Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 6

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 6
Framleiðnisjóður landbúnaðarins Framleiðnisjóður ó að hjálpa landbúnaðinum að aðlagast aðstœðum á hverjum tíma Viðtal við Jóhannes Torfason, bónda á Torfalœk, stjórnarformann sjóðsins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur verið ein meginstoð þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í íslenskum landbúnaði á undanförnum áratugum og er það enn. Blaðið leitaði á i'und Jóhannesar Torfa- sonar, stjórnarformanns sjóðsins, til að fræðast um starfsemi hans og vekja athygli bænda og sveitafólks á því hvaða mögu- leika það hefur á aðstoð við að skapa sér atvinnu eða auka færni sína. Framleiðnisjóður var stofnaður árið 1966. Upphaf Framleiðnisjóðs land- búnaðarins? Framleiðnisjóður var stofnaður árið 1966 með lögum frá Alþingi. Markmiðið með stofnun sjóðsins var að vinna að framleiðniaukningu í íslenskum landbún- aði. Fjármunir voru veittir til sjóðsins beint af fjárlögum næstu árin og það fyrir- komulag hélst fram yfir 1980. Árin 1979- 1985 naut sjóðurinn einnig framlaga vegna skerðingar á framlögum til jarð- ræktar. Árið 1985 tóku gildi ný búvörulög. í þeim var ákvæði um að hluti þeirra fjármuna sem áður fóru til útflutningsbóta skyldu renna til Framleiðnisjóðs. Það fyrirkomulag hélst til ársins 1992. Síðan hefur, samkvæmt búvörusamningi sem gerður var árið 1991, verið veitt ákveðn- um framlögum til Framleiðnisjóðs úr ríkissjóði. Sú fjárveiting er á þessu ári kr. 250 milljónir en verður kr. 200 milljónir á ári næstu tvö ár. Hvaða verkefni studdi Fram- leiðnisjóður fyrstu órin, þ.e. óður en hinar stófelldu breytingar í landbúnaðinum hófust? Þá var mestu af fjármununum varið til að endurbyggja sláturhús. Það voru veittir styrkir til þeirra framkvæmda sem námu Stjórn og framkvœmdastjóri Framleiðnisjóðs land- búnaðarins; frá vinstri, Sigurgeir Þorgeirsson, Haukur Halldórsson, Jón Guðbjörnsson, fram- kvœmdastjóri; Jóhannes Toifason, formaður; Jón Helgason og Stefán Pálsson. (Ljósm.: Askell Þórisson). 358 FREYR-9’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.