Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 27

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 27
Hvaða stefnu á íslenskur landbúnaður að taka? Guðni Þorvaldsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins íslenskur landbúnaður hefur gengið ígegnum erfiðleika á undanförnum árum og ekki er enn séð fyrir endann á þeim. Þegar þannig stendur á er eðlilegt að leitað sé nýrra leiða til úrlausnar. Lífrænn landbúnaður er að sumra áliti valkostur við þessar kringum- stæður. En eru þær vonir sem ýmsir binda við lífrænan landbúnað á rökum reistar? Mætir hann kröfum um hollustu og umhverfismál og eru raunhæfir markaðsmöguleikar fyrir hendi? Um þetta eru menn ekki sammála, hvorki hér né erlendis. Umræðan hefur til þessa verið nokkuð einhliða hér á landi og er þessari grein ætlað að kynna fleiri sjónarhorn á þessu máli. Lífrœnn landbúnaður Hugtakið lífrænn landbúnaður er notað um landbúnað sem er bund- inn ákveðnum reglum um áburðar- notkun, varnarefni, lyf, búfjárhald o.fl. Þar er t.d. bannað að nota unnin eða auðleyst áburðarefni og ýmis varnarefni. Þess í stað eru notuð óunnin steinefni og áburður í h'frænu formi. Auk þess búfjár- áburðar sem til fellur nota menn lífrænan úrgang, t.d. úr fiskiðnaði, eða rækta níturbindandi jurtir sem síðan eru plægðar niður sem áburðargjafar. I lífrænum landbún- aði eru ekki notuð hefðbundin vamarefni, en ýmis önnur efni eru þó leyfð gegn plöntusjúkdómum og meindýmm. Þá er lögð áhersla á góða meðferð búfjár o.fl. Af lífrænum landbúnaði eru til ýmis afbrigði. Hér á landi eru a.m.k. tvö form slíks landbúnaðar starfrækt. Annars vegar lífefld (biodynamic) ræktun og hins vegar lífræn (organic) ræktun. Þessar stefnur teljast báðar til lífræns landbúnaðar samkvæmt nýútkominni reglugerð. Austurríkismaðurinn Rudolf Steiner lagði á þriðja áratugi þess- Guðni Þorvaldsson. arar aldar grunn að ræktunar- kenningu sem nefnd hefur verið lífefld ræktun á íslensku, og er hún hluti af víðtækari hugmyndafræði, svokallaðri antrópósofíu. Við þessa ræktunaraðferð eru m.a. notuð lífræn efni (hvatar) sem eiga að gera jarðvegi og plöntum kleift að nýta sér alheimskrafta. Þessi efni eru m.a. búin til úr búfjáráburði og plöntum. Svokallað húmusefni er t.d. búið til með því að setja kúamykju í kýrhorn, grafa það niður í jarðveginn (40-60 sm) og láta það rotna yfir veturinn. I lífrænu ræktuninni hafna menn þeim hluta sem snýr að dul- hyggjunni, en halda fast við þá hugmyndafræði að ekki megi nota unnin eða auðleyst áburðarefni. Ágreiningsefni Mörg þeirra markmiða sem menn setja sér í lífrænni ræktun eru þess eðlis að flestir sem vilja framleiða hollar og góðar vörur og varðveita umhverfið geta tekið undir þau, t.d. það að minnka notkun varnarefna eins og frekast er kostur, fara vel með búfé o.s.frv. Það sem menn greinir fyrst og fremst á um eru kröfur um að áburðurinn sé ein- göngu í lífrænum efnasamböndum og að ekki megi nota unnin áburðar- efni. Plöntur taka næringarefnin yfir- leitt upp á ólífrænu formi, þannig að efni í lífrænum áburði þurfa fyrst að brotna niður í ólífræn efnasambönd til að plönturnar geti nýtt sér þau. Menn greinir ekki á um það að búfjáráburður hafi ýmis bætandi áhrif umfram tilbúna áburðinn, sérstaklega þar sem jarðvegur er snauður af lífrænum efnum. Því er nauðsynlegt að nýta vel þann búfjáráburð sem til fellur. Það sam- ræmist hins vegar ekki þekkingu okkar að hófleg og skynsamleg notkun unninna áburðarefna sé skaðleg. Magn búfjáráburðar á hverju býli er takmarkað og það sem á vantar verður að koma eftir öðrum leiðum, t.d. með tilbúnum áburði, lífrænum úrgangi eða belg- jurtum. Notkun tilbúins áburðar stuðlar einnig að uppbyggingu lífræns efnis í jarðveginum með því að auka lífmassa plantnanna, en hluti hans verður alltaf eftir í jarðveginum (rætur og hluti ofanvaxtarins). Bakteríur í jarðveginum nýta sér einnig nítur úr tilbúnum áburði og umbreyta því í lífræn sambönd. Lífræn ræktun er því ekki sam- eiginleg niðurstaða þeirra sem vilja 8. '95- FREYR 339

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.