Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 20

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 20
físka myndi engu að síður vera of lítil til að viðhalda eðlilegum erfða- breytileika til lengri tíma (28). Segja má að laxinn setji ekki öll eggin í sömu körfuna því að lífsaga laxa er ólík. Seiði ganga misgömul til sjávar og ekki á sama tíma ársins. Jafnframt dvelja laxar mis- lengi í sjó. Sumir ganga einu sinni til sjávar en aðrir oftar. Hver stofn hefur sín sérkenni hvað þetta varðar sem ber vott um aðlögun hans að aðstæðum sínum. Laxar af ólíkum stofnum bregðast við aðstæðum í kynjahlutfall sé tekið með í reikn- inginn eða æxlun á milli árganga) næmi tap á erfðabreytileika um 1,6% miðað við eina kynslóð. í okkar dæmi er þetta ekki vandamál svo lengi sem þetta er tímabundið ástand. Tilviljunarkennt tap á erfða- breytileika yfir lengri tíma, s.k. genflökt, getur hins vegar skapað alvarleg vandamál ef stofnstærðin er takmörkuð. Þannig myndu 90% af upprunalegum breytileika verða eftir í 50 fiska stofni eftir 10 kyn- A B Illa aðlagaður stofn Vel aðlagaður stofn að nýta Mynd 1. A) hœfni stofhs til þess að nýta sér umhverft sitt er takmörkuð, til dœmis vegna lítils breytileika eða slœmrar aðlögunar, B) hœfni stofns til þess að nýta sér umhverfi sitt er góð. (Mynd aðlöguð frá William Liss). umhverfi og árferði eftir því sem erfðafræðilegir eiginleikar og breytileiki leyfir þeim (20, 17, 21). Hver einstakur fiskur reynir á ævi- skeiðinu að laga sig sem best að aðstæðum, ekki síður en stofninn í heild gerir til lengri tíma með nátt- úruvali. Því er mikilvægt að standa vörð um þennan lífssögulega breytileika. Tap á erfðabreytiieika Þegar fjöldi físka ntinnkar veru- lega tímabundið má kalla það erfðafræðilegan flöskuháls. Það getur haft í för með sér tap á erfða- breytileika innan stofns. Miðað við 32 fiska sem æxlast innbyrðis með fullkomlega tilviljunarkenndum hætti (án þess að hugsanlega ójafnt slóðir. Ef hins vegar væri miðað við 12 fiska yrði aðeins 65% af upprunalegum breytileika eftir í stofninum eftir 10 kynslóðir. Til- viljunarkennt tap erfðabreyti- leikans þarf ekki endilega að þýða að skyldleikaæxlun hafi orðið, heldur er um að ræða tap á arf- blendni og ákveðnum eiginleikum (sem hafa áhrif á hæfni einstakl- inga) vegna smæðar stofns. Hins vegar getur skyldleikaæxlun orðið vandamál ef stofnar eru mjög litlir, sérstaklega yfir lengri tíma. Áhrif skyldleikaæxlunar geta komið fram með ýmsum hætti, svo sem í minni lífslíkum og í áhrifum á eiginleika eins og heppilegan hrognafjölda, frjóvgunarhlutfall, vöxt og atferli (13). Seiðasleppingar Tíundað hefur verið hvaða afleið- ingar það getur haft ef hrygn- ingarstofn er smár. I mörgum ís- lenskum ám þar sem stofnar eru tiltölulega litlir þarf að hafa í huga að fiskræktaraðgerðir er ekki hægt að stunda með sama hætti og í stærri laxveiðiám. I smærri ánum er erfitt að safna eins mörgum klak- fiskum og æskilegt er til að við- halda breytileika í stofninum. Við litlar laxveiðiár víða um land hefur það viðgengist um árabil við klak- fískatöku að aðeins séu teknar ein til tvær hrygnur og einn til tveir hængar úr hveni á. Mörg þúsund sleppiseiði sem framleidd eru til sleppinga í þessar ár geta því jafn- vel verið undan einungis tveimur til fjórum löxum. Einnig er stundað, þó að af minni neyð sé, að nota fáa hænga á margar hrygnur úr stærri laxveiðiánum. Ókostimir ættu að vera augljósir. I náttúrunni er það algengara að hængar séu fleiri en hrygnur og hrogn frá einni hrygnu séu frjóvguð af fleirum en einum hæng (9). Með seiðasleppingum má stund- um til skemmri tíma fjölga þeim löxum sem skila sér í árnar og auka þannig tekjur af veiði. Mikilvægt er í því sambandi að gera greinarmun á ám sem hafa um langan aldur fóstrað eigin laxastofna annars veg- ar og hins vegar á ám sem ekki eru laxár af náttúmnnar hendi. í þeim síðarnefndu er laxi viðhaldið í án- um með umfangsmiklum og stöð- ugum seiðasleppingum eða með sleppingum á hafbeitarfiskum úr nærliggjandi hafbeitarstöðvum. Þessar ár eru oft ágætis bleikju- eða sjóbirtingsár en of kaldar, skjóllitlar og/eða snauðar fyrir laxaseiði. Urriði og bleikja geta hins vegar liðið fyrir miklar og tíðar laxaseiða- sleppingar. I þeim tilfellum er ekki um að ræða náttúrulega laxastofna heldur eldis- og hafbeitarstofna því að nýliðun fer að mestu eða öllu leyti fram í eldisstöðvum. Veiðar á físki af ýmiss konar eld- isupprana hafa notið vinsælda hér á landi að undanförnu. Nægir að nefna stangveiði á regnbogasilungi í Hvammsvík og laxi í Rangám. Þegar talað er um náttúrlega físki- stofna í þessari grein er ekki átt við 252 FREYR-6.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.