Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 39

Freyr - 01.06.1995, Blaðsíða 39
verkaskiptasamningi skal því aðeins taka gildi að það hafi hlotið samþykki 2/3 hluta greiddra at- kvœða bænda í búgreininni í allher- jaratkvœðagreiðslu sem eflit skal til á vegum bœndasamtakanna og hlutaðeigandi búgreinasamtaka og skulu þeir aðilar koma sér saman umframkvœmd hennar". Nú gerðist það á Búnaðarþingi að búgreinasamningarnir komu ekki frá Félagsmálanefnd til efnislegrar meðferðar, nema fram kom fylgi- skjal frá nefndinni, sem fylgdi sam- þykktum. Þar segir m.a.: „í kjölfar þeirra samþykkta sem Búnaðarþing hefur staðfest erþví beint til stjórn- ar samtakanna að áfram verði unn- ið að verkaskiptasamningum við búgreinafélögin Vitað er að stjórnir búgreinaféla- ga vilja fá að fjalla um þessi drög á sínum aðalfundum og er það skilj- anlegt. A sama hátt tel ég eðlilegt og sanngjarnt að fjalla þurfi efnis- lega um samningana á Búnaðar- þingi, sem er æðsta stofnun Bænda- samtaka Islands. Það kann að vera að með ströngustu túlkun á 7. gr. hafi stjórn Bændasamtakanna heimild til að ganga frá samningum að lokinn atkvæðagreiðslu, en ég tel það óskynsamlegt. Því miður komu þau drög sem fyrir lágu ekki fyrir Búnaðarþing á liðnum vetri, af hverju það varð ekki, hef ég ekki skýringu á. Enn furðulegra er að enginn þeirra sem töldu þetta eitt megin málið haustið 1994 skyldu taka málið upp í umræðum á Bún- aðarþingi 1995. Að mínum mati var þessum samningum viljandi eða óviljandi skotið á frest af Félags- málanefnd. Eðlilegur framgangs- máti nú er að aðalfundir búgreina- félaga fjalli um málið, síðan fari það til Búnaðarþings 1996 og því næst í almenna atkvæðagreiðslu. Því miður er nú svona komið, að unnt hefði verið að gera þessa samninga virka á þessu ári ef málið hefði verið tekið fyrir í vetur. Að endingu er rétt að minna á að sameining SB og BI er ein og sér ekki endanleg lausn á einföldun í félagsmálakerfi bænda og það eru búgreinasamningar ekki heldur. Nú verða menn að einfalda félagskerfið heima fyrir. NIOLRR Hörð landbúnaðar- stefna Núverandi landbúnaðarráðherra Finnlands, Kalevi Hemilá, hefur tekið upp harða stefnu í landbúnað- armálum Finnlands. Finnskum bændum á að fækka um helming, niður í 50 þúsund. Þetta er jafn- framt stefna ríkisstjórnar Paavo Lipponens, sem Sænski þjóðar- flokkurinn á aðild að. Kalevi Hemila hafði á fundum með bændum látið orð falla sem þeir túlkuðu sér í hag, en reyndin varð önnur og nú sjá finnskir bændur fram á sársaukafulla samdráttartíma á næstu árum. Ríkisstjómin hefur ákveðið að fella niður styrki sem bundnir voru við flatarmál ræktaðs lands. I staðinn á að styrkja býli sem hafa möguleika á að bjarga sér við þau hörðu rekstrarskilyrði sem talið er að bíði á næstu öld. Bændur spyrja hvað ríkistjómin hyggist gera fyrir þá um 50 þúsund bændur sem munu bregða búi. Hluti þeirra fer á eftirlaun en ekki er séð að hið opin- bera hyggist gera neitt fyrir hina. (Landsbygdens Folk). Gróðurvernd og landnýting Framhald afbls. 247. afleiðing hans varð sú að mörg sveitarfélög afturkölluðu fyrri ákvarðanir um bann við lausagöngu á þeirri forsendu, að búfjáreigendur kynnu að verða gerðir ábyrgir fyrir tjóni, sem rekja mætti til vörslu lauss búfjár. Skv. 56. gr. Vegalaga nr. 45/1994 er lausaganga búfjár bönnuð við stofnvegi og tengivegi, sem girtir eru báðum megin. Afturkallanir sveitarstjóma em þess vegna víðast orðnar óvirkar. Ekki verður undan vörsluskyldunni vikist í nánd stofn- vega og tengivega. Akvæði nefndra laga um vörslu- skyldu búfjár eru vissulega sett til að auka umferðaröryggi, en ákvæði þeirra, þar sem þau ná til, verka á sinn hátt sem siðbót í búskaparhátt- um, bæði hvað varðar nýtingu lands og til að létta af gróðri og ræktunar- mönnum ágangi flækingsbúfjár, en brýn þörf er á löggjöf sem mælir fyrir um vörsluskyldu á búfjáreig- endur þar sem stofnbrautir og tengi- vegir verða ekki til að koma á sjálf- sagðri vörsluskyldu. 5. Samin verði ný löggjöf um skógrækt, landgræðslu, afrétta- málefni og fjallskil. Núgildandi lög um þessi málefni em áratugagömul, þannig eru lög um skógrækt frá árinu 1955 og um landgræðslu frá 1965. Margvíslegar aðstæður og forsendur hafa breyst frá því lögin voru samin, sem kalla á endurskoðun og nýtt mat á mark- miðssetningum. Lokaorð Aðeins 1. liðurinn af framantöld- um 5 liðum kostar fjármagn, en um hina liðina, einkum 2. og 4. lið, þarf að fást meiri samstaða stjórnmála- manna en hingað til hefur fengist. Ekki þarf að efast um að vilji þorra þjóðarinnar stendur til þess að allir 5 töluliðimir komi til framkvæmda. Þegar sú stund rennur, verða mestu þáttaskil lil bóta í íslenskri gróðurfarssögu frá því að landið byggðist. 6.'95- FREYR 271

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.