Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 28

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 28
sinnum stærri skammtar af hormónalyfjum ef til- gangurinn er að auka vöxt en ef hormónar eru gefnir í lækningaskyni. Fram hefur komið að beta-agonistar hafa veruleg áhrif á fitu- og sykurefnaskipti. I dýratilraunum hefur komið fram að verkun insulins hraðminnkar eða hverfur vegna þess að mótstaða gegn insulinverkun myndast ef þessi hormónalyf eru gefin í miklu magni. Ef lyfjaleifar eru í matvælum af vaxtaraukandi efnum eins og beta-agónista þá geta þær haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir neytandann, ekki síst fyrir þá sem að staðaldri neyta skyldra lyfja. Erlendis er vaxandi fjöldi matareitrana rakinn beint til neyslu matvæla með slíkum lyfjaleifum. Fræðilega séð getur notkun þessara efna í vaxtar- aukandi skyni verið hættulaus ef settum reglum er fylgt til hins ýtrasta, t.d. um útskolunartíma og öflugt og öruggt eftirlitskerfi er til staðar til að tryggja neytendum að matvælin séu ómenguð og heilnæm. En notkun þeirra hefur hér á landi verið talin ónauðsynleg og í sumum tilfellum gert framleiðendum kleift að ala upp dýr við aðstæður sem eru ófullnægjandi gagnvart hreinlæti og sem stangast á við dýra- verndunarsjónarmið. Hér er því að miklu leyti um siðferðilega spurningu að ræða fyrir neytendur, að þeir viti að dýraafurðirnar sem þeir neyta hafi komið af dýrum sem alin voru upp án ónauðsynlegra lyfja og vaxtaraukandi efna og hormóna og að dýrin hafi verið alin upp við mannúðlegar aðstæður. 3. Innflutningur 3.1 Dýrafóður Komið hefur í ljós að innflutningseftirlit með fóðri er takmarkað og lítið virðist hafa breyst þar til batnaðar miðað við þá úttekt sem gerð var af Salmonellunefnd Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins 1987-1988, sbr. skýrslu nefndarinnar sem gefin var út 1988. Aðfangaeftirlit starfar undir yfirumsjón Landbúnaðar- ráðuneytisins og gera verður þær kröfur að eftirlit þetta verði aukið til muna til að veita notendum fóðursins og neytendum afurðanna meira öryggi gagnvart hugsan- legum sýklum og lyfjaleifum. Fóður handa gæludýrum er flutt inn í stórum stfl, undir eftirliti Landbúnaðarráðuneytisins. Yfirleitt er hér um að ræða niðursuðuvörur og þurrfóður. í mörgum löndum, þ.ám. íslandi, hafa menn haft af því nokkrar áhyggjur að með slíku fóðri geti borist ýmsir sjúkdómar, en sérstaklega ef þetta fóður kemur frá Bretlandi. Þar í landi hefur komið upp sjúkdómur, sem á íslensku hefur verið kallaður Nautgripariða, þar sem sjúkdómurinn líkist riðu í sauðfé. Talið er að nautgripirnir hafi sýkst af því að éta beinamjöl sem m.a. var unnið úr úrgangi frá sauðfjár- slátrun, þ.ám. riðuveikum kindum. Notkun á slíku efni fyrir nautgripafóður var stöðvað þegar sjúkdómurinn uppgötvaðist. Óttast er að slíkt efni geti verið notað í gæludýrafóður og sjúkdómur þessi geti því komið upp í gæludýrum. í þessu sambandi má benda á að það er vitað í mörgum löndum, að fátækt fólk kaupir stundum gæludýrafóður sér til viðurværis. Tengsl riðu í dýrum við sjúkdóma í mönnum eru þó óljós og bent hefur verið á að smitefni riðuveikinnar sé að öllum líkindum ekki mjög smitnæmt fyrir menn, þar sem að riða hefur verið landlæg hér á landi í a.m.k. eina öld, en aðeins hefur eitt tilfelli greinst hér í fólki, þar sem um svipaðar heilaskemmdir var að ræða og í dýrum. I þessu sambandi má einnig benda á að alltaf er eitthvað um að ýmis gæludýr, svo sem skjaldbökur og páfagaukar, séu flutt til landsins og með þeim geta borist sjúkdómar sem berst í menn og nýlegt er dæmi um að barn hafi veikst af Salmonellasýkli, sem var rakinn til innfluttrar skjaldböku. 3.2 Matvæli Innflutningseftirlit með matvælum er samkvæmt lögum nr. 81/1988 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit í höndum Hollustuvemdar ríkisins. Hingað til hefur einn | maður annast þetta eftirlit ásamt öðrum verkefnum. Eftirlit hefur að mestu snúist um skoðun á merkingum og innihaldi aukaefna og einnig um rannsóknir vegna aðskotaefna t.d. í innfluttum, pökkuðum kornmat og ávöxtum og grænmeti. Opinbert eftirlit með lausu inn- fluttu komi til manneldis hefur hins vegar verið tak- markað. Hugsanlegt er að innflutningur matvæla unnum úr afurðum dýra hefjist eftir áramótin 1994/1995. Almennt er talið að innflutningur hrárra matvæla verði ekki leyfður, vegna hættu á að með þeim berist dýrasjúk- dómar. Hinn 21. janúar 1994 var sett reglugerð nr. 24 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar berist til landsins. Þó að reglugerð þessi, eins og heitið ber með sér, sé fyrst og fremst sett til að koma í veg fyrir að dýra- sjúkdómar berist til landsins, þá er þar að finna nokkra I vörn fyrir mannfólkið. í 5. gr. segir að innflutningur sláturafurða og mjólkurvara skuli m.a. háður eftirfarandi skilyrðum: b) Afurðirnar skulu vera af dýrum sem reyndust heil- brigð og laus við einkenni sjúkdóma við slátrun og voru ekki gefin lyf svo skömmu fyrir slátrun að lyfjaleifar gætu leynst í sláturafurðinni. c) Óheimilt er að flytja til landsins afurðir, sem frarn- leiddar hafa verið af búfé sem fengið hefur fóður sem inniheldur vaxtaraukandi efni eða lyf, nema um sé að ræða lyf gegn hníslasótt í alifuglum eða lyf sem hafa verið notuð tímabundið til lækninga. d) Slátrun dýra, meðferð og vinnsla afurða skal hafa farið fram við aðstæður sem yfirdýralæknir eða full- trúi hans hefur metið viðhlítandi á allan hátt að því er varðar aðstöðu, hreinlæti og hollustuhætti. | e) Slátur- eða mjólkurafurðir, sem fluttar eru til landsins skulu uppfylla íslenskar reglur um aðskotaefni, sbr. reglugerð nr. 518/1993. Aðrir liðir í þessari grein fjalla m.a. um nauðsynleg vottorð með vörunni og um að hitameðferð og geril- sneyðing hafi verið fullnægjandi. Talið er líklegast að innflutningur verði fyrst reyndur I á unnum mjólkurvörum svo semjógúrt og ostum. Einnig 380 FREYR-9'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.