Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 29

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 29
á hitameðhöndluðum kjötvörum eins og skinku og alifuglaafurðum. Ekki er ljóst hvernig staðið verður að eftirliti með þessum innílutningi, en augljóst er að nokkuð umfangs- mikið eftirlit þarf að koma til, ef sannreyna á að ofangreindar kröfur hafi verið uppfylltar. 3.3 Innflutningseftirlit í öðrum löndum Flestar þjóðir í kringum okkur hafa komið sér upp góðu innflutningseftirliti með matvælum og sennilega er þetta hvað fullkomnast í Finnlandi, Svíþjóð og í Banda- ríkjunum. Sem dæmi má taka að ef íslenskur útflytjandi ætlar að selja vöru til Bandaríkjanna, þá verður hann fyrst að senda allar upplýsingar um vöruna til við- komandi yfirvalda og sækja um innflutningsleyfi. Ef varan er talin geta komið til greina skal hann næst senda umbúðir og sýnishorn vörunnar. Ef þetta gengur upp þá má hann næst senda vöruna og þá er hún skoðuð á hafnarbakkanum og hugsanlega haldið þar á meðal nauðsynlegar rannsóknir fara fram. í Finnlandi eru það tollayfirvöld sem annast inn- flutningseftirlitið og viðamiklar rannsóknir eru gerðar á úrtaki á innfluttum vörum, eins og t.d. varðandi aðskota- efni í ávöxtum og grænmeti. Á íslandi gengur innflutingur yfirleitt þannig fyrir sig, að fyrst er varan flutt inn og dreift í búðir. Sé eitthvað athugavert þá getur það kostað mikla vinnu fyrir eftirlits- aðilana að innkalla vöruna. Líkur á að hið athugaverða uppgötvist eru hins vegar ekkert sérlega miklar þar sem starfsmenn heilbrigðiseftirlita sveitarfélaganna eru fáir og nýleg könnun Hollustuverndar ríkisins hefur leitt í ljós að takmörkuðum tíma þeirra sé varið í beint matvælaeftirlit. Augljóst er að eftirlit með þessum hætti veitir neytendum landsins afar takmarkaða vernd gegn óprúttnum innflytjendum, sem sem betur fer eru þó fáir. 4. Niðurstöður Að öllum líkindum eru að bætast við nýir þættir í innflutningi matvæla, en ekki er ljóst hvernig staðið verður að eftirliti. Núverandi eftirlitsaðilum hefur ekki verið sköpuð aðstaða til að sinna hlutverki sínu nema í tákmörkuðum mæli og í engu samræmi við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Eftirlit sem aðeins hefur aðstöðu til að skoða vottorð er ekki mjög trúverðugt. Það hlýtur að vera krafa íslenskra neytenda að haft sé gott eftirlit með öllum innfluttum matvælum og aðföngum til matvælaframleiðslu. Sérstaklega verður að gera þá kröfu, að innfluttar dýraafurðir til manneldis hafi komið frá dýrum sem alin hafi verið við mannúðlegar aðstæður og án ónauðsynlegra lyfja og hormóna og að öll meðferð vörunnar hafi farið fram við ekki lakari aðstæður en við þekkjum hér á landi. I viðauka er nánar skýrt frá ástandi þessara mála í Vestur-Evrópu. Heimildir 1. US milk cannot be labelled hormonefree says FDA, Brit. Med. J. 1994, 308, 19. feb. 2. BEUC’s position paper concerning the prohibition on the use in stockfarming of certain substances having hormonal action or thyreostaticactionofbetaagonistCom (93)441 4.jan. 1995.Buro Européen des Unions de Consommateurs, B-1040 Bruxelles. 3. Toxicological evaluation of certain veterinary drugs residues in food. IPCS-Int. programme on chemical safety. WHO Geneve 1993. 4. Evaluation of certain veterinary drug residues food, 14th report joint FAD/WHO expert commitee on food adictives WHO Techn. Report Series 832, Geneve 1993. 5. Shearer G. Consumers Union, Washington USA. 6. Statens Livsmedelsverk, Uppsala Sweden. 7. Vignisdóttir AP, Georgsson Franklín. Niðurstöður á úttekt á tíðni salmonellu og campylobacter í hráum alifuglaafurðum. Hollustu- vemd ríkisins 1994. 8. Reslutats des analyses pour la recherche de residus chez les animaux vivants et dans les viandes fraiches 1993. Etats membres. Commission Européenne, Bruxelles, Belgique. 9. Reglugerð nr. 24/1994 um vamir gegn því að dýrasjúkdómar berist til landsins. 10. Beta-agonister som tillvaxtstimulerare. Svensk Veterinartidning nr. 3, 1994. Volym 46. Jan Luthman. 11. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 1988: Skýrsla nefndar heilbrigðisráðherra um salmonelluskýkingar, Reykjavík, bls. 47. Viðauki Varðandi skýrslu frá landbúnaðardeild stjórnar Evrópusambandsins (COMMISSION EUROPÉENNE - Direction Génerale del l’Agriculture. Bruxelles le 7/12/1994. VI/8879/94. MC/ces. Skýrslan fjallar um niðurstöður rannsókna á lyfja- og efnaleifum í lifandi dýrum og á fersku kjöti í sláturhúsum í öllum löndum Evrópusambandsins á árinu 1993. Aðildarríki ESB framkvæmdu þessar rannsóknir í samræmi við nokkrar reglugerðir sem gefnar hafa verið út af ESB Council/Commission og sem fjalla um lyfjaleifar í sláturdýrum. Skýrslan er um 100 síður og nokkuð er misjafnt hve vel aðildarríkin 12 virðast hafa framkvæmt þessar rannsóknir. Ætlast hefur verið til að rannsakað væri fyrir ýmsum lyfjaleifum og aðskotaefnum, en þessum þó helstum: 1. Ýmsum sterum og kynhormónum, svo sem DES (Di- Ethyl-Stilboestrol) og ýmsum Testosterone og Progesterone Oestrogen afbrigðum. 2. Ýmsum lyfjaleifum af mismunandi lyfjategundum, svo sem Thyrostats, Beta-agonists og astmalyfja (Clenbuterol, Salbutamol). 3. Ýmsum sýklalyfjum, greind í heild sem „Inhibitors“ og svo eru Súlfalyf og Chloramphenicol greind sérstaklega. 4. Aðskotaefnum, svo sem sveppaeitri (mycotoxins), þungmálmum (Kadmíum og blý), PCB. Niðurstöður eru birtar bæði fyrir rannsóknir á sýnum sem tekin hafa verið með slembiúrtaki (random sampling) og á sýnum sem tekin hafa verið af grunuðum 9'95 - FREYR 381

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.