Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 7

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 7
meðan dilksverð fékkst fyrir skinnið. Svo var líka haustselur, þ.e. útselskópar uppi- dráp. Við vorum tveir í því og höfðum á leigu mikið af eyjum. Það losaði um 200 skinn á ári en það var minna fyrir þau skinn. Þetta var góð búbót meðan það var og hét en svo lagðist þetta allt niður. Annars hefur vorselnum fækkað hér, kóparnir fara svo mikið í grásleppunetin, ég óttast að landselnum verði útrýmt hér um slóðir. Var ekki kjötið nýtt líka? Jú, jú, það var nýtt hér á öllum bæjum, bæði nýtt, saltað og reykt. Það er til vísa um það, úr sveitarrímu: Skarðstrendingar skönvnóttir skelfing hafa í belgnum, eru líka akfeitir uppidráps- afselnum. Það er eitt sem þarf að gera og það er að kenna ungu fólki að éta mannamat og það er ekki nokkur vandi. Strákarnir sem voru héma hjá mér, úr Reykjavík, þeir vöndust á að éta sel. Nú eru þetta fullorðnir menn og eiga sínar fjölskyldur og ég hef verið að gauka að þeim einni og einni soðningu, suður. Þá er haldin veisla úti í bílskúmum, því að frúrnar kunna ekki að meta þetta og finnst ólykt af þessu inni í íbúðum. Og ef þetta er í blokk, þá byrja alls konar hryðj- ur, hvað sé verið að framleiða þarna. Ef unga fólkið væri vanið á kindakjöt þá væri engin offramleiðsla á því, en núna em þetta pitsur og pöstur. Það er gaman af öllu svona í eyjum, það er rosalega fínt. Þar verpir mikið af gæsum og tengdasonur minn hefur tekið gæsaegg og ungað þeim út, þetta 60-70 unga á sumri í uppeldi og væri hægt að hafa miklu fleiri. Aligæsir af gamla stofninum, sem hér eru til, taka þessa unga í fóstur og passa þá vel. Hins vegar er óttalegt vesen að slátra þessu og reyta þetta. Þá reyni ég alltaf að koma mér að heiman. Hafið þið ekkert verið í þang- skurði? Jú, bæði á prömmum og svo pmfaði ég með krökkunum mínum hér áður fyrr að handskera þetta og setja í poka og það gekk prýðilega og við höfðum gott upp úr okkur, en það er heilmikið púl og sull við þetta. Við tökum þetta á fjörunni og mok- um þessu upp með dráttarvél. Sumir slógu þetta með orfi og ljá. Þangið vex ekki nema þar sem gætir flóðs og fjöm, á meira dýpi tekur þarinn við. Hann er líka nytjaður og til þess not- aðir bátar. Það er jarðhitinn á Reykhólum sem gerir það hagkvæmt að þurrka þetta. I þanginu er þurrefnishlutfallið svipað og í grasi en í þara þetta 10-20%. Svo er hér grásleppa? Já, og þar gengur á ýmsu. Sum árin eru prýðileg. Mér er sagt að sá sem gerir hér út á grásleppu geti fengið tvö ár góð af hverj- um fimm. Sumir telja að grásleppan sé of- veidd, en það er í sjónum eins og annars staðar að hver étur annan og þar má enginn hlekkur bresta. Það hefur t.d. aldrei verið rannsakað hvaða afleiðingar það hafði þegar mar- hálmurinn hvarf héma. Það hefði verið verðugt verkefni fyrir líffræðinga. Eg rnan eftir öllum leimm hér eins og besta hafra- akri af marhálmi. Svo er það að upp kemur jurtasjúkdómur í Atlantshafi sem útrýmir þessu. Það byrjaði árið 1936 og mar- hálmurinn var horfinn árið 1939. Síðan Ungir sem aldnir njóta eyjalífsins. Ég man eftir öllum leirum eins og besta liafraakri af marhálmi. Mikið hvannstóð kemur í eyjarnar eftir að hœtt er að hafa kindur þar. 6. ’95 - FREYR 239

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.