Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 32

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 32
Heyöflun handa mjólkurkúm 2. Há og rýgresi verkað í rúllum Bjarni Guðmundsson, Búvísindadeild - Hvanneyri Á síðustu árum hafa ýmsar breytingar orðið á fóðuröflun. Háin er víða orðin stœrri hluti vetrarfóðurs en áður var, m.a. vegna breyttrar tœkni við heyverkun. Með tilkomu rúllubindivéla er auðveldara að verka há en áður var. Kúabændur hefja nú slátt snemma og afköst við heyskap vaxa stöðugt. Þá hafa mörg síðustu árin verið góð grasár. Allt þetta hefur eflt hlut háarinnar í vetrarfóðruninni. Um ára- bil hafa margir bændur ræktað græn- fóður til þess að eiga kjamgott haust- fóður. Ýmsir hafa góða reynslu af grænfóðurrækt og verkun þess í plasthjúpuðum rúlluböggum. Sífellt er leitað leiða til þess að lækka framleiðslukostnað búvar- anna en í honum vegur þáttur fóð- ursins þungt. Síðsumars 1991 var því hafin á Hvanneyri athugun á verkun og nýtingu háar og græn- fóðurs handa mjólkurkúm. Græn- fóðrið var einært rýgresi. Með athuguninni skyldi: • bera saman öflun og verkun háar og rýgresis í rúlluböggum, • bera sarrian fóðrunarvirði hey- tegundanna tveggja með mœl- ingum á fóðuráti, nyt og þunga- breytingum kúnna, og loks • gera samanburð á hagkvœmni heyöflunaraðferðanna og undir- búa frekari rannsóknir á henni. Hér var ekki um afmarkaða til- raun að ræða, heldur skyldi athuga framleiðsluferilinn í heild með því að fylgjast með verkþáttum heyöfl- unar og fóðrunar eins og ætla má að þeir gerist við algengar aðstæður hjá bændum. Ferli fóðursins var fylgt frá ræktun, við slátt, verkun og geymslu og þar til fóðrun var lokið og fengist höfðu upplýsingar um viðbrögð kúnna við fóðrinu. Athugunin var gerð þrjú ár í röð til þess að fá mætti hugmynd um hugsanleg árferðisáhrif. Bjami Guðmundsson. ítarlega er greint frá framkvænrd og niðurstöðum verksins með skýrslu í Riti Búvísindadeildar á Hvanneyri nr. 7 1995. Hér verður því aðeins stiklað á helstu atriðum þess. Vinnubrögð og framkvœmd Rýgresið var vorsáð og einært vetrarrýgresi ræktað í haustplægð- um spildum sem voru í endurrækt- un. Háin var af yngri túnum. I þau hafði verið sáð A-grasfræblöndu á sínum tíma. í hánni bar mest á vall- arsveifgrasi. Ekki var borið á hána á milli slátta. Við sláttinn var uppskera mæld. Reynt var að velja þurrviðri til slátt- ar á rýgresinu. Það var látið liggja nokkra stund í sláttumúgunum. Það þornaði þó sáralítið - jafnvel þótt notuð hefði verið sláttuvél með múgtæti (knosara). Tvö seinni árin var heyið bundið beint úr sláttu- múgum með rúllubindivél. Háin var bundin í rúllur á ýmsum þurrk- stigum. Skyldi reyna að fá hug- mynd um áhrif þurrkstigsins á verk- un hennar og lystugleika. Engin hjálparefni voru notuð við verkun heysins. Rúllubaggar beggja heytegunda voru hjúpaðir sexföldu plasti og síðan geymdir utan dyra fram að fóðrun. Lystugleiki heysins var mældur með fóðrun fimm kúa hóps á hvorri heytegund. Átti hver kýr sér jafn- ingja hvað nyt og fleiri eiginleika snerti í samanburðarhópnum. I byrjun mælinga voru kýrnar á fjórðu og fímmtu mjaltaviku. Þær vógu þá 450-480 kg. Kýmar fengu tilraunaheyið tvímælt að vild en auk þess 2,5 kg af þurrheyi hver á dag. Til viðbótar fengu þær svo grunnskammt af kjarnfóðri sem ákveðinn var eftir nyt hverrar þeirra; sama magn á hvorn hóp. Heyát kúnna var mælt daglega, dagsnyt þeirra tvisvar til fimm sinn- um í viku og þungabreytingar hálfs- mánaðarlega. Þá var efnamagn mjólkur einnig mælt. Fóðrunarmælingarnar stóðu jafn- an á tímabilinu desember - janúar. Mæliskeiðin voru jafnan fimm vikna löng. Æskilegt hefði verið að hafa skeiðin lengri. Reynt var að vinna þau áhrif upp með þriggja ára endurtekningunni. Uppskeran og vinna við öflun heysins Uppskera talin í kg þurrefnis á hektara við hirðingu heysins reynd- ist vera þessi: 264 FREYR - 6. ’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.