Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 17

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 17
leiðslugetu sína betur með því að kaupa greiðslumark og auka þannig tekjurnar. Santhliða standa margir bændur jafnframt frammi fyrir því að þurfa að endumýja vélar og tæki. Þá vaknar sú spurning, hvað ærgildi í greiðslumarki megi kosta þannig að mögulegt sé að standa undir þeirri greiðslubyrði sem kaupin hafa í för með sér, auk þess að skila arði til búsins (eiganda fjármagnsins). Tilgangs- laust er að tjárfesta í auknum framleiðslurétti (greiðslu- marki) ef aukin framleiðsla stendur ekki undir sér, (gefur ekki nægan arð). Kaup á greiðslumarki flokkast undir vaxtarfjárfestingu. Við endurnýjun véla og tækja þarf að meta raunverulega þörf á endurnýjun, hvaða tæki/vél eigi að kaupa, hvað fjárfestingin megi kosta og hvenær eigi að endurnýja. í þessu sambandi er talað um endur- nýjunarfjárfestingu. Áður en lagt er út í fjárfestingar eru ýmsir þættir sem vert er að huga að. Fjögur atriði mynda grunn svo- kallaðrar fjárfestingaráætlunar. Þessi atriði eru: 1. Stofnverð. 2. Endingartími (hagending og efnisending/ afskriftir). 3. Ávöxtunarkrafa. 4. Árlegt streymi hreinna innborgana (rekstrar- kostnaður að frádregnum tekjum). Stofnverð Til stofnverðs fjárfestingar telst kaupverð auk kostnaðar við öflun hennar, s.s. geymslukostnaður, flutningskostnaður og uppsetning (ef um slíkt er að ræða), eða allur kostnaður sem til fellur, þar til hún er fullbúin til notkunar. Einnig er oft reiknað til stofn- kostnaðar kostnaður sem fellur til á tilteknu reynslu- tímabili og fylgifjárfestingar. Kostnaður á reynslu- tímabili er sá kostnaður sem myndast t.d. við fínstillingu pökkunarvélar í upphafi, sem þá e.t.v. vannýtir það hráefni (t.d. plast) sem í gegnum hana fer á meðan. Dæmi um fylgifjárfestingu er t.d. ef keypt er sláttuvél sem tengja á framan á dráttarvél og breyta þarf drátt- arvélinni og setja á hana aflúttak að framan svo að sláttu- vélin nýtist. Þessari sláttuvél fylgir því aukakostnaður sem ekki er innifalinn í kaupverði sjálfrar vélarinnar. Dæmi (Allar tölur eru tilbúningur): Verð á sláttuvél................... kr. 220.000 Verð á aflúttaki .................. kr. 100.000 Vinna við breytingu................ kr. 50.000 Heildarverð ................... kr. 370.000 Til frádráttar stofnverðs kemur afsláttur og styrkur, ef einhverjir fást. Sá þáttur sem hins vegar er erfiðast að meta í stofnverði er vinnuframlag bóndans og fjöl- skyldunar, sé urn slíkt að ræða í sambandi við fjár- festinguna. Hér er oftast reynt að ntiða við saman- burðarhæf dæmi, þ.e. hvað fengist í laun fyrir svipað vinnuframlag annars staðar. Einnig er oft miðað við þær tekjur sem fjölskyldan verður af ef fjárfestingin er þess eðlis. Sem dæmi má taka byggingu nýs fjóss. Við það að flytja kýrnar í nýtt fjós er líklegt að nytin í þeim minnki til að byrja með, sem þýðir tímabundið tekjutap fyrir bóndann. Þó svo að reynt sé að meta stofnverð af nákvæmni verða ætíð fyrir hendi utanaðkomandi þættir, sem valda óvissu. Hér er t.d. um að ræða verðbólgu, vexti, ófyrirséð áföll o.þ.h. Ovissu af þessu tagi er oftast mætt með því að leggja tiltekið hlutfall stofnverðs ofan á áætl- að stofnverð. Dæmi (Allar tölur eru tilbúningur): Verð á sláttuvél................... kr. 220.000 Verð aflúttaks .................... kr. 100.000 Vinna við breytingu............. kr. 50.000 yerð ........................... kr. 370.000 Óvissa (10% af verði) .......... kr. 37.000 Reiknað heildarverð.............. kr. 407.000 Endingartími/afskriftir Við mat á endingartíma er litið til hag- og efnisend- ingar. Hagending táknar þann tíma sem hagkvæmt getur talist að nota fjárfestinguna og er sú ending sem reiknað er með í fjárfestingaráætlunum (sbr. afskriftir). Hag- ending er svo aftur háð ejhisendingu og framförum í tækni. Endingartími hefur mikil áhrif á þær niðurstöður sem fást við útreikninga á arðsemi fjárfestinga. Ef fjárfesting er þess eðlis, þ.e. slitnar mikið, er hætta á að viðhalds- kostnaður hennar verði meiri en arðsemin síðustu ár endingartímans. Jafnan er mikil óvissa samfara því að meta ending- artíma, en hafa ber í huga að stofnverð fjárfestingarinnar þarf að skila sér á endingartímanum. Þannig er oft reiknaður styttri endingartími til þess að minnka áhættuna á að fjárfestingin verði óarðbær. Ávöxtunarkrafa á fjármagn Þær kröfur sem fjármagnseigandi gerir til ávöxtunar hefur mikil áhrif á niðurstöður útreikninga. Stofn- fjármagn fjárfestingar þarf að ávaxta og telst eðlilegt að miða við þá raunvexti sem fengjust á almennum markaði ef fjármagn væri sett í annað, s.s. á bók eða í verðbréf. Engin algild regla er til um ákvörðun þessara vaxta en rétt er að taka tillit til: • Vaxtaprósentu lánsfjármagns búsins. • Annarra fjárfestingavalkosta búsins. • Áhættu sem fylgir fjárfestingunni. Eftir því sem stofnverð fjárfestingarinnar er hærra og endingartíminn er lengri, eykst vægi vaxta í heildar- kostnaðinum. Dæmi um slíka fjárfestingu er t.d. bygg- ing útihúsa þar sem endingartíminn er langur, verðið hátt, og óvissa í framleiðslu mikil. Hafa má í huga að til 8. '95 - FREYR 329

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.