Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 18

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 18
Verndun og nýting íslenskra laxastofna Bjarni Jónsson, fiskifrœðingur Laxveiði er víða mikil hiunnindi fyrir veiðiréttareigendur og skemmtun fyrir veiði- menn. Miklu hefur því verið til kostað til þess að hafa áhrif á laxagöngur, oft af meira kappi en forsjá. Mikill áróður hefur verið rekinn fyrir seiðasleppingum en minna hefur farið fyrir umrœðu um neikvœð áhrif þeirra og hvernig megi hugs- anlega draga úr slíkum áhrifum. Slík umræða hefur hins vegar verið í brennidepli utan Islands. Það er tilgangur þessarar greinar að bæta úr því og draga saman þá þekkingu sem aflað hefur verið á undanförnum árum. Sérstaða stofna og gildi hennar Ekki eignast allir fiskar jafn mörg afkvæmi sem komast á legg. Þar eru á ferðinni eðlilegir valkraftar náttúrunnar. Nú á tímum skipta áhrif mannanna ekki síður máli. Það er því mikilvægt að hafa lang- tímasjónarmið í huga þegar áætl- anir urn nýtingu og verndun eru gerðar. I hverri tegund og hverjum stofni eru fólgin örlög forfeðranna. Hver stofn ætti því að vera best aðlagaður að því umhverfi sem fóstrar hann. Miklu skiptir að að- stæður eru ekki ævinlega eins og þær eru nú. Hæfni tegundar eða stofns til að laga sig að breyttum aðstæðum í framtíðinni er ekki síð- ur mikilvæg sem og hæfni til þess að geta haldið áfram að þróast. í þessu er fólgin trygging fyrir áfram- haldandi tilvist og neisti að myndun nýrra tegunda. Einstakir stofnar eru útverðir við- komandi tegunda í þeirn skilningi að þeir varðveita aðlögun tegundar að mismunandi aðstæðum. Stofnar eru lagaðir að aðstæðum á hverjum stað og í sameiningu mynda þeir það svið umhverfisaðstæðna er teg- undinni er mögulegt að takast á við. Við þetta er átt þegar talað er um mismunandi stofna (15). Þegar stofnar eða breytileiki innan þeirra Bjarni Jónsson. tapast fækkar því útvörðum við- komandi tegundar. Náttúrulegar villur hjá laxi á leið á upprunastað hér á landi eru til dæmis taldar vera um 5%. Þannig fá stofnar inn nýjan efnivið án þess þó að glata þeim eiginleikum sem aðstæður hafa skapað og varðveittir eru á hverjum stað. Það hvarflar að fáum nú til dags að flytja laxastofna á milli ár- kerfa enda takmarkanir á því í nú- verandi lax- og silungsveiðilögum. Aökomulaxar af eldisuppruna Þrátt fyrir að nú sé þannig búið urn hnútana að fólk flytji ekki fiska á milli vatnakerfa gerist það samt með óbeinum hætti. Sá feikna fjöldi seiða sem sleppt er í hafbeit hefur leitt til þess að aðkomufiskum fjölgar mjög í laxveiðiám landsins vegna gönguvillu. Við þetta geta bæst laxar sem sleppa úr sjókvíum. Oft er efniviður eða hluti hans í haf- beitar- og kvíaeldisstöðvum ætt- aður svo langt að þannig að laxar sem villast í nærliggjandi ár eru meira framandi en ella. Líklega steðjar meiri hætta að laxi í smærri laxveiðiám vegna gönguvillu hafbeitarlaxa en í þeim stærri. Sumarið 1993 voru t.d. um 10% veiðinnar í Laxá í Refasveit (2) úr gönguseiðasleppingum þrátt fyrir að engum slíkum seiðum hafi verið sleppt í ána. Þetta er einnig þekkt vandamál í Húseyjarkvísl (3) og Fnjóská (4). Við þetta bætast svo smáseiðasleppingar af eigin stofni í árnar. Veiðimálastofnunin í Oregon í Bandaríkjunum (þar sem greinar- höfundur hefur dvalið við nám) setur 10% blöndun við eldisfiska af öðrum stofnum sem hámark þeirrar blöndunar sem megi eiga sér stað svo að náttúrulegur laxastofn sé ekki talinn í hættu. (5). Ólíkir valkraftar í nóttúrunni og eldisstöðvum Nú er svo komið að áberandi hluti laxa í ám víða um landið dvel- ur fyrstu æviskeið sín í eldisstöð. Þetta leiðir til þess að í stað þess að ólíkir stofnar haldi áfram að laga sig að sínum náttúrulegu aðstæð- um, aðlagast allir stofnarnir að sömu eldisaðstæðunum. Með því að velja til undaneldis laxa af eldis- uppruna viðhöldum við slíku vali (24, 25). Leið til þess að minnka hættuna á slíkum áhrifum er að nota einungis þá laxa til undaneldis sem 250 FREYR - 6. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.