Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 16

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 16
Um fjárfestingar í landbúnaði María G. Líndal, Hagþjónusta landbúnaðarins Inngangur. Það er talað um fjárfestingar þegar fyrirtœki eða einstaklingur leggur út fjármagn í ákveðinn framleiðsluþátt (t.d. vél, byggingu, hráefni). Aður en þetta fjármagn skilar sér inn við sölu eða notkun framleiðsluþáttarins, skoðast fjárfestingin því bókhaldslega sem útgjöld líðandi stundar, gerð í því skyni að auka afrakstur í framtíðinni. Fjárfestingaþörf fyrirtækja, stórra sem smárra, er misjöfn og fer eftir eðli rekstrarins hverju sinni. Eins skila fjárfestingar mismunandi arði eftir eðli sínu. Þá fylgir þeim mis mikil áhætta. Hér á eftir fer nokkur umfjöllun um fjárfestingar, þ.e. greiðslugetu fyrir ærgildið í greiðslumarki miðað við mismunandi bústærð og fylgja dæmi til útskýringar. Einnig eru tekin dæmi um hvort endurnýja eigi vélar og tæki eða ekki og bent á mikilvægi áætlanagerða áður en lagt er í fjárfestingar. Tegundir fjárfestinga Fjárfestingar skiptast í raunfjár- festingar og pappírsfjárfestingar. Til raunfjárfestinga teljast framleiðsluföng af ýmsu tagi eins og vélar, tæki, húsnæði o.fl., en til pappírsfjárfestinga teljast hlutabréf, skuldabréf og önnur verðbréf. Einnig er algengt að talað sé um fjárfestingar í menntun, rann- sóknum o.fl. Hér verður einungis fjallað um raun- fjárfestingar. Raunfjárfestingum er skipt í þrennt: 1. Vaxtarfjárfestingar, sem miða að framleiðslu- aukningu og eru t.d. fólgnar í nýræktun, stækkun útihúsa eða kaupum á greiðslumarki. 2. Endurnýjunarfjárfestingar, sem miða að óbreyttri framleiðslu og varða endurnýjun úr sér genginna framleiðsluþátta, t.d. endurrækt túna, endurnýjun dráttarvéla og endurbyggingu útihúsa. 3. Hagræðingarfjárfestingar sem miða einkum að því að draga úr vinnuálagi án þess að framleiðslan aukist eða að búið stækki. Hér á eftir verður mest fjallað um endurnýjunar- og vaxtarfjárfestingar í landbúnaði og áætlanagerð í tengslum við þær. Áœtlanir í stað augnabliksákvarðana Búið er fyrirtæki sem í er bundið mikið fjármagn. Annars vegar er það svo vegna nauðsynlegra fjárfestinga, s.s. húsa, véla og bústofns, og hins vegar vegna þess hversu langur framleiðsluferillinn er, t.d. á sauð- fjárbúum. Til þess að nýta sem best það fjármagn sem bundið er í búinu er nauðsynlegt að gera áætlanir. Áætlanagerð er mikilvægt stjórn- tæki til þess að tryggja tengslin á milli framleiðslu, afkomu (þ.e. fjölskyldu- launa), fjárfestinga og fjármögnunar. Gerð fjárhagsáætlunar er fyrst og fremst tölulegt uppgjör hinna væntanlegu framkvæmda, þar sem rekstrarleg markmið eru skýr. Ákvarðanatöku verður að byggja á föstum grunni og taka mið af aðstæðum hverju sinni, þannig að ákvarðanir séu ekki teknar í blindni eða sem augnabliksákvarðanir. Áætlanir eru því hjálpartæki við stjómun rekstrarins til þess að ná settum markmiðum. Þær byggja á upplýsingum úr ytra sem innra umhverfi búsins, á áætlunum um breytingar samkvæmt þessum upplýsingum og á eftirliti með að þeim sé framfylgt eða þeim breytt ef nánari upp- lýsingaöflun gefur tilefni til. Áætlanir eru gjarnan notaðar til þess að ná bættum árangri í rekstri, einkum á þeim sviðum þar sem könnun einstakra rekstrarþátta hefur leitt í ljós ófullnægjandi árangur. Grunnatriði fjárfestinga Vegna niðurskurðar í sauðfjárrækt á undanförnum árum eru allmargir bændur með mikið af ónýttri framleiðslugetu. jafnvel hálftóm fjárhús. Flestir bændur hafa hugleitt hvort þeir eigi möguleika á að nýta fram- María G. Líndal. 328 FREYR - 8’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.