Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 19

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 19
hafa alið allan sinn aldur í nátt- úrunni. Einfalt er að taka hreist- urssýni og skera úr um hvort ein- stakir fiskar séu af náttúrulegum uppruna eða ekki. Þeir fiskar sem ekki eru af náttúrulegum uppruna eru fjarlægðir jafnvel þótt það leiði til þess að fjöldi klakfiska verði ekki nægjanlegur til að uppfylla skilyrði um fjölda foreldra eða um væntanlegan fjölda seiða til slepp- inga. Spurningin snýst í raun um það hvað eigi að hafa forgang í ís- lenskri fiskrækt: Að halda stofnum sem upprunalegustum eða að þróa eldisstofna? Reyndar er ekki síður mikilvægt fyrir þróun heppilegra eldisstofna að viðhalda erfðabreytileika í þeim eins og í villtum stofnum ( 22, 29, 6). Það getur verið nauðsynlegt að taka inn nýjan og ósnortinn efnivið reglulega til þess að bæta núverandi eldisstofna, mynda nýja og vinna gegn skyldleikaræktun (15). Til dæmis eru náttúrulegir stofnar í grennd við viðkomandi hafbeitar- stöð líklegastir til að koma að gagni við kynbætur. Það er því eins gott að þeir séu fyrir hendi. Ekki er síður mikilvægt fyrir þá sem stunda lax- eldi með einum eða öðrum hætti að náttúrulegir stofnar séu vemdaðir því í þeim eru möguleikar fram- tíðarinnar fólgnir (15). Mikilvægt er að sleppt sé jafn mörgum seiðum undan hverju for- eldri sem notað er til undaneldis. Ef það er ekki gert er verið að verð- launa þá fiska sem best em aðlag- aðir að eldisaðstæðum og þannig stuðlað að þróun eldisstofns í ánni (13). Laxar sem em aðlagaðir að eldisaðstæðum geta haft einhverja eiginleika er reynast vel við eld- isaðstæður en miður við náttúm- legar aðstæður (13, 27, 10) Það má til dæmis vera að heppilegur hrognafjöldi og hrognastærð sé ekki sá sami hjá laxi í eldisstöðinni og í viðkomandi á. I náttúrunni skipta þættir eins og afrán, vaxtar- hraði, fæðuframboð og dánartala seiða meira máli (13). I eldi skiptir hrognamassinn meira máli. Þeir fiskar sem verja mikilli orku í hrogn koma fleiri afkomendum áfram. Þegar meiri orku er varið í hrogn verður minna eftir til eigin viðhalds. Val fyrir auknum hrogna- massa er því val gegn þeim eigin- leika laxa að ganga oftar en einu sinni í árnar. Stórlöxunum gæti því fækkað. Rannsóknir á eldisstofnum og náttúrulegum stofnum Kyrra- hafslaxa hafa einmitt sýnt að þró- unarfræðilegar breytingar á eldis- stofnum hvað varðar þessa eigin- leika geta átt sér stað á undra- skömmum tíma. Dæmi um það eru breytingar á líkamslögun, hrygn- ingarlitum, hrognastærð og hrogna- massa (7). I eldisstöð getur einnig verið að valið sé gegn ákveðnum eiginleikum hegðunar eins og árás- argimi, vegna þess að aðstæður þar verðlauna ekki slíka hegðun eða með ólrkum hætti en í náttúrunni. Vera má að þessir sömu eiginleikar nýtist vel þegar kemur að hrygn- ingu og makavali (13), auki lík- urnar á því að fiskur taki agn eða komi að notum í baráttu seiða fyrir ákveðnum búsvæðum í ánum. Valkostir í fiskrœkt Annað sem skilur á milli nátt- úrulegra aðstæðna og eldisað- stæðna er hin háa dánartíðni á fyrstu æviskeiðum í náttúrunni samanborið við eldisaðstæður. í eldi er því afkvæmum sem ekki hefðu lifað af fyrstu æviskeiðin í náttúrunni skotið undan náttúruval- inu (27). Því er betra að seiði úr eld- isstöð komist sem fyrst í náttúmlegt umhverfi. Samkvæmt því eru smá- seiðasleppingar hættuminni en gönguseiðasleppingar og hrogna- gröftur skársti kosturinn þar sem því verður við komið. Vegna þessa hefur síðastnefndi kosturinn, þó hann sé ekki gallalaus, notið vax- andi vinsælda á kostnað hinna í Norður Ameríku (10). Sú fiskræktaraðgerð sem mestur vaxtarbroddur er í í íslenskum lax- ám er búsvæðagerð. Slrkar aðgerðir eru mun vistvænni en seiðaslepp- ingar sérstaklega þegar í hlut eiga litlir og viðkvæmir laxastofnar. Búsvæði fyrir laxaseiði hafa tapast vegna vegagerðar, orkumannvirkja og landvama svo að dæmi séu tekin. Auk þess hefur landbúnaðarbylt- ingin og framræsla lands víða orðið til þess að gera vatnsbúskap óstöð- ugri og auka framburð af fínum jarð- vegi og möl. Við það hafa tapast búsvæði fyrir laxa og aðrar lífvemr. Tilbúin búsvæði em því ekki ónátt- úruleg viðbót heldur má líta svo á að verið sé að nokkru að færa aðstæður til fyrra horfs. Aukinn áhugi er fyrir því að sameina vamir gegn landbroti og búsvæða og/eða veiðistaðagerð. Með búsvæðagerð er átt við veiga- lítil mannvirki sem ekki geta í nein- um skilningi talist umhverfisspjöll. Þau geta m.a. verið litlir grjótgarðar, gijóthrúgur eða opnun grýttra hlið- arfarvega sem hafa lokast af manna- völdum eða vegna framburðar. Raunveruleg stofnstœrð og skyldleikarœktun Við verndun einstakra laxastofna skiptir stofnstærð miklu máli. Ef stofn er ekki nægjanlega stór þá getur tapast erfðafræðilegur breyti- leiki innan hans og hætta verður á æxlun á milli skyldra einstaklinga. Raunveruleg stofnstærð markast hins vegar ekki af heildarfjölda fiska, heldur einnig af kynjahlut- falli, fjölda fiska sem þátt taka í æxlun og hvernig þeir raðast sam- an. Ojafnt kynjahlutfall verður til þess að gera raunvemlegan hrygn- ingarstofn minni. Ef við miðum við litla laxveiðiá þar sem veiðiálag er um 50% og gemm ennfremur ráð fyrir því að eftir hafi orðið 10 hrygnur og 23 hængar, þá er raun- vemlegur hrygningarstofn ekki 33 laxar heldur 28 vegna áhrifa kynja- hlutfallsins. Stofn sem telur til að mynda 50 hænga og 50 hrygnur er allt að því 2,8 sinnum stærri erfðafræðilega séð en stofn sem telur 10 hrygnur og 90 hænga (13). Miðað við 10 hrygnur og 23 hænga næmi aukning á skyldleika- ræktun er tæki til einnar kynslóðar 1,8%. Því hefur hins vegar verið haldið fram að stofnar geti þolað um 1% innræktun ef um skamman tíma sé að ræða (23) en það sam- svarar raunverulegum hrygningar- stofni er telur 50 fiska. Það skal samt tekið fram að útreikningar sem þessir byggja á formúlum er þróaðar hafa verið fyrir stofna þar sem hrygning árganga dreifist ekki á mörg ár (28, 27) eins og hjá Atlantshafslaxinum. Líklegt er að undir slíkum kringumstæðum sé raunveruleg stofnstærð meiri en ella (19, 27). Raunveruleg stofn- stærð er teldi 25 - 50 hrygningar- 6.'95- FREYR 251

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.