Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 11

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 11
Framleiðnisjóður lagði fram þriðjung af kostnaði, og Byggingasjóður Rannsókna- ráðs Islands annan þriðjung, en ríkið beint hinn þriðja. Það er dæmi um hús sem búið var að ganga frá fjármögnun á fyrirfram þannig að á ákveðnum tímapunkti voru menn tilbúnir að bjóða út og fullgera hús. Þetta tókst með þeim ágætum að húsinu var skilað á verði innan við kostnaðar- áætlun og er dæmi um það hvernig unnt er að spara fjármuni með því að tryggja fjármuni fyrirfram. Annað dæmi hér um er stuðningur við fjárhúsbyggingu á Hesti, þar sem verið var að sameina sauðfjárrannsóknir á Hesti og Hvanneyri. Þar stóðu menn frammi fyrir þeirri spurningu hvort hætta ætti öllum sauðfjárrannsóknum á íslandi. Svarið hlaut að vera nei, enda þýddi það dauða búgreinarinnar ef ekki væri hægt að stunda rannsóknir í einhverjum mæli. Og þá er rökrétt að sú starfsemi fari fram í nánum tengslum við menntastofnun sem hefur með höndum starfsmenntun fyrir hinar hefðbundnu greinar, sem er Bændaskólinn á Hvanneyri. Næsta stórverkefni á þessum vettvangi er að endurnýja fjós á Hvanneyri, bæði vegna kennslu og rannsókna í nautgripa- rækt. Þróunarstörf? Já, af óbeinum verkefnum Fram- leiðnisjóðs til stuðnings landbúnaðnum er næst að nefna þróunarverkefni. Það er að vísu alltaf spurning um skilgreiningar, en hér má nefna stuðning við Bænda- samtökin til að kosta þróun á hugbúnaði fyrir landbúnaðinn. Þar er búreikninga- forritið Búbót stærsta verkefnið, en auk þess ýmis önnur forrit í sambandi við búfjárræktina. Síðasti flokkur óbeinna stuðningsað- gerða er markaðsöflun. Þar má segja að verkefnin séu tvíþætt, annars vegar stuðn- ingur við Markaðsnefnd landbúnaðarins meðan hún var við lýði og eftir það við Upplýsingaþjónustuna til ýmiss konar kynningar- og upplýsingastarfs sem unnið er á vegum hennar. Hinn þátturinn er beinn verkefnatengdur stuðningur við markaðssetningu eða vöru- þróun á kjötvörum eða öðrum afurðum, ferðaþjónustu, hrossum eða hverju sem nöfnum tjáir að nefna. Þar er fyrst og fremst um að ræða stuðning við ákveðin verkefni. Þetta hefur verið nokkuð stór þáttur í ráðstöfun fjármuna síðustu 2-3 ár. Allt þetta óbeina er unnið út frá því markmiði að verkefnið gagnist frumfram- leiðslunni. Hvernig er háttað eftirliti Framleiðnisjóðs með því hvernig til tekst með þau verkefni sem sjóðurinn styrkir? Segja má að það sé tvíþætt, annars vegar það sem lýtur að framkvæmdum ein- staklinga eða félaga þeirra. Eftirlit er þar í fyrsta lagi í því fólgið að fullnaðarstyrkur er ekki greiddur fyrr en framkvæmd er lokið og/eða hún tekin í notkun. í öðru lagi áskiljum við okkur rétt til að kalla eftir gögnum frá þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem við veitum styrki um árangur í rekstri. Þá hefur stjórnin eða einstakir stjómarmenn gjarnan farið í heimsóknir til aðila sem notið hafa styrkja og kynnt sér hvernig til hefur tekist. Varðandi stuðning við óbein verkefni þá er eftirlitið fólgið í því að kalla eftir skýrslum um framkvæmd verkefna og árangur þeirra. Hvaða verkefni eru það sem Framleiðnisjóður telur utan verkahrings síns að styrkja? Þar má í fyrsta lagi nefna verkefni sem njóta stuðnings frá öðrum sjóðum, í öðru lagi styrkir sjóðurinn ekki framkvæmdir einstaklinga til að stofna til rekstrar sem er í mikill samkeppni, þannig að stuðningur við einn myndi einungis skekkja sam- keppnisstöðuna. Sem dæmi þá styrkjum við ekki bónda sem vill breyta fjósi í svínahús eða öfugt. Framleiðnisjóður studdi uppbyggingu loðdýra- rœktarinnar hér á landi. Myndin er úr refabúi í Ytra-Garðshorni í Svatfaðardal. (Freysmynd). Framleiðnisjóður hefur stutt upp- byggingu á rannsóknar- aðstöðu bœði í bútœkni, á Hvanneyri, og í sauðfjárrœkt, á Hesti. 9. '95 - FREYR 363

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.