Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 6

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 6
Það þarf að hefja samvinnuhugsjónina aftur til vegs Viðtal við Steinólf Lórusson í Ytri-Fagradal í Dalasýslu Steinólfur Lárusson í Ytri-Fagradal er kunnur fyrir hressilegar skoðanir á mönnum og málefnum, settar fram á líkingaauðugan og safaríkan hátt. Fréttamaður Freys lagði leið sína til hans ásamt Jóni Viðar Jónmundssyni, ráðunauti hjá BÍ og tók Steinólfur gestunum og kvabbi þeirra vel. Fyrst var hann beðinn um að segja á sér deili. Heilsan er farin að láta sig, maður er farinn að liggja undir skemmdum, kominn yfir sextugt. Það var gott að vera í vorselnum tneðan dilksverð fékkst fyrir skinnið. Ég er fæddur á þessari þúfu og hef verið hér síðan. Ég er módel 1928. Skólaganga mín var í lágmarki, það var dálítið ríkjandi stefna hjá sumum í þessari sveit að ef maður færi á búnaðarskóla, þá væri það vísasti vegur til að verða aumingi. Ég hefði þó getað farið í skóla ef ég hefði nennt því, en ég sleppti því, sennilega hefði ég verið rekinn úr öllum skólum. Ég datt svo inn í búskapinn hér alveg af sjálfu sér. Kona mín heitir Hrefna Ólafs- dóttir, ættuð austan úr Hamarsfirði. Ég var svo illa kynntur hér að ég varð að fara langt. Við eigum fjögur börn, þrjár stelpur og einn strák. Yngsta dóttir mín er farin að búa hér nteð holdanaut. Ég er sjálfur með sauðfé. Ég lenti í riðuniðurskurði og dró þá nokkuð í land, en er með 160 ærgilda greiðslumark. Það gerði líka að heilsan var farin að láta sig, maður var farinn að liggja undir skemmdum, kominn yfir sextugt. Eitthvað fleira býrð þú þó við? Já, ég hef hlunnindi af æðarvarpi hér í eyjum undan landi, en verðið á dúninum hefur lækkað. Meðan þetta var á einni hendi hjá SÍS gamla þá gekk þetta sæmi- lega. Þeir segja manni að það spili inn í verðfallið að nú sé hætt að nota þetta í her- gögn, í úlpur fyrir herflugmenn, eftir að friður braust út. En jörðin á hér eyjar undan landi? Nei, ég keypti þetta, það heyra engar eyjar hér undir Ytri-Fagradal. Þetta eru 1/4 af Akureyjum. Þar var búið í eina tíð en ekki mjög lengi. Þetta var áður fyrr nýtt frá jörðinni Búðardal hér á Skarðsströnd. Steinólfur Lárusson. (Freysmynd). Þarna bjó á síðustu öld séra Friðrik Eggerz, kunnur maður, sem skrifaði end- | urminningar sínar. Góður búskapur lagðist af í Akureyjum 1946, en eftir það bjó þama um nokkur ár einn maður eða til ársins 1954. Nýtir þú önnur hlunnindi en œðardún? Nei, ekki núorðið, en ég var lengi hér áður í vorselnum. Það gekk ágætlega 238 FREYR - 6. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.