í heiminum, þ.e. bæði til að koma í veg fyrir að land sé lagt undir aðra notkun og til að viðhald frjósemi og ræktunarhefð landsins. Þörf á rannsóknastarfsemi í landbúnaði mun einnig vaxa, en þess er vart að vænta að rannsóknir muni í framtíðinni skila jafn mikl- um árangri og við höfum upplifað undanfama áratugi. En það em fleiri en Worldwatch stofnunin sem vara við hinum öra hagvexti í Kína. Kínverskir land- búnaðarhagfræðingar hafa varað við þróuninni árum saman. Vandinn er aðeins sá að erfitt er að vara við vandamáli sem snertir valdakerfið í Kína, ekki síst eftir að skriðdrekar óku yfir andófsmenn á Torgi hins Himneska Friðar í Peking fyrir 6 árum. Það er því mikilvægt að styðja allar aðgerðir sem leitt geta til aukins lýðræðis í Kína. Kínverjar hafa stundað visvænan landbúnaði í mörg þúsund ár og gera enn. Þar er rannsóknastarfsemi í landbúnaði mjög öflug. Kína er fremst í flokki í hagnýtingu á líf- rænu gasi, fiskeldi, baráttu við eyðimerkur og lífrænar vamir gegn skordýrum. Þeir hafa einnig náð langt í breytingum á erfðaefni jurta. Það er því full ástæða til að taka upp samstarf við Kínverja á þessu sviði. (Norsk Landbruk) Æðardúnn óskast Óskum eftir að kaupa æðardún til útflutnings. Hafið samband í síma 92-12200. Atlantic Trading á íslandi hf„ Langholti 23, 230 Keflavík 5.'95- FREYR 191

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.