Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 33

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 33
Veiðihundur Þorvaldar Bjömssonar, Skuggi, fœrir eiganda sínum veiðibráð sem er stokkönd. (Ljósm. Þorvaldur Björnsson). og skotkvellir gluindu, síðan foru mennirnir upp að pollinum og komu með endurnar til baka. Bóndinn snaraðist upp í bíl sinn og elti veiðimennina og náði þeim og sagði við þá nokkur vel valin orð. Því miður er þetta dapurt dæmi um þá sem ekki virða eignarrétt á landi og jafnframt dæmi um menn sem skjóta til að drepa, önnur skýring er ekki fyrir hendi, að skjóta fuglana þarna og að vorlagi. Svona hegðun kemur óorði á skot- veiðimenn, því miður. Ég átti eitt sinn tal við mann sem ég vissi að hafði á yngri árum stund- að rjúpnaveiði og fór að inna hann eftir því hvort hann stundaði ekki veiði lengur. Nei, ég hætti fyrir mörgum árum, hef ekki skotið rjúpu síðan. Hvað gerðist, spurði ég. „Það var einn dag að ég gekk til veiða. Það hafði snjóað talsvert um nóttina í logni. Veður var alveg kyrrt og gott. Þegar ég kom á veiðisvæðið fór ég fljótlega að verða var við rjúpur og fór vaxandi. Ég var búinn að skjóta mikið, tíndi saman svona af og til. Ég stoppaði og litaðist um, ég var kominn með stærðar kippu. Allt í kringum mig voru rjúpur á hlaupum í snjónum, þær flugu ekki upp, bara hlupu um kurrandi þegar maður nálgaðist. Ég lagði kippuna á herðar mér og gekk heim. Þetta var ekki veiðiskapur, þetta var dráp og ég hef ekki farið síðan.“ Já, svona var frásögn þessa manns Skotveiði og náttúruvernd. Nú kann einhver vera farinn að halda að sá sem hér talar sé alfarið á móti skotveiðum, kannski á móti öllum veiðiskap. Nei, góðir tilheyrendur, svo er nú ekki. Þvert á móti hef ég þessa veiðináttúru í blóðinu. Veiði bæði lax og silung ef ég hef tækifæri til, stundaði rjúpnaveiði á meðan eitt- hvað var af rjúpu í nágrenni við mig og lítilsháttar fengist við gæs á árum áður. Og skammast mín ekkert fyrir það. Það þykir í sumum tilfellum mjög fínt sport að stunda veiði. Þetta á nú sérstaklega við laxveiði. Hingað koma á hverju ári heldri menn, þjóðhöfðingjar, bankastjórar og hvers konar forstjórar í veiðiskap. Eitthvað er um að svona mann- skapur komi á skotveiðar, hafa a.m.k. komið á hreindýraveiðar. Það hefur stundum hvarflað að mér spurning, sem ég hef ekki svar við. Kannski hafið þið svarið, ég bið ykkur að velta fyrir ykkur svarinu. Spurningin er. Af hverju var páf- anum ekki boðið í veiði þegar hann kom hér við um árið? Agætu skotveiðimenn. Skot- veiðar og náttúruvernd, fer þetta ekki saman? Eru þetta ósættanlegar andstæður? Mitt svar er að þetta geti farið saman, haldi menn sig við nokkrar grundvallarreglur. 1. Hvernig er ástand þess dýra- stofns sem veiðar eru stundaðar úr? 2. Bera skal virðingu fyrir veiði- dýrinu, það er lifandi vera og á sinn tilverurétt. 3 Ganga vel um landið sem farið er um í veiðiferð og spilla því ekki. 4. Virða eignarrétt landeigenda og leita samþykkis þeirra. Hvað fyrstu reglu snertir, þá trúi ég því ekki að veiði hafi ekki áhrif á stofnstærð. Ég tel að ofveiði megi kenna um á stórum svæðum lands- Bandarískir skotveiðimenn á gœsaveiðum á Islandi ífvlgd Þorvaldar Björnssonar Jyrrv. fulltrúa Veiðistjóra. I forgrunni eru gervigœsir. (Ljósm. Þorvaldur Björnsson). 8. '95 - FREYR 345

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.