Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 33

Freyr - 01.05.1995, Blaðsíða 33
Hvert er dúnninn seldur? Þýskaland Japan Taivan Austurríki Lúxembúrg Danmörk Sviss Bandaríkin Ítalía 0 200 400 600 800 1000 1200 1400 1600 1800 Magn Meðalverð hvers mánaðar (FOB verð) | 1-------1-----1-----1------1-----1------r~.---i------1-----r Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Agú Sep Okt Nóv Des 1993. Asíulöndin hafa þannig náð ( Hlutur einstakra landa er ærið sér á strik, í magni, miðað við þenn- mismunandi. Myndin Hvert er an samanburð. dúnninn seldur? sýnir magn hvers lands fyrir sig. Langstærsti kaup- andi er Þýskaland, en Þjóðverjar kaupa alls 1.668 kg eða tæp 44% alls dúnsins. Þar á eftir koma svo Japanir með 1.240 kg eða um 33%, og þriðji stærsti kaupandinn er Taivan sem kaupir 530 kg, eða tæp 14%. Aðeins tvö önnur lönd skera sig úr, en það eru Austurríki, sem kaupir 146 kg, og Lúxembúrg sem kaupir 122 kg. Það sem eftir er skiptist á milli Sviss, Danmerkur, Ítalíu og Bandaríkjanna. Hverjir flytja dúninn út? Sjö útflutningsfyrirtæki flytja út dún árið 1994. Stærsti útflytjandinn er Kjötumboðið hf. í Reykjavík (sem áður hét Goði hf.), en Kjöt- umboðið hf. flytur út alls 1.755 kg og hlutur þess er þannig rétt tæpur helmingur (46%) alls útflutnings ársins. Ónnur fyrirtæki sem flytja út eru Atlantic Trading á íslandi hf. í Keflavík, sem flytur út dún í fyrsta sinn (180 kg, 5%), Eiríkur Snæ- björnsson í Reykhólasveit, sem einnig flytur út í fyrsta sinn (40 kg, 1 %), Frico heildverslun í Reykjavík (50 kg, 3%), íslenskur æðardúnn hf. í Stykkishólmi (230 kg, 6%), og XCO hf. í Reykjavík (350 kg, 9%). Einnig flutti heildverslun Elíasar Gíslasonar út á árinu en vildi ekki gefa upp magn sitt. Fjöldi bænda og einstaklinga flytur út í eigin nafni, milliliðalaust. Beinn útflutningur þeirra hefur stóraukist frá því sem áður var og telst hann nú um fjórðungur alls útflutnings. Þegar talað er um beinan útflutning er hér átt við það þegar bændur og einstaklingar flytja dún sinn út sjálfir án milli- göngu útflutningsfyrirtækja. Mest vegur þáttur Jóns Sveinssonar bónda í Miðhúsum, en talið er að útflutningur á hans vegum eða í tengslum við hann sé um þrír fjórðu hlutar alls beins útflutnings ársins 1994. Verð Verðmæti (FOB verð) þeirra 3.793 kg sem flutt eru út 1994 eru 99.953.884 kr. - tæpar eitt hundrað milljónir króna. Er það mikill munur frá árinu 1993 en þá var FOB verðmæti útflutningsins tæpar 51 milljón kr. á verðlagi þess árs. 5.'95- FREYR 217

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.