Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 8

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 8
Framleiðnisjóður styrkir fólk til akð sœkja námskeið við bœndaskólana og Garðyrkjuskólann. Myndin erfrá plœgingarnámskeiði á Hvanneyri. (Ljósm.: Sigurður Axel Benediktsson). Dagbjört Óskarsdóttir á Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði einbeitir sér að tréskurði á námskeiði á Hvanneyri ífebrúar 1995. (Ljósm.: Líneik Anna Sœvarsdóttir). væri. Þar var einkum haft í huga að fjölmargar konur í sveitum höfðu misst hluta af viðfangsefnum sínum þegar búrekstur dróst saman. Stuðningur Framleiðnisjóðs var þríþætt- ur, í fyrsta lagi að kosta starf atvinnu- ráðgjafa sem starfaði á vegum Stéttar- sambands bænda og starfar nú á vegum Bændasamtakanna, í öðru lagi að veita fjármuni sem notaðir yrðu sem styrkir til verkefna og þriðja lagi stuðningur við ráðgjafarstarf og fræðslu fyrir fólk sem vildi reyna fyrir sér með nýjar hugmyndir. Hvaða verkaskipting er ó milli Framleiðnisjóðs og Smá- verkefnasjóðs? Verkaskiptingin felst í því að Fram- leiðnisjóður sinnir umfangsmeiri verk- efnum. Hámarksstyrkur úr Smáverkefna- sjóði er 300 þús. kr. Stjórn Framleiðni- sjóðs ákveður heildarfjárveitingu til Smá- verkefnasjóðs en stjórn hans úthlutar hins vegar úr honum. Til að góð tengsl séu þarna á milli þá á framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs, Jón G. Guðbjörnsson, sæti í stjóm Smáverkefnasjóðs. Ég vil koma því að hér að ég tel að tilvera Smáverkefnasjóðs sé ein af for- sendum þeirrar bylgju handverks sem risið hefur í dreifbýli undanfarin ár. Aðrir fjár- mögnunaraðilar hafa síðan fylgt í kjöl- farið. Þar á ég við sjóð sem Forsætis- ráðuneytið stofnaði árið 1993, minnirmig, sem ber nafnið Handverk, og sjóð sem félagsmálaráðuneytið stofnaði og hefur verið kallaður Jóhönnusjóður, eftir Jó- hönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráð- herra. Framleiðnisjóður hefur líka stutt beint marga þá handverkshópa sem hafa verið í gangi, bæði til tækjakaupa og við að koma sér upp húsnæði og í sumum tilfellum við að ráða sér ráðgjafa eða að afla þekkingar á annan hátt. Hver eru þau verkefni sem Framleiðnisjóður hefur ó verk- efnaskró sinni? Það má skipta ráðstöfnun sjóðsins í tvo meginþætti. Annar er sá sem kalla mætti beinar aðgerðir til að hjálpa fólki að finna sér nýjan farveg til tekjuöflunar. Þar er fyrst að nefna, sem áður er komið fram, framlög til búháttabreytinga, sem enn eru í gangi. I öðru lagi eru það framlög til bænda til að stofna til eða endurreisa at- vinnurekstur. Þar er urn að ræða styrki til að auka rekstur eða stofna til nýs rekstrar. í þriðja lagi eru það framlög til Smá- verkefnasjóðs sem við höfum áður rakið. Þessi þáttur í starfsemi Framleiðnisjóðs er forgangaverkefni, þ.e. það hefur forgang að mæta óskum bænda og annars fólks í dreifbýli um fjárstuðning til að leita fyrir sér um nýjan rekstur. Við lítum á þetta sem áhættufé, þ.e. ef bóndinn er tilbúinn að hætta eigin fjármunum og vinnu í verkefnið, þá léttum við undir með honum. Stuðningurinn er um 30%, stund- um miklu minni, en stundum ívið meiri. Þetta þýðir að bóndinn er krafinn mikillar ábyrgðar, hann tekur sjálfur aðaláhættuna. Okkur er alveg ljóst að sumt af þessu tekst ekki og fyrir því liggja margar ástæður. Reynslan sýnir að það er alltaf ákveðinn hluti fólks sem nær ekki tökum á þeim verkefnum sem það tekst á hendur. Þannig erþað í öllum starfsgreinum. Síðan getum við sagt að loðdýraræktin sé dæmi um búgrein sem hrundi af óviðráðanlegum ástæðum. Ytri markaðsaðstæður réðu því. Endar náðu ekki saman, hversu góður sem reksturinn var. Um ferðaþjónustuna má segja að hún er töluvert viðkvæmur rekstur. Það getur tekist á einum stað sem tekst ekki á öðrum. Staðsetningin hefur þar mikið að segja og síðan veldur miklu hver á heldur. Fiskeldi og hrun þess hefur þó ekki komið við Framleiðnisjóð? Nei, en hins vegar höfum við tekið þátt í að halda gangandi nokkrum fiskeldis- fyrirtækjum sem skipta miklu máli fyrir byggð í ákveðnum héruðum, þó að sumt af því hafi ekki tekist. Við höfum ekki veitt bændum mikla hvatningu til fiskeldis enn 360 FREYR-9’95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.