Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 4

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 4
Ffifl RITSTJÓRN Staða sauðfjárrœktarinnar Sauðfjárrækt hér á landi er illa stödd um þessar mundir. Bændasamtök íslands hafa gert það að forgangsverkefni sínu að finna þar leiðir til úr- bóta og hafa leitað eftir endurskoðun á búvöru- samningnum við landbúnaðarráðuneytið sem fer með það verk af hálfu ríkisvaldsins. Ritstjórnar- greinar og aðsendar greinar birtast í dagblöðum um málið og er það til marks um að málið vekur athygli út yfir landbúnaðinn. Vert er að draga fram nokkrar tölulegar upp- lýsingar um það hvað hér er á ferð. Á síðasta ári, 1994, var sala innanlands á kindakjöti tæp 7230 tonn en var tæp 8100 tonn árið áður. Á árunum 1978-1987 var innanlandssalan hins vegar yfir- leitt á bilinu rúm 9 þúsund upp í fast að 11 þús- und tonnum. Á þeim árum var árlegur útflutn- ingur á kindakjöti á bilinu um tæp 2300 tonn upp í 5000 tonn en er nú um eitt þúsund tonn. Sala á öðrum kjöttegundum á þessu tímabili hefur hins vegar verið: Á nautakjöti tæp 1800 tonn árið 1978, en um 3250 tonn árið 1994; á svínakjöti 1250 tonn árið 1979, en rúm 3200 tonn árið 1994, á alifuglakjöti 850 tonn árið 1979, en um 1350 tonn árið 1994 og á hrossakjöti um 760 tonn árið 1980 en 560 tonn árið 1994. Samkvæmt búvörusamningi skal greiðslumark til framleiðslu kindakjöts breytast miðað við neyslu innanlands árið á undan. Þessi réttur var 7400 tonn á lögbýli haustið 1994 og hefur verið ákveðinn 7200 tonn á lögbýli fyrir nk. haust, 1995. Með óbreyttri þróun er augljóst að enn stefnir í verulega skerðingu á greiðslumarki á kindakjötsframleiðslu, og jafnframt á launa- tekjum fjárbænda. Margs konar útgjöld við bú- skapinn dragast hins vegar lítið eða ekki saman, svo sem afborganir á lánum vegna bygginga og vélakaupa og annar fastur kostnaður. Afleiðingin er að tekjur af sauðfjárrækt hafa hrunið og eru fjárbændur víða með tekjur undir tekjutryggingu öryrkja og ellilaunaþega. Vert er að leita skýringa á því hvers vegna neysla á kindakjöti hér á landi hefur dregist saman á síðustu árum á sama tíma og neysla á flestum öðrum kjöttegundum hefur aukist. Ljóst er að ástæður þess eru margar. Opinber verðákvörðum á kindakjöti, nánast einni kjöttegunda, hefur vissu- lega verið neikvæð fyrir samkeppnisstöðu þess. Ábyrgðaraðilar annarra kjöttegunda hafa getað brugðist skjótar við þörfum og möguleikum markaðarins. Þá hefur verð á innlluttu fóðri farið lækkandi á síðustu árum, m.a. vegna niður- greiðslna á korni erlendis og lækkandi fóðurgjalda hér á landi. Þetta hefur styrkt samkeppnisstöðu svokallaðra komkjötgreina gagnvart kjötgreinum sem nota mest innlent fóður. Þá er ótalið það sem skiptir hér inestu en það er að markaðsfærsla kindakjöts hefur dregist aftur úr á sama tíma og verulegar framfarir hafa orðið í markaðsfærslu annaiTa tegunda kjöts. Þannig er að á síðustu ára- tuguin hefur orðið sú þjóðfélagsbreyting að áhugi á fljótlegri og auðveldri matai'gerð á heimilum hefur stóraukist. Hjón vinna yfirleitt bæði utan heimilis, tíminn er dýrmætur og þar af leiðandi vex áhugi fólks á einfaldri matreiðslu. Hið sama gildir um viðhorf þeiixa sem búa einir/einar. Við þessar aðstæður hefur kindakjöt orðið undir í samkeppni við annað kjöt. Að auki hefur allt kjöt átt í harðnandi samkeppni við önnur matvæli, svo sem fisk og jurtafæði hvers konar, e.t.v. með smávegis kjötinnihaldi. Þar má m.a. nefna pitsur og pasta. Hér má minna á að hráefni í mat úr jurta- ríkinu er ódýrara en í kjötrétti og minna iná á að erfiðisvinna þekkist nú ekki í sama mæli og áður, þannig að þörf á staðgóðum mat hefur stóiTninnkað. Staða kindakjöts sem undirstöðufæða þjóðar- innar er þannig önnur en áður. Margir fúlsa við fitu í kjöti, en erfitt er að sneiða hjá henni í kindakjöti. Má vera að það hafi sín áhrif á það að í skyndibitaréttum er kindakjöt nær óþekkt eða sjaldgæft. Spumingin um stöðu kindakjöts í framtíðinni er framar öðm sú hvemig hér er unnt að bregðast við. Breyttu þjóðfélagi þarf að bregðast við á nýjan hátt, þar sem allir hlutaðeigandi, frá bóndanum til smásölunnar, geri sameiginlegt átak með tilitit til þeima þjóðfélagsaðstæðna sem nú iikja. Afar misjafnt er hve alvarleg sú staða, sem hér hefur verið lýst, er í augum fólks og hvaða leiðir em taldar vænlegastar til úrlausnar. Hafa vanda- mál sauðfjárræktar einhverja sérstöðu borið saman 236 FREYR - 6. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.