Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 14

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 14
Heyöflun handa mjólkurkúm 1. Súgþurrkuð taða og rúlluhey Bjarni Guðmundsson, Búvísindadeild - Hvanneyri Á árunum 1990-1994 voru á Hvanneyri gerðar nokkrar tilraunir með öflun og verkun heys handa mjólkurkúm. Tilefni tilraunanna var sú mikla breyting sem orðið hefur á tœkni og vinnubrögðum bœnda á síðustu árum. Tilraununum var hagað þannig að fylgst var með ferli heysins allt frá slætti og þar til það var tekið full- verkað úr geymslu að vetri. Þá voru gæði heysins metin með fóðrun kúa á því. Aðaltilgangur tilraunanna var: • að bera saman súgþurrkaða töðu og rúlluhey og • að finna œskilegt þurrkstig rúllu- heys hancia mjólkurkúm. Itarlega er greint frá framkvæmd og niðurstöðum tilraunanna með skýrslu í Riti Búvísindadeildar á Hvanneyri nr. 7 1995. Hér verður því aðeins stiklað á stærstu efnis- atriðunum en áhugasamari lesend- um bent á tilraunaskýrsluna. Vinnubrögð og framkvœmd I öllum tilraununum var um að ræða fyrri sláttar töðu af nýlega endurunnum mýrartúnum. Gerðar voru tvær samanburðartilraunir með súgþurrkaða töðu og rúlluhey og aðrar tvær með samanburð á þurrkstigum rúlluheys. Við hvern samanburð var hey tekið af sömu spildu með því að skipta henni að endilöngu til helminga á hvora heyverkunaraðferð. I töðunni, sem notuð var, bar mest á vallarfoxgrasi (40-90%). Vallarsveifgras átti einn- ig vænan hlut í henni. Unnið var með hefðbundnum heyvinnutækj- um. Jafnan var slegið árdegis og breitt úr sláttumúgum þegar í stað. Veðurskilyrði réðu þurrkstigi heysins við hirðingu að nokkru leyti en miðað var við þessi mörk: Hey í súgþurrkun skyldi ná a. m. k. 60% þe. Borin skyldu saman tvenn þurrk- Bjarni Guðmundsson. stig heys í rúllum: 30-35% (þvalt hey) og 45-50% (þurrlegt hey). Þurrtaðan var vélbundin og síðan fullþurrkuð við ríkulegan súg í hlöðu án sérstakrar upphitunar. Rúlluheyið var bundið með laus- kjarna bindivélum. Baggar voru þegar að bindingu lokinni hjúpaðir sexföldu plasti. Þeim var síðan hlaðið í tveggja laga útistæðu þar sem þeir voru geymdir án annarrar yfirbreiðslu. Fóðrunarmælingarnar stóðu á tímabilinu febrúar-apríl. Mæli- skeiðin voru jafnan 10-12 vikna löng. Hver heytegund var prófuð á fimm kúa hópi. Átti hver kýr sér jafningja hvað nyt og fleiri eigin- leika snerti í samanburðarhópnum. I byrjun mælinga voru kýmar á áttundu og níundu mjaltaviku. Þær vógu þá 425-445 kg. Kýmar fengu tilraunaheyið tvímælt að vild en til viðbótar því grunnskammt af kjam- fóðri sem ákveðinn var eftir nyt hverrar þeirra. Báðir hópar fengu sömu kjarnfóðurgjöf. Heyát kúnna var mælt daglega, dagsnyt þeirra tvisvar til fimm sinnum í viku og þungabreytingar hálfsmánaðarlega. Þá var efnamagn mjólkur einnig mælt. Hvernig verkaðist heyið? Súgþurrkuð taða - rúlluhey: Heyið verkaðist vel með báðum aðferðum. Meðaltími rúlluheysins á velli var 42 klst. en það var hirt með um 50% þurrefni. Súgþurrkaða taðan lá á velli í 117 klst. Það tap- aðist því töluvert meira úr súg- þurrkaða heyinu við forþurrkun þess á velli heldur en úr því heyi sem verkað var í rúllum. Það átti eftir að hafa mikil áhrif á niður- stöður tilraunanna. Annað árið fékk hluti súgþurrkuðu töðunnar á sig nokkra vætu. Endurspeglast það í gæðum heysins þegar að gjöfum kom, eins og 2. mynd sýnir. Hins vegar gekk meira úr rúllu- heyinu en súgþurrkuðu töðunni við geymsluna. Dálítið bar á myglu í rúlluheyinu en taka verður fram að myglumatið var strangt. Nokkru af skemmdu rúlluheyi varð því að henda frá áður en að gjöfum kom. Slysagötum á plasthjúp var þar mest um að kenna. Engu að síður reyndist það heymagn, sem til gjafa kom, vera um fimmtungi meira í rúlluheyinu en súgþurrkuðu töð- unni. Munaði þar mest um hrakn- inginn sem varð á vellinum. Þann þátt ætlum við því að kanna betur. 198 FREYR - 5. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.