Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 21

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 21
Haskoli Islands ber abyrgö á Hagfrœðistofnun Háskólans Gunnar Sœmundsson, Hrútatungu Miklar umrœður um landbúnaðarmál hafa átt sér stað á síðustu misserum. Kemur þar margt til, mikill samdráttur hefur átt sér stað í einstökum greinum landbúnaðar og tekjusamdráttur er mjög mikill hjá stórum hluta bœnda. Þá hefur mikið verið rætt um stuðning hins opinbera við landbún- aðinn, innflutning á landbúnaðar- vörum og áhrif þess á matvælaverð til neytenda. Inn í þessa umræðu hafa komið mai'gir aðilar í þjóðfélaginu, bæði tilkvaddir og aðrir. Sumarið 1993 biiti Hagfræðistofn- un Háskóla Islands skýrslu um sam- anburð á stuðningi við landbúnað á Norðurlöndum. Þar kom fram að þessi stuðningur væri mestur á Islandi. Hinn 14. nóvember 1993 var haldinn árlegur fundur formanna búnaðarsambanda á landinu. Þar var fjallað um þessa skýrslu og þær umræður sem orðið höfðu um hana. Fundurinn samþykkti samhljóða eftirfarandi ályktun: „Til Háskólaráðs Háskóla Islands. Á undanförnum mánuðum hafa farið fram í þjóðfélaginu miklar umræður um málefni landbúnaðarins frá ýinsum hlið- um. Þessar umræður voru sér- staklega óvægnar og ómálefna- legar, þar sem þær byggðust að verulegu leyti á röngum full- yrðingum og óvönduðum vinnu- brögðuni. Hagfræðistofnun Há- skóla Islands er á vissun hátt ábyrg fyrir þessum umræðum þar sem þær byggðust á niðurstöðum skýrslu þeirrar, sem stofnunin vann um neytendamál á Norður- löndunum. Fram hefur komið að þau vinnubrögð sem Hagfræðistofn- un viðhafði eru á engan hátt sæm- andi fyrir stofnun sem kennir sig við Háskóla íslands, æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Gunnar Sœmundsson. Þeir útreikningar sem gerðir voru varðandi íslenskan landbún- að í fyrrgreindri skýrslu byggðu á eldri grunngögnum en notuð voru fyrir hin Norðurlöndin, notuð var önnur reikniaðferð fyrir Island en fyrir hin Norðurlöndin og þær ályktanir sem dregnar voru af útreikningunum voru óvísinda- legar og rangar. Þá er átt við að lagðar eru fram niðurstöður út- reikninga um meintan hagnað neytenda af því að opna alfarið fyrir innflutning búvara og hætta öllum opinberum stuðningi við landbúnaðinn og þar með neyt- endur. Þessir útreikningar eru gerðir án þess að minnsta tilraun sé gerð til að gera sér grein fyrir heildaráhrifum þessa á efnahags- lífið eða margþættu gildi land- búnaðar fyrir þjóðfélagið. Opnar umræður um málefni landbúnaðarins eru nauðsynlegar á hverjum tíma, ekki síst í um- brotatímum eins og nú standa yfir. Þær hljóta hins vegar ætíð að vera vandmeðfarnar og við- kvæmar, eðli málsins samkvæmt, þar sem hér er verið að fjalla um grundvallaratriði í íslensku sam- félagi. Því er það ólíðandi, að mati fundarins, að nafn Háskóla Islands sé misnotað með þeim hætti sem gert var á sl. sumri, þegar illa unnum og óvönduðum gögnum var gefin aukin þyngd með því að bera þau á borð þjóðarinnar undir nafni Háskól- ans. Því beinir fundurinn þeirri fyrirspurn til Háskólaráðs Há- skóla íslands hvort það sé sátt við þau vinnubrögð sem Hagfræði- stofnun Háskóla íslands viðhafði við vinnslu fyrrgreindrar skýrslu og sé samþykkt þeim ályktunum sem dregnar voru af niðurstöðum hennar?“ Þessi ályktun var send Háskóla- ráði nokkru eftir fundinn. Nú er upp runninn apríl á því Herrans ári 1995 og ekkert svar hefur komið. Það er umhugsunarvert. Einhvem veginn hélt ég að jafn virðuleg stofnun og Háskóli Islands og Háskólaráð svaraði þeirri spurningu sem fram er sett með hógværum hætti í lok ályktunarinnar. Við setningu Búnaðarþings 13. mars 1995 sagði Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra m.a í ræðu sinni við það tækifæri.: „Þá mun í maímánuði birtast skýrsla Efnahags- og framfara- stofnunarinnar -OECD í París um úttekt sem stofnunin hefur gert á 5.'95- FREYR 205

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.