Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 36

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 36
Grœnfóður til sláttar og rúlluverkunar Gunnar Ríkharðsson, tilraunastjóri, Stóra-Ármóti Grœnfóðurrœktun er dýr og því er mikilvœgt að vanda vel öll vinnubrögð við rœktunina hvort sem nýta á grœnfóðrið til beitar eða sláttar. Flestar tegundir grœnfóðurs má slá og verka til innifóðrunar. Verkun í rúllum er nokkuð algeng og einnig þekkist að verka grœnfóður í yfirbreiddum bingjum utan dyra. Rúlluverkun á grænfóðri hefur ýmsa kosti: 1. Gefur möguleika á að nýta græn- fóður að haustinu sem nýtist ekki til beitar af einhverjum ástæðum. 2. Tryggir í flestum árum að á bú- inu sé til eitthvert magn af úr- valsfóðri. 3. Auðveldar kúabændum að brúa bil milli haustbeitar og innifóðr- unar. 4. Tilraunir á Stóra Ármóti hafa sýnt að ná má meira gróffóðuráti og meiri nyt hjá mjólkurkúm ef grænfóður er gefið að hluta til, samanborið við þurrheysfóðrun eingöngu. Innifóðrun á græn- fóðri fyrri hluta vetrar þegar mjólkurverð er hæst getur því verið mjög vænlegur kostur. Til að rúlluverkun á grænfóðri heppnist er aðallega tvennt sem hafa þaif í huga, slá á réttum tíma og varast að mold berist í fóðrið. Slá á réttum tíma Snemmsprottnar tegundir, svo sem bygg, sumarhafra og sumarrý- gresi, þarf að slá við skrið ef tryggja á mikil fóðurgæði. Oft er þetta í byrjun ágúst en sumarrýgresið gefur síðan ágætan endurvöxt sem nýta má t.d. til beitar. Hins vegar gefa bygg og hafrar lítinn endur- vöxt og frækostnaður á ha er til- tölulega mikill af þessum tegundum (15-20 þús. kr.). Reynsla bænda af rúlluverkun á þessum fljótsprottnu tegundum virðist misjöfn. Þannig hefur t.d. á Stóra Ármóti ekki tekist að fá gott fóður af sumarhöfrum og byggi í rúllum en sumir aðrir bænd- Gunnar Ríkharðsson ur láta þokkalega af því. Á Stóra Ármóti hafa þó bygg og hafrar reynst ágætlega sem skjólsáð með grasfræi. Hins vegar virðist reynsla manna af sumarrýgresi í rúllum al- mennt góð. Seinsprottnar tegundir, svo sem vetrarrýgresi, vetrarrepja og vetrar- hafrar, eru um 3-5 vikum á eftir sumarafbrigðum í þroska og halda vel fóðurgildi sínu eftir skrið og margar plöntur skríða alls ekki. Nýtingartími á þessum afbrigðum er því mun lengri en á fljótsprottn- ari afbrigðum en á móti kemur að haustveðráttan getur sett strik í reikninginn varðandi nýtingu. Varast moldarblöndun í fóðrið Moldarblandað grænfóður er ákaflega ólystugt, a.m.k. fyrir mjólk- urkýr. Því þarf að vanda vinnubrögð til að reyna að koma í veg fyrir að það gerist. í fyrsta lagi þarf að vanda betur til jarðvinnslu og jöfnunar á stykkjum ef möguleiki á að vera á að slá grænfóðrið samanborið við beit. Rýgresi myndar þéttan sterkan svörð en við ræktun á byggi, höfmm og repju er svörðurinn tiltölulega opinn og því meiri hætta á moldarblöndun í fóðrið við slátt og rúllun. Almennt má segja að ef notað er heldur meira fræmagn þá verða fleiri plöntur en lágvaxnari. Við rúllun á káli er það frekar kostur og mæla má með um 10 kg af fræi á ha. Einnig hefur gefist vel á Stóra Ármóti að sá vetrarrýgresi (15-25 kg/ha) ineð vetrarrepju (4-6 kg/ha) til rúllunar. Möguleikar á að þurrka græn- fóðrið áður en það er rúllað eru tak- markaðir en þónokkrir við sumar- rýgresi sem slegið er um mitt sum- ar. Rýgresinu er óhætt að snúa og raka saman með stjörnumúgavél en aðrar tegundir er öruggast að rúlla beint úr sláttuskáranum. Sumir láta grænfóðrið liggja óhreyft í sláttu- skárunum jafnvel í nokkra daga áður en rúllað er og telja að með því móti megi auka nokkuð þurr- efnisinnihald fóðursins. Niðurstöð- ur frá Hvanneyri benda þó til að sáralítið gerist í grænfóðrinu a.m.k. seinni hluta sumars sé það látið liggja óhreyft í skárunum svo að af því virðist hvorki tap né gróði. Hins vegar er líklegt að sé t.d. fóðurkál látið bíða rúllunar tapist meira af blöðum þess ofan í svörðinn og nýt- ingin á því verði því lakari. Ef grænfóðrið er rúllað beint úr sláttuskáranum er kostur að sláttu- breiddin sé um tveir metrar því að þá treður rúlluvélin síður skárann 268 FREYR - 6. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.