Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 21

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 21
þéttbýlt. Belgjurtarækt er þáttur í sáðskiptaáætlun búsins og fullnægir hluta köfnunarefnisþarfarinnar. Athygiisvert kúabú I anda þeirrar hugmyndafræði að landbúnað eigi að stunda í sátt við náttúruna ákváðu þau hjón strax í upphafi að búa við dökkrauðar, hyrndar mjólkurkýr af gömlu þýsku kyni sem hefur að mestu vikið fyrir stórum svartskjöldóttum Friesian Holstein kúm sem eru alþekktar þar og víða um lönd. Þarna ráða mjög vemdunarsjónarmið því að aðeins eru til um 16.000 gripir af þessu rauða kyni í landinu en einnig skipt- ir miklu hve vel þetta gamla kyn hentar lífrænum búskaparháttum. Kýmar eru nokkuð stærri en þær íslensku, meðalársnytin er um 5900 kg, fitan er 4,9% og próteinið 3,65%. Nythæsta kýrin mjólkaði 9400 lítra á síðasta mjaltaskeiði og hefur hlotið heiðursverðlaun nau- tgriparæktarinnar í Þýskalandi. Endingartíminn er um 8 mjaltaskeið að meðaltali miðað við 2,5 á venju- legum kúabúum í Þýskalandi. Peter sýndi okkur elstu kúna, 18 vetra, sem gengur með 16. kálfinn og er vel á sig komin. Hefðbundin lyf eru aðeins notuð í neyð, minna er um júgurbólgu og fótaheilsa er mun betri hjá þessum kúm en á venju- legu búi, enda er þeim hleypt út reglulega allan veturinn. Þótt mælt sé gegn sæðingum í lífrænum bú- skap eru þær heimilar og er um fjórðungur kúnna á Eichwaldhof sæddar til að skyldleikarækt verði ekki of mikil á búinu. Hver gripur er skýrslufærður og vottunarstofan heldur uppi eftirliti í samræmi við hinar lífrænu reglur, en þar að auki skoðar dýralæknir allar mjólkurkýr, fjós, mjólkurhús og aðra aðstöðu mánaðarlega því að búið hefur leyfi til að selja ógerilsneydda mjólk (hrámjólk) eins og síðar verður vikið nánar að. Samtals eru kýrnar 60 að tölu og kvótinn 310.000 lítrar á ári. Umframmjólk fer í kálfaeldi. A mjaltaskeiðinu eru kýrnar í tví- stæðu básaíjósi, 40 bása, með vél- gengum fóðurgangi og flórum þar sem töluvert er notað af hálmi. Kýr í geldstöðu og kvígur í uppeldi eru í lausagöngufjósi á hálmi en þeir kálfar sem eru ekki settir á til við- Peter klappar elstu ki'mni í hjörðinni, 18 vetra, seni gengur nú með 16. kálfinn og er íprýðilegu ástandi. Kýr endast betur á lífrœnum búum en þeim hefðbundnu. (Ljósm. Ó.R.D.) Geldneyti eru í lausagöngufjósi. Þar erit einnig kýr á geldstöðu. Undirburðurinn er bygghálmur frá búinu. (Ljósm. Ó.R.D.) halds eru seldir öðrum bændum til kjötframleiðslu. Fjósið minnirmjög á mörg íslensk fjós að öðru leyti en því að þarna fellur til nægur hálmur frá byggrækt til undirburðar. Hann er reyndar verðmætt hráefni í safn- haug með mykjunni. Öll umgengni í húsum og hirðing gripa var greini- lega til fyrirmyndar. Vélbúnaður virtist svipaður og gengur og gerist í almennum landbúnaði. Þó er sér- stök tækni notuð við illgresisvarnir en t.d. við heyverkun er beitt venju- legri rúllutækni og pökkun í plast. Kýrnar eru mjólkaðar í hefðbundn- um mjaltabásum en notuð eru vist- vænni efni við hreinsun mjaltakerfis og búnaðar en almennt gerist, í samræmi við hinar lífrænu reglur. Mjólkin seld beint Við fjósið er mjólkurhús með 8.’95- FREYR 333

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.