Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 5

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 5
Ffifi RITSTJÓRN við vandamál í öðrum búgreinum eða yfirleitt vandamál í hvaða atvinnustarfsemi sem er? Hætt er við að svörin við því yrðu margvísleg. Og er nokkuð flóknara að leysa þau vandamál en önnur hliðstæð? Stikkorðin liggja fyrir í ræðum og ritum og eru nokkuð á eina lund innan landbúnaðar sem utan. Þau eru að fækka fjárbændum verulega og gefa þeim sem eftir verða færi á að nýta betur framleiðsluaðstöðu sína. Kvótakerfi verði lagt niður og framleiðni í sauðfjárrækt aukin, for- sjárhyggju- og fortíðarsinnar leystir frá störfum og fólk með nútíma hugsunarhátt taki við stjóm mála. Raunsætt mun að ætla að fjárbúum fækki verulega á t.d. næstu fimm árum, jarðir fari í eyði, fólk finni sér önnur störf, verði atvinnulaust eða fari á eftir- laun, og þróunin haldi sínu striki. Menn em varaðir við að láta blekkjast af gyllivonum um að erlendir markaðir fyrir lífrænt/vistvænt vottað kindakjöt bjargi nokkru. Vissulega eru engin pottþétt rök til gegn þvf að þessi verði raunin, þó að allra leiða verði leitað til að afstýra því. Kannski tekst að milda höggið eitthvað og ekki er heldur unnt að afsanna að framundan sé uppsveifla í sauðfjárrækt, þar með talið á útflutningi fyrir á hinn svokallaða lífræna/vistvæna markað. Út frá sjónarhomi markaðs- og hagfræði gæti málið þar með verið útrætt, en mannlíf á sér fleiri sjónarhorn og fleira en þröng sjónarmið hagfræðinnar myndar mósaik lífsins. Þar má nefna umgengni við náttúruna og virðingu fyrir henni, menningu, og sögu þjóðarinnar, samhygð hennar og hin hinstu rök. Allt eru þetta viður- kenndar þarfir manna en þróun samtímans og nálægrar fortíðar hefur verið og er á þá leið að hver þessara þarfa er sífellt meira einangruð frá öðrum þáttum mannslífsins og rækt út af fyrir sig. Viðurkenning á þeim er einnig oft tengd því að unnt sé að afmarka þær í tíma og rúmi. Hér er fróðlegt að rifja upp þegar snjóflóðin féllu í Súðavík 16. janúar sl. og hinar hörmulegar afleiðingar þeirra, m.a. missi mannslífa. Anægju- legt var að upplifa þann samhug sem myndaðist með þjóðinni og þá gjafmildi sem þjóðin sýndi í söfnun sem þá fór fram. Atvikið var afmarkað í tíma og rúmi og snart þjóðina djúpt. Á hinn bóginn er Ijóst að margir upplifa sáran ástvinamissi og missi á eigum sínum og búa við langvarandi erfíðar aðstæður og óhamingju án þess að það skapi tilsvarandi samhygð þjóðarinnar og er þá ekki gert minna úr áfalli Súðvíkinga. Þjóðfélagið telur eðlilegt að styðja menning- arstarfsemi og listamenn. Stuðningur við Sinfóníu- hljómsveit Islands er m.a. rökstuddur með því að fjölþjóðleg fyrirtæki sem hafa áhuga á fjárfest- ingum og rekstri hér á landi líti á Island sem gimi- legri kost fyrir það að hér starfar Sinfóníuhljóm- sveit. Menningin hefur þar hagfræðileg tengsl. Nú á tímum er því haldið á lofti að varðveita beri og hlúa að fjölbreytni. Athygli hefur beinst að þjóðabrotum og fámennum þjóðum sem áður þóttu ekki par fínar, eða sérstökum staðbundnum siðum og venjum sem er stolt fbúanna á viðkom- andi stöðum. Ofgnótt og skorti er þannig misskipt nú á dög- um að fólk er víða of margt og hefur ekki verk að vinna, mikið er til af fjármagni og það leitar sér bestu ávöxtunar, náttúruauðlindir skerðast ár frá ári, víða hallar undan lífsskilyrðum vegna þess að umhverfi spillist og landrými verður sí- fellt verðmætara. Hvað kemur þetta við sauðfjárrækt á Islandi og vandamálum hennar? Það kemur henni þannig við að með hruni sauðfjárræktar bfður íslensk menning hnekki. Laxdælasaga í eyðibyggð er ekki hin sama og í lifandi byggð. Hið sama gildir um sögusvið Njálssögu, Egils sögu, Grettis sögu og Hrafnkels sögu Freysgoða svo að fáein dæmi séu nefnd. Sauðfjárrækt á íslandi er hliðstæð vínrækt í Rínardal, sel- og hvalveiði á Grænlendi og þannig hafa margir staðir á jörðinni lífsfram- færi sitt og menningu samofna, en ekki í afmörk- uðum skúffum eins og nútíminn og verkaskipt- ing hans hefur fært okkur. Niðurgreiddur skipasmíðaiðnaður erlendis hefur valdið íslenskum skipasmíðaiðnaði þung- um búsifjum á undanförnum árum þannig að rík- isvaldið hér á landi greip í taumana honum til styrktar. Sighvatur Björgvinnsson sem stóð fyrir þeim hjálparaðgerðum sem iðnaðarráðherra kallaði það hins vegar kommúnisma að styðja sauðfjáiTækt hér á landi. Þannig er lífið og ís- lensk sauðfjárrækt, íslensk menning og íslenskt þjóðlíf gengur á vit nýrra tíma. M.E. 6.’95- FREYR 237

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.