Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 20

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 20
Heimsókn á lífrœnt býli í Þýskalandi Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, róðunautur, Bœndasamtökum íslands Svo sem frá var greint í síðasta tölublaði Freys heimsótti höfundur lífrœnt býli í Þýskalandi í tengslum við ráðstefnuferð til Frankfurt. Hér fjallar hann um heimsóknina í máli og myndum. Ritstjóri. Fjölskyldubú Á Eichwaldhof í Hessen, efst í Rínardal, hafa ábúendur og eig- endur jarðarinnar tekið upp lífræna búskaparhætti eins og fjölmargir aðrir þýskir bændur. Flýtt er fyrir þessari þróun með greiðslu opin- beixa aðlögunarstyrkja. Peter Först- er og kona hans Anker reka þar blandaðan búskap með sonum sínum tveim. Nánar tiltekið er sá lífræni búskapur sem þau stunda kenndur við lífefldan (biodynamic) landbúnað í samræmi við hugmynd- ir Rudolfs Steiners og er öll framleiðslan vottuð undir vöru- merkinu „DEMETER“ sem er þekkt víða um heim. Peter er á sjötugsaldri, var einn umsvifamesti slátrari í Þýskalandi fyrr á árum og var kominn yfir miðjan aldur þegar hann og fjölskylda hans keypti Eichwaldhof og fór að búa þar. Þarna er gott undir bú, ágætt rækt- unarland og góður markaður fyrir lífrænt vottaðar búvörur. Um 30 km eru til stórborgarinnar Frankfurt. Þegar ég kom þangað 2. mars var vor í lofti þótt veður væri svalt. Líkt og dæmigert er fyrir lífræn býli búa þau blönduðu búi, stunda mjólk- urframleiðslu, framleiða allt fóður fyrir kýrnar, þ.e. þurrhey, vothey og bygg og rækta grænmeti, einkum gulrætur, kartöflur og kál. Græn- metisafgangar, einkum frá gulróta- ræktinni, nýtast til fóðurs, og til viðbótar beitilandinu á Eich- waldhof, sem allt er ræktað, eru geldneyti flutt til sumarbeitar í fjall- lendi handan við dalinn, eins konar afréttarbeit. Þar sem enginn tilbúinn áburður er notaður er búfjáráburður og annað lífrænt hráefni sem til fellur notað til hins ítrasta. Að geymslu í safnhaugum og dreifingu er þannig staðið að útskolun áburðarefna og mengun verði sem minnst enda mjög strangar kröfur um vatnsvernd þar í héraði sem er Flestar kýrnar á búinu eru af gömlu dökkraudu, hyrndu kyni. Nythœsta kýrin, Klava 23, sem hefur hlotið heiðursverðlaun, sést á miðri myndinni. (Ljósm. O.R.D.) Á hlaðinu á Eichwaldhof Mjólkurhús og fjós til vinstri, búð í miðju og Idaða til liœgri. Snyrtimennska er í hávegum höfð. (Ljósm. O.R.D.) 332 FREYR - 8. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.