Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 35

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 35
Dálítil hagfrœði um há og rýgresi Með því að fylgja ferli fóðursins frá ræktun til gjafa skyldi reynt að meta hagkvæmni þeirra tveggja aðferða sem reyndar voru. Forsendur ráða miklu um niðurstöður matsins. Hér verður þeirra helstu getið. Gert var ráð fyrir að túnræktin (eftir grænfóðurárið) tæki á sig all- an kostnað við frumvinnslu lands- ins, vörslu þess og vinnu við dreif- ingu búfjáráburðar í flagið. A móti njóti það arðs af honum. Kostnaður af dráttarvél með ámoksturstæki (afskriftir vextir, viðhald, eldsneyti) var reiknaður 850 kr./klst og kostn- aður af jarðvinnslutækjum 4500 kr. ha. Gert var ráð fyrir félagseign þeirra. Með sama hætti var kostnaður við heyvinnutæki áætlaður 5500 kr./ha. Með þessar forsendur og mældar tölur um vinnu, uppskem og nyt kúnna úr athugununum fékkst eftirfarandi yfirlit, þar sem fjárhæðir tákna krónur á hektara: Rýgresi Há Vinna 10.000 3.000 Dráttarvélavinna 14.800 4.400 Aburður, sáðvara, plast,.. 12.600 4.600 Kostn. v. jarðvinnslutækja 4.500 0 Kostn. v. heyvinnutækja 5.500 5.500 Útgjöld alls, kr./ha 47.400 17.500 Uppskera, kg þe./ha 3.470 1.890 Framl. kostn., kr/kg þe. 13,70 9,30 Mæld nyt, kg mjólk/kg þe. 1,8 2,0 Tekjur/útgjöld 7,0 11,4 Sama • án vinnu 8,9 13,8 Til nánari glöggvunar eru niður- stöðumar sýndar með súluriti á 2. mynd, þar sem kjarnfóðri hefur verið bætt við. Töluvert vantar á að rýgresið geti keppt við hána við þœr aðstœður og forsendur sem hér voru athugaðar. Ræður þar mestu hve dýrt það er í ræktun en líka að það nýttist lakar en háin í fóðmn kúnna. Úr því síðara má sennilega bæta að einhverju leyti með hjálp- arefnun við verkun heysins og/eða breyttri próteinfóðran. Til þess að ná sama tekju/útgjalda-hlutfalli og náðist með hánni hefði nýting rýgresisins að vísu orðið að batna um nær 60%. Hugsanlegt er að rýgresið geti óbeint greitt fyrir sig með öðmm hætti en uppskerunni, t. d. með betri túnum og meira fóðurfalli að endur- ræktun lokinni. Hafa þarf í huga að háarsprettan getur brugðist ekki síður en gænfóðurræktin. Kemur þá að því hve fóðurgrundvöllur búsins er traustur að öðru leyti. Er til forði sem ganga má á eða þarf að afla viðbótarfóðurs? Niðurstöðurnar benda hins vegar til þess að ræktun rýgresis sé við núverandi verðlag mun hagkvæmari kostur til öflunar fóðurs handa snemmbærum kúm heldur en kjamfóðurkaup. Að lokum Helstu niðurstöður heyöflunartil- raunanna á Hvanneyri, sem hér var sagt frá, má draga saman þannig: • Ræktun og verkun rýgresis í rúlluböggum er dýr aðferð við fóðuröflun samanborið við nýtingu háar. • Rýgresi verkast mjög vel sem vothey í rúllum. Laust vatn í hánni við bindingu í rúllur getur spillt verkun hennar. • Rýgresið ást heldur betur en háin. Háin nýttist hins vegar betur til mjólkutframleiðslu, miðað við hvert kg þurrefnis. • Sé kúm gefið mikið af blautu og sterkgerjuðu rýgresis- votheyi virðist sérstaklega þutfa að tryggja nægilegt og rétt prótein í dagsgjöf. • / athuguninni og með reikniforsendum hennar reyndist háin skila nær fjórtánföldum framleiðslukostnaði fóðurs (án launa) með afurðum kúnna. Rýgresið skilaði tœplega níföldum framleiðslukostnaði fóðurs. Kjarnfóðurblanda ætti hins vegar að geta skilað fjótföldu kaupverði sínu með mjólk við núgildandi verðlag. MOlflR Kartöfluneysla ó undanhaldi í Noregi Norskir kartöfluræktendur mega horfast í augu við það að kartöflu- neysla í Noregi er á undanhaldi. A 7. áratug aldarinnar var neyslan 80 kg af matarkartöflum á mann en var í fyrra, 1994, 50 kg á mann. Á móti kemur hins vegar að sala á unnum vöram úr kartöflum svo sem kart- öfluflögum og frönskum kartöflum hefur aukist eða út 5 kg/mann árið 1969 í 20 kg/mann árið 1994. Frá síðustu aldamótum hefur kartöflu- neyslu í Noregi minnkað um helm- ing á hvem ibúa. Ýmsar ástæður eru taldar valda þessari þróun, þar má nefna breyttar neysluvenjur, og fjölbreyttara fram- boð á matvöram, en einnig er bent á að minni gæði kartaflna hafi hér sitt að segja. Með auknu frelsi í viðskiptum í framtíðinni sjá norskir kartöflu- framleiðendur fram á að samkeppni við innflutttar matvörar, svo sem pasta, pitsur og hrísgrjón, muni aukast. Nú þegar fylla þær hillur verslananna og verð á þeim fælir ekki frá. Markaðsfærsla og gæði kartaflna munu þannig ráða miklu um stöðu þeirra á markaðnum í framtíðinni. Samkvæmt markaðskönnun er kartöfluneysla ungs fólks, 20-30 ára, minni en þeirra sem eldri era. Það er að þessum hópi sem mark- aðsstarfsemin þarf einkum að bein- ast. Jafnframt því þurfa allir hlutað- eigandi, bændur og dreifíngaraðil- ar, að taka sig á og vanda vel til verka, enda era kartöflur næringar- rík og holl matvara. (Bondevennen) 6. ’95 - FREYR 267

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.