Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 12

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 12
Bleikja œtluð til útflutnings er umsvifalaust blóðguð og sett í ísvatn. Ljósm. Friðrik Pálsson. ólíka lffsögu og líkamslögun. í Apavatni skiptist bleikjan í nokkra hrygningarstofna eftir hrygningar- stöðum og tíma. Þessi aðgreining | sem einnig má finna hjá urriða | tengist mun eftir uppruna til að mynda í vexti og kynþroskastærð. Sá lífsögulegi munur sem flestir kannast samt við er vaxtarmunur sem kemur fram vegna þess að hluti bleikjustofns hættir að éta smádýr og gerist sflableikjur og ná því meiri stærð en hinar. Oftast er það mjög lítill hluti stofnsins og fremur hængar en hrygnur. A þessu eru þó undantekningar og til eru vötn þar sem flestar bleikjur sem náð hafa nægjanlegri stærð gerast ránfiskar. Þessi vötn eru jafnan mjög gróður- rík og í þeim er mikið af hornsflum. Bleikjustofnarnir í þessum vötnunr eru þó oftast litlir samanborið við önnur vötn, hugsanlega vegna þess að minna kemst upp af bleikju- , seiðum vegna meiri samkeppni við hornsíli og eða takmarkaðra hrygn- ingarskilyrða. Dæmi um slík vötn eru Sigurðarstaðavatn, Eilífsvötn og nokkur vötn við Hraun á Skaga. Ótalin eru vötn sem hafa samgang | við sjó en algengt er að hluti bleikju og urriðastofna í slíkum vötnum gangi til sjávar og komi til baka sem sjóbleikjur og sjóbirtingar. Netaveiði Veiðarfæri eins og lagnet fanga fisk af ákveðinni stærð, lögun og atferli. Ef möskvastærð neta er of stór fyrir viðkomandi stofn er hætta á því að veiðisóknin nái ekki til nema lítils hluta stofnsins. Þetta getur til að mynda gerst þegar stærð veiðimöskva er miðuð við sfla- bleikju og urriða. Það getur gefið villandi mynd hve vel veiðist af sílableikju og urriða í fyrstu en skyndilega getur tekið fyrir veiðina eins og margir þekkja þrátt fyrir að heildarveiðiálagið hafi verið mjög lítið. Astæðan er sú að sflableikja og urriði veiðast fremur en aðrir fiskar vegna meiri yfirferðar þó í raun geti verið lítið af þeim. Það tekur tíma fyrir sflableikju og urriða að ná sér aftur á strik eftir slíka veiði. Stærstur hluti bleikjustofnsins undir þessum kringumstæðum er ósnort- inn af veiðinni vegna þess að þessir fiskar ná ekki að vaxa upp í veiðimöskvann. í svona tilvikum er talað um að fólk „veiði ofan af stofninum. Þrátt fyrir að bleikjan geti við góð skilyrði haldið áfram að vaxa út æviskeiðið þá er fullri stærð yfirleitt náð um 5 til 7 ára aldur. Eftir að þeim aldri er náð rýrna gæði fiska jafnan fremur en batna. í þessu sambandi er vert að hafa í huga að fiskistofnarnir eru endurnýjanleg auðlind en ekki bankainnistæða sem safnar vöxtum. Við val á möskva- stærð neta þarf að hyggja að lífsögulegum breytileika í hverju vatnakerfi. Eitt skýrasta dæmið um slíkan breytileika er munur á aldri og stærð við kynþroska (hversu stór og gamall fiskur er þegar hann hættir að vaxa). Ein leið til þess að nýting nái til sem stærsts hluta veiðistofns í hverju vatni er að miða möskva- stærð neta við kynþroskastærð. Oft er þá miðað við þá fiskstærð þegar um helmingur bleikju er orðinn kynþroska. Sókninni er þannig beint á þá stærðarhópa fullvaxinnar bleikju þar sem stofninn er stærstur fyrir. Það er misskilningur að halda að með því að nota mismunandi veiðimöskva sem ætlað er að fanga alla stærðarhópa sé verið að jafna sókn á mismunandi lífsögugerðir. Stærri fiskar eins og ránfiskar eru mun auðveiðanlegri í net en aðrir I veiðihúsinu við Arnan’atn stóra. Bleikja steikt að hcetti Kalla. Ljósm. Friðrik Pálsson. 324 FREYR - 8. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.