Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 21

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 21
hið nýja kerfi við mat á próteini byggir einmitt að hluta á því að taka tillit til slíkra atriða. í lokin draga þeir saman eftirtalin atriði, sjá rammagrein: Neikvœtt samband afurða og frjósemi Það er nú almennt viðurkennt að þegar um er að ræða mjög afurða- miklar kýr er neikvætt samband milli frjósemi og afurðasemi þannig að samfara auknum afurðum verður fijósemi kúnna slakari. Oft sést þetta ekki þegar borin eru saman bú með litlar og miklar afurðir vegna þess að frjósemi ræðst svo gífurlega mikið af fóðrun, eftirliti og meðferð kúnna, og ástand í þeim efnum er alla jafnan stórum jákvæðara á búum þar sem afurðir eru miklar. Miklar afurðir eru einfaldlega fyrir hendi vegna þess að þessir þættir eru í góðu lagi. Hins vegar kemur þetta neikvæða samband yfirleitt skýrt fram þegar farið er að skoða mun á frjósemi á milli kúa á búum þar sem afurðir eru miklar. Frjó- semisvandamál eru þar greinilega meiri hjá hámjólka kúnum. Á hinn bóginn verður sífellt meira vart þeirra sjónarmiða í umræðu um ofurkýr við mjólkurframleiðslu að við þær aðstæður sé alls ekki hagkvæmt að einungis séu 12-13 mánuðir að jafnaði á milli burða. Fyrir þessar kýr fáist betri nýting á getu þeirra og hagkvæmari fram- leiðsla með því að stefna að lengra tíma á milli burða. Engu að síður er fullljóst að miklar afurðir útheimta það að verulega sé hugað að frjósemi kúnna. Ófrjósemi er við þær aðstæður ein meginorsök förgunar kúnna. Alþekkt er að neikvætt orku- jafnvægi á fyrstu vikum eftir burð hefur neikvæð áhrif á frjósemi kúnna. Eins og fram hefur komið er holdastigun mikið notuð vestanhafs til að meta breytingar í orkujafn- vægi kúnna. Þeir sem fjalla um frjó- semisvandamál hjá hámjólka kúm segja að verulega óhagstæð áhrif af neikvæðu orkujafnvægi sjáist fyrst og fremst hjá þeim kúm sem lenda í mjög neikvæðu ástandi fyrst eftir burð og gangi þá mjög á hold. í umfjöllun um mjaltir kúa við slíkar ofurafurðir koma fram ýmis forvitnileg atriði. Höfundarnir benda á að þörf mjög hámjólka kúa, sérstaklega svart- skjöldóttu Holstein kúnna, fyrir örvun við undirbúning þeirra fyrir mjaltir sé miklu minni en áður var. Urval hámjólka, hraðmjólka kúa hafi samhliða leitt til slíkra breyt- inga í kúastofninum. Undirbúningur þessara kúa fyrir mjaltir muni því fyrst og fremst felast í þrifum þeirra. Hámjólka kýr selja betur Þá benda þeir á að þó að það taki lengri tíma að mjólka ákaflega hámjólka kýr en þær sem lítið mjólka þá selja þær mun betur en þær sem minna mjólka og þar séu breytingar það miklar að þær kalli á endurskoðun á vissum þáttum í gerð mjaltakerfa. Viðurkennt er að hámjólka kýr virðast næmari fyrir júgurbólgu- smiti en þær afurðaminni en á móti kemur að á búum með miklar afurðir er allt eftirlit með gripum og framkvæmd mjalta það miklu betra að yfirleitt sé júgurheilbrigði þar betra. Ofurafurðir nást að sjálf- sögðu ekki nema gott lag sé á þeim hlutum. Álag á spena við mjaltir verði samt mjög mikið hjá þessum kúm og að því þurfi sérstaklega að huga. Athuganir sýna að spenaslit er meira hjá hámjólka kúm en öðrum. Nokkuð er fjallað um tíðni mjalta. Rannsóknir sýna að þegar um er að ræða jafn miklar afurðir og hér um ræðir fæst svörun í auknum afurð- um við að mjólka kýrnar þrisvar eða fjórum sinnum á sólarhring í stað þess að mjólka þær tvisvar eins og algengast er. Þeir telja að það verði því almennt að við þessar aðstæður verði kýrnar mjólkaðar þrisvar eða fjórum sinnum á sólarhring. Þetta leiðir að sjálfsögðu hugann að vél- mennum við mjaltir sem allmiklar tilraunir eru þegar í gangi með er- lendis. Eins og fram kemur, m.a. í Nautgriparæktinni 1. hefti 13. ár- gangs, þar sem sagt er frá tilranum Hollendinga í þessum efnum, þá telja þeir óralangt í að vélmenni leysi góða mjaltamenn af hólmi og líklega aldrei á afurðahæstu búum. Þeir benda á að þó að sumir státi af 99,9% árangri þá þýði það í raun að á búi með 60 kýr þar sem vélmenni mundi mjólka kýrnar að jafnaði fjórum sinnum á sólarhring, yrði mjöltum á einum spena sleppt einu sinni á dag. Þeir telja að mjalta- maður sem sýndi slíka natni í starfi mundi tæpast halda því mjög lengi. □ Meginatriði í fóðrun ofurkúa 1. Megincitriði fóðrunarinnar verður að vera að tryggja stöðugan aðgang gripsins að lystugu og gœðamiklu fóðri. Þetta er mögulegt í margbreytilegum fóðrunakeifum þó að þau sem slík séu ekki meginmál. 2. Tryggja þarfeins mikið át kúnna ogframast er unnt. 3. Hámarks framleiðslugetu vambarinnar verður að tryggja með réttum hlutföllum kolvetna og próteins ífóðrinu, sem gefur hámarksnýtingu nœringarefnanna. 4. Nœringarþaifu; umfram það sem efiiaskipti vambarinnar leggja til, verður að tryggja með fóðri sem fer óbreytt um vömb. Hérþaifað skoða leysanleika próteins ífóðri sem að sjálfsögðu er einnig mikilvœgur þáttur þess sem rœtt er undir tölulið 2 og 3.1 þessum efnum vœnta höfundar mikilla framfara á komandi árum þegar komin verða öflugforrit til að skipuleggja fóðrun með tilliti til efnaþaifa gripanna og þess hvað einstök fóðurefni leggja þar til. 9.'95- FREYR 373

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.