Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 38

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 38
Verkaskiptasamningar búgreinasambanda _ og Bœndasamtaka íslands Málið sem ekki var afgreitt Gunnar Sœmundsson, Hrútatungu Árið 1995 gerði Stéttarsamband bœnda breytingar á samþykktum sínum og tók búgreinafélögin sem fullgilda aðila að sambandinu. Árin þar áður höfðu þau átt áhreynarfulltrúa á aðalfundum Stéttarsambands bœnda. Við og við nœstu árin var nokkuð talað um að skilgreina þyrfti hlutverk búgreinafélaga innan SB, en ekkert varð þó úr framkvœmdum. Á þessum árum jókst hlutverk sumra þessara búgreinafélaga og þau tóku málin meir og meir í sínar hendur. Það var svo ekki fyrr en SB var komið í viðræður við Búnaðarfélag Islands um sameiningu þessara samtaka að verulega var farið að tala um nauðsyn þess að gera verkaskiptasamninga. Var nánast talin forsenda fyrir sameiningu að verkaskiptasamningar lægju fyrir á milli Sameinaðra bændasamtaka og búgreinafélaga. Þessi vinna var þó naumast komin í gang þegar aðal- fundur Stéttarsambandsins var haldinn á Flúðum í ágústlok 1994 og auka-Búnaðarþing í Árnesi sömu daga. Á aðalfundi SB kom fram all veruleg gagnrýni á að verkaskiptasamningar skyldu ekki liggja fyrir og vildu jafnvel sumir fulltrúar fresta ávkvörðun um sam- einingu BI og SB þess vegna. Þegar svo sameining hafði verið samþykkt á báðum þessum fundum og samstarfsnefnd SB og BI tók til starfa var nauðsyn þess að vinna við verkaskiptasamninga færi í gang fyrir alvöru eitt af því fyrsta sem farið var að ræða um. Ákveðið var að Þórólfur Sveinsson og sá sem þessar línur skrifar ynnu að þessum málum af hálfu samstarfs- nefndar. Við hófum síðan viðræður við fulltrúa frá búgreinafélögum. Viðræður þessar gengu að mínu mati allvel og var um miðjan Gunnar Sœmundsson. febrúar sl. búið að leggja drög að nokkrum verkaskiptasamningum. m.a. við Landssamband kúabænda og Samband garðyrkjubænda. Við- ræður við önnur búgreinafélög voru mislangt komnar. Samningsdrögin voru svo undirrituð með setning- unni „Efnislega samþykkir framan- rituðum drögum að verkaskipta- samningi“, nema í einu tilfelli þar sem fulltrúar búgreinafélags ósk- uðu eftir að stæði, „Samþykkir kynningu á framanrituðum drögum að verkaskiptasamningi". Ég minn- ist þess ekki að menn væru nokkurn tíma ósammála um að þessi drög væru lögð fyrir Búnaðarþing. Nokkru fyrir Búnaðarþing voru haldnir kynningarfundir af hálfu samstarfsnefndar með aðal- og vara- Búnaðarþingsfulltrúum og mönnum frá búnaðarsamböndum. Þessir fundir voru á Hvolsvelli, Akureyri og Staðarflöt í Hrútar- firði, ekki var unnt að halda fund á Vestfjörðum. Þarna var farið yfir stöðu sameiningar SB og BÍ, stöðu í verkaskiptasamningum og fleiri mál. Á þessum fundum var skipað í Félagmálanefnd, sem kalla skyldi til fundar fyrir Búnaðarþing, bæði til að fara yfir drög að samþykktum fyrir bændasamtökin og ræða verkaskiptasamninga. Á Búnaðarþingi var svo gengið frá samþykktum. í 7. gr. segir m.a.: „Bœndasamtökin fara með fyrír- svar fyrir framleiðendur búvara, skv. lögum um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum nema þau hafi samþykkt, fyrir sittfeyti, að einstök búgreinasamtökfari með forrœði hlutaðeigandi búgreinar á tilteknum sviðum. I samningi um verkaskiptingu, sem stjórn bœnda- samtakanna og stjórn hlutaðeig- andi búgreinasamtaka gera með sér, skal kveðið á um slíkt framsal á forrœði enda hindri það ekki stjórn bœndasamtakanna að fjalla um og leysa málefhi sem eru sameiginleg fleiri en einni búgrein. Ákvœði framsal á forrœði á atriðum sem varða framkvœmd búvörulaga í 270 FREYR - 6. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.