Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 32

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 32
Skotveiðar og náttúruvernd Ósœttanlegar andstœður eða vistfrœðilegir þœttir Gunnar Sœmundsson, Hrútatungu ífyrstu Mósebók segirsvo um sköpun heimsins. Guð sagði við manninn. „Drottnið yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins og yfir öllum dýrum sem hrœrast á jörðinni“. Fyrstu grísku heimspekingarnir eru yfirleitt kallaðir náttúruspek- ingar, því að náttúran og gangur hennar var aðal viðfangsefni þeirra. Heimspekingarnir sáu með eigin augum hvernig allt í náttúrunni var breytingum undirorpið og þeir veltu fyrir sér hvernig breytingarnar ættu sér stað. En fyrst og fremst reyndu þeir að skilja þróunarferli náttúr- unnar, með því að rannsaka hana sjálfa. Það var vissulega allt annað mál en að útskýra þrumur og eld- ingar, vetur og vor, með því að vísa til atburða í heimi þeirra guða sem fólk trúði á, á þeim tíma. A þennan hátt braust heimspekin undan trúar- brögðum samtímans. Það mætti orða þetta þannig að þessir náttúru- spekingar hafi stigið fyrstu skrefin í átt til vísindalegrarhugsunar. Já þeir lögðu grunninn að náttúruvísindum seinni tíma. Það hefur vissulega mikil þekk- ing safnast saman frá þeim tíma, bæði í náttúruvísindum sem og í öðrum greinum. Þegar skyggnst er um í samtímanum um þessar mundir er auðvelt að koma auga á að náttúruvernd og umhverfismál verða sífellt fyrirferðarmeiri. Þó að ekki sé horft nema 5 ár aftur í tímann, hvað þá 10-20 ár, þá er þessi breyting áberandi og fáir trúa að áhugi á þessum málum fari minnkandi. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það tvenn meginsjónarmið sem takast hér á. Er maðurinn herra jarðarinar og getur ráðskast með hana að vild eða er hann hluti af náttúrunni? Veiðináttúran hefur fylgt mann- inum frá upphafi. Maðurinn lifði í skóginum. Hann veiddi sér til matar Gunnar Sœnmndsson. og um leið aflaði hann sér klæða úr skinnum. Það er stundum sagt um okkur íslendinga að við séum veiðimannaþjóð. Vissulega er það rétt, við lifum að stórum hluta á fiskveiðum. Við finnum það mörg okkar að í okkur býr þetta veiðieðli, það er okkur nánast í blóð borið. Skotveiðar hafa verið stundaðar hér á landi frá því byssur fóru að berast til landsins. Þá eins og hjá frummanninum var veiðiskapur stundaður til að afla sér og sínum lífsviðurværis. í dag eru skotveiðar ekki stundaðar nema í litlum mæli í þessu skyni. Nú eru skotveiðar orðnar sport og útilíf. Skotveiðimönnum má skipta í hópa. Skipta má þeim sem skotveiðar stunda í hópa. I einum hópnum eru þeir sem hafa af því atvinnu. þ.e.a.s. þeir eru að afla sér tekna. I þessum hópi eru t.d. þeir sem stunda refa- og minkaveiðar. Nokkrir stunda fuglaveiðar til að afla tekna og þá aðallega rjúpna- og gæsveiði og sjó- fuglaveiði. Þá má nefna hreindýra- veiðar og selveiði. I öðrum hópnum eru þeir fjöl- mörgu sem stunda skotveiðar sem sport, um leið og þeir njóta útiveru. Þessi hópur fer stækkandi. í þriðja hópnum eru þeir sem fara til veiða einungis til að drepa og þá að drepa sem mest. Sem betur fer er þessi hópur ekki stór. Það væri þó fjarstæða að segja að þessir aðilar væru ekki til. Skotveiðmönnum má líka skipta niður í hópa eftir fleiri leiðum. Það eru þeir sem ganga vel um landið, bera virðingu fyrir veiðidýrinu og gæta þess eftir föngum að missa ekki særð dýr frá sér. Þessir aðilar virða líka eignarrétt landeigenda og afla sér leyfis þar sem þeir ætla að ganga til veiða. Sem sagt fyrir- myndarveiðimenn. Aðrir böðlast yfir landið á öfl- ugum farartækjum, s.s. stórum jeppum og öðrum torfærutröllum og fjórhjólum. skilja eftir sig slóða og sár í landinu, sem seint og illa gróa. Spyrja engan leyfís, skjóta þar sem þeim dettur í hug. Eru þetta ekki öfgar kann einhver að hugsa? Því miður er nú ekki svo. Sem dæmi get ég sagt smá sögu. Hjá bæ einum skammt frá mér er síki rétt við þjóðveginn. Við þennan poll höfðu stokkandarhjón átt hreiður í nokkur vor. Nú var það að vorlagi fyrir tveimur árum að bóndinn á bænum var úti við. Sér hann þá hvar kemur bíll og snarstansar við pollinn. Ut úr bíln- um snarast tveir menn með byssur 344 FREYR - 8. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.