Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 26

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 26
Magnús Óskarsson, Bændaskól- anum á Hvanneyri. Nefndin tók strax til starfa og setti sér það markmið í upphafi að skila landbúnaðarráðherra áliti í mars 1995. Haldnir voru sjö formlegir fundir í nefndinni en að auki unnu nefndarmenn að ýmsum þáttum málsins á milli funda, beittu sér fyrir dagskrá um lífrænan landbúnað á Ráðunautafundi 1995 og höfðu þar framsögu á ljölmennum fundi þar sem einnig var fjallað um lagasetn- ingu og reglugerðarsmíð, í samvinnu við yfirdýralækni. Reyndar hafa tveir nefndarmanna, þeir Ólafur og Kristján, einnig unnið að þeim mál- um. Þannig voru þessir þættir tengd- ir saman og hafði nefndin lögin og reglugerðardrögin til hliðsjónar í starfi sínu. A fyrstu fundum nefnd- arinnar var lögð áhersla á söfnun ýmissa gagna og upplýsinga. Eftir- taldir aðilar mættu á fundum og greindu frá viðhorfum sínum til ýmissa faglegra þátta varðandi líf- rænan búskap: Andrés Arnalds, Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, Árni Bragason, Rannsóknarstöð Skógræktar rfkisins á Mógilsá, Brynjólfur Sandholt, yfirdýra- læknir, landbúnaðarráðuneytinu, Grétar J. Unnsteinsson, Garð- yrkjuskóla ríkisins á Reykjum, Haukur Halldórsson, Samein- uðum bændasamtökum, Jónas Jónsson, Sameinuðum bændasamtökum, Lena Fernlund, Bændaskólanum á Hvanneyri, Magnús B. Jónsson, Bændaskól- anum á Hvanneyri, Sveinn Runólfsson, Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, Þorsteinn Tómasson, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins. Jón Bjarnason, Bændaskólanum á Hólum var einnig boðaður á fund í nefndinni en hann gat ekki komið því við að mæta og kynnti hann viðhorf sín með öðrum hætti. Allar fundargerðir og önnur fylgigögn eru tilgreind í sérstakri skrá,sjá rammagrein á næstu síðu. III. Niðurstöður a) Búskapur. Þótt reynsla af lífrænum búskap sé lítil hér á landi eru augljósir helstu kostir og gallar forsendna slíkra framleiðsluhátta við íslensk skilyrði. Þá má draga saman með eftirfarandi hætti: Frá upphafi var nefndinni ljóst að skortur á lífrænum áburði, erfið- leikar við belgjurtarækt og þar af leiðandi annmarkar á öflun vottaðs lífræns fóðurs, væru þær tæknilegu tálmanir sem erfiðastar yrðu við- ureignar við eflingu lífræns land- búnaðar á Islandi. Því var lögð megin áhersla á að kanna þá þætti, svo sem m.a. kemur fram í fskj. 15, 16 og 22. Aftur á móti ber að horfa til þess að úr mörgum vankantanna má bæta, jafnvel með litlum eða engum tilkostnaði, en til að draga úr þeim sem mestu máli skipta, svo sem skorti á lífrænum áburði og fóðri, verður ekki komist hjá mark- vissu rannsókna- og þróunarstarfi tengdu kennslu og leiðbeiningum. I því sambandi má nefna að ýmiss konar lífrænt hráefni sem nýta mætti til áburðarvinnslu fer for- görðum, svo sem frá sláturhúsum og sjávarútvegi. Af þeim margvíslegu upplýs- ingum sem nefndin aflaði, og með hliðsjón af framansögðu má ráða að hinar ýmsu búgreinar hafa misgóð skilyrði til lífrænnar aðlögunar, bæði vegna tæknilegra aðstæðna við framleiðslu og vinnslu og vegna missterkrar stöðu á búvörumark- aðnum. Þær búgreinar sem einna best skilyrði hafa til að framleiða vottaðar lífrænar afurðir eru sauð- tjárrækt (kjöt, aðrar sláturafurðir og ull), hrossarækt (kjöt og mjólk), garðyrkja, bæði útiræktun og í gróðurhúsum (margar tegundir svo sem gulrætur, kartöflur, rófur, kál, tómatar, agúrkur, paprika, krydd- jurtir), kornrækt (bygg), bleikju- eldi, hafbeit, silungs- og laxveiði í ám og vötnum svo og nýting ýmissa annarra hlunninda (fjalla- grös, kryddjurtir, söl, æðardúnn). Vissulega eru einnig skilyrði í öðrum búgreinum þótt þau séu erfiðari, einkum vegna lífrænna krafna til fóðuröflunar og aðbún- aðar í gripahúsum. Það á sérstak- lega við um alifugla- og svínarækt og að nokkru leyti um nautgripa- rækt. I mjólkurframleiðslunni bæt- ast við erfiðleikar í sambandi við flutning og vinnslu þar eð aðgreina verður mjólkina, ekki síst ef mjólk- urbúum fækkar enn mjög. Vert er að vekja athygli á þeirri staðreynd að aðlögun að lífrænum búskap er vænleg leið til hvers konar landbóta. Aðlögunaráætlanir eru gerðar fyrir einstakar jarðir og þær geta falið í sér markvissar áætl- anir um landgræðslu, skjólbelta- rækt og skógrækt. Meðal frumskilyrða þessa að bændur geti komið á lífrænum bú- Ahersla er lögð á sáðskipli í lífrœnni rcektun, gjarnan í tengslum við búfjárrœkt. 1 stað innifóðrunar skal nýta ýmisskonar beit eftir föngum. (Freysmynd). 258 FREYR - 6.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.