Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 38

Freyr - 01.08.1995, Blaðsíða 38
Aldarminning Klemenzar á Sámsstöðum Hinn 14. maí sl. var aldarafmæli Klemenzar Kr. Kristjánssonar til- raunastjóra á Tilraunastöðinni á Sámsstöðum. Að því tilefni var efnt til samkomu í veitingahúsinu Hlíðarenda á Hvolsvelli í boði Búnaðarsambands Suðurlands, Héraðsnefndar Rangæinga, Land- græðslu ríkisins og Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins. Þar minntust ýmsir Klemenzar og fjölluðu um brautryðjendastörf hans í íslenskum landbúnaði, einkum í kornrækt, frærækt, skjólbeltarækt og grasmjölsframleiðslu. Klemenz Kr. Kristjánsson var fyrsti tilraunastjóri á Sámsstöðum. Tilraunastöð var stofnuð þar árið 1927 og hann stýrði henni til ársins 1967 að hann lét ar störfum fyrir aldur. Eftir það flutti hann að nýbýlinu Kornvöllum í Hvolhreppi sem hann stofnaði og bjó þar og hélt áfram tilraunum til dauðadags 1977. Hér á opnunni eru myndir frá samkomunni, en ýmsir fleiri tóku til máls en hér eru birtar myndir af. Myndir tók Sigurbjörg Óskarsdóttir. Matthías Pétursson, frá Rótarýklúbbi Rangœinga, minntist þjóðsagnapersón- unnar Klemenzar á Sámstöðum. Tryggvi Ingólfsson, formaður Héraðs- nefndar Rangœinga, bauð gesti vel- komna. Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rala, flutti ávarp og stjómaði samkomunni. Á samkomunni var til sýnis frœ af ýmsum nytjajurtum, einkum til landgrœðslu. Á myndinni eru hjónin Margrét Isleifsdóttir og Pálmi Eyjólfsson og séra Sváfnir Sveinbjamarson á Breiðabólsstað. 350 FREYR - 8. '95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.