Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 26

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 26
þetta notið verulegs stuðnings. Þar er m.a. uni að ræða verndun ein- kennandi trjátegunda fyrir danskt landslag svo sem beykis, eikar og asks. Þessi framlög geta numið allt að 229.400 kr./ha. Sérstaklega þykir í það varið að koma upp og viðhalda skógarjöðrum (skovbryn, sem einnig mætti kalla skógarbrydd- ingar), sem oft umlykja bæi og akra. 4< Framlög til að koma upp hreinsistöðvum fyrir framræslu- kerfl eru veitt, svo og til rekstrar á þeim. Kerfi þessi eru m.a. til þess gerð að hreinsa úr framræslu- kerfum, lokræsum og skurðum, mýrarrauða og aðrar útfellingar. * Lánveitingar til framræslu, vökvunarkerfa, djúpvinnslu lands og til kölkunar á jarðvegi eru öll flokkuð undir stuðning við jarð- vegsbætur. Auk þess getur verið um að ræða hagstæð lán til að koma óræktuðum landssvæðum í rækt, að vissum skilyrðum uppfylltum, og þá m.a. til kölkunar og jarðvinnslu. Búfjárrœktarstyrkir Nautgriparæktin. 4< Nautakjötsframleiðsla. Stuðn- ingur við uppeldi nauta eða uxa til kjötframleiðslu er veittur og er hann 9.646 kr. á grip fyrir árið 1995. Auk þessa er veittur árstíðabundinn styrkur til uppeldis eldisuxa, 6.434 kr. á grip, bundinn við slátrun fyrri hluta ársins. Framlög þessi eru bundin ýmsum skilyrðum, m.a. þeim að menn 1 fi ekki fleiri nautgripi en 2,5 á ha ræktaðs lands til gróffóðurfram- leiðslu. Hafi menn hins vegar færri gripi en sem svarar 1,4 á ha fá menn til viðbótar 3.211 kr. í aukaframlag á hvern grip. Framlög þessi eru ekki greidd út á fleira en 90 gripi á ári hjá hverjum bónda. 4= Framlög vegna holdakúa, eða kúa sem látnar eru ganga með kálf- um, eru veitt bændum sem hafa minni framleiðslurétt (kvóta) af mjólk en 120 þúsund lítra. Framlag þetta er 12.869 kr./kú á árinu 1995. Þeir sem hafa fleiri kýr nreð kálfum en 15 þurfa að sýna fram á að þeir geti framleitt ákveðið magn gróffóðurs og haft beit fyrir kýrnar a.m.k. til júlíloka. Sauðfjárrækt. * Stuðningur við sauðfjárrækt greiðist út á hverja kind, veturgamla eða eldri. Hann er einnig bundinn því að viðkomandi bóndi geti sýnt fram á að hafa nægilegt beitiland og möguleika til framleiðslu á gróf- fóðri. Framlögin eru lægri til þeirra sem hafa fleiri en 500 ær á fóðrun. Árið 1994 var franrlagið 2.236 kr. á hverja á, en var ekki frágengið fyrir árið 1995 þegar ritið kom út. 4< Bætur vegna búfjársjúkdóma eru veittar þegar slátra þarf einstökum gripum, eða skera niður allan bústofn vegna þess að ákveðnir sjúkdómar koma upp. Þetta á bæði við um svín og nautgripi. Bændur bera þó nokkra sjálfsábyrgð eða 114.700 kr. en að hámarki getur þessi stuðningur numið 3.441.000 kr. Nýgreinar og atvinnuauki 4< Veittur er stuðningur við nýgreinar, nýjar framleiðslu- vörur eða nýjar aðferðir við eldri framleiðslu. Sérstaklega er litið til þess ef um er að ræða hluti sem teljast stefna að vistvænum fram- leiðsluháttum eða vistvænni en þeim sem áður tíðkuðust. Stuðn- ingshæf telst nauðsynleg; - fjárfesting innan eðlilegra marka, - markaðsleit og sölustarfsemi innan eðlilegra marka, - almenn útgjöld vegna rekstrar og þjónustu, - bætur vegna tapaðrar fram- leiðslu, - endurgjald fyrir eigin vinnu. Framlag getur numið allt að 40% af þróunarkostnaði og kostnaðarauka, allt að 4.588.000 kr. á hvert verkefni. Framlag getur þó orðið enn hærra ef fleiri en fimm bændur standa að verkefninu. Orkusparandi viðfangsefni 4< Unnt er að fá stuðning til fjár- festinga í fyrirtækjum eða viðfangs- efnum sem eru orkusparandi, eða stefna að orkusparnaði við land- búnaðarframleiðslu. Stuðningur getur numið 30% af kostnaði við sjálfa framkvænrd verkefnisins. Útgjöld við ráðgjöf, áætlunargerð, kaup á vélum og tækjum og önnur útgjöld sem beint tengjast við- fangsefninu telst þá til fram- kvæmdakostnaðar. Verkefni eru flokkuð eftir stærð og geta stór verkefni hlotið allt að kr. 4.014.500 í framlag. * Stuðningur við nýtingu var- anlegra orkulinda (endurnýjan- legra). Hér er einkum um að ræða beislun sólarorku, framleiðslu á „bíó“-gasi (gerjunargasi), varma- dælur (t.d. í haughúsum). Stuðn- ingur er all mismunandi en getur numið 30% og að hámarki 11.470.000 kr. * Stuðning við endurbætur á íbúðarhúsum á lögbýlum er unnt að fá ef aðgerðirnar miða að orkuspamaði, t.d. einangrun, eða nýtingu á öðrum orkugjöfum svo sem sólarorku, orkuveitum sem nýta gerjunargas o.s.frv. Auk þessa fæst stuðningur við almennar endurbætur á íbúðarhúsum, þakvið- gerðir, viðgerðir útveggja, innrétt- inga á hreinlætisaðstöðu svo og til endurbóta á næsta umhverfi hús- anna. Framlög geta numið allt að 40% af kostnaði þó að frádregnum fyrstu 22.900 d. kr. sem eigandi verður að leggja fram. * Stuðningur við þá sem bregða búi. Bændur sem eru á aldrinum 55 til 67 ára og sem hafa stundað búskap sem aðalatvinnu 10 síðustu árin geta fengið stuðning, vilji þeir bregða búi og snúa sér að öðrum störfum. Framlag þetta nemur 428.886 kr. á ári og því til viðbótar 26.805 kr. fyrir hvem hektara sem viðkomandi hættir að nýta, þó mest vegna 24 ha. Heildargreiðslur til einstaklings geta að hámarki numið 1.072.200 kr. á ári og staðið í 10 ár. Greiðslur standa aldrei lengur til hvers bónda en þar til hann nær 67 ára aldri. * Stuðningur við þjáifunarstörf þeirra sem lengi hafa verið atvinnulausir. Bændur sem taka r vinnu atvinnuleysingja sem lengi hafa verið án vinnu en eru þó yngri en 60 ára geta fengið laun þessara manna, 493 kr. á tímann, í allt að tólf mánuði. 338 FREYR - 8. ’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.