Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 34

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 34
Grœn gagnbylting? Á flmmta áratug aldarinnar hófst mikil framfarabylgja í ræktun hveitis í heiminum undir forystu Norman E. Borlaug, norskættaðs Bandaríkjamanns. Framfarabylgja þessi, sem staðið hefur síðan og er stjórnað frá höfuðstöðvum í Mexíkó, fékk snemma í fjölmiðjum heitið „Græna byltingin“. Græna byltingin fólst í því að með kynbótum fengust verulega upp- skerumeiri stofnar af hveiti en áður, sem auk þess voru ónæmir fyrir ýmsum sjúkdómum og skaðvöldum sem á gróðurinn herjar. Jafnframt fólst í þessari framfarasókn þjálfun vísindamanna og leiðbeinenda sem tóku við verkefninu hver í sínu landi. Það er Grænu byltingunni öðru fremur að þakka að kornrækt í heiminum stjórjókst á þessu tíma- bili, hungri var útrýmt í löndum þar sem áður skorti mat, auk þess sem þessi lönd fóru að flytja út korn. En þessi aukna uppskera kostaði líka sitt. Hún krafðist t.d meiri áburðarnotkunar, meira vatns og ýmissa varnarefna þannig að fljót- lega fóru að heyrast þær raddir að Græna byltingin hjálpaði einkum þeim efnameiri í fátæku löndunum, sem hefðu best ráð á að nýta sér framfarirnar. Á síðustu árum hefur einnig verið bent á að gífurleg útbreiðsla hinna kynbættu hveitistofna hefur orðið á kostnað þess mikla erfðabreytileika sem fyrir var í náttúrinni. Hefð- bundinn landbúnaður í þróunar- löndunum byggðist á ótölulegum fjölda tegunda og stofna nytjajurta sem sáu um að ætíð væri einhvern | mat að fá, jafnvel þegar vaxtar- skilyrði voru hvað verst. Nútíma landbúnaður, þar sem ræktaðar eru fáar tegundir og stofnar, er hins vegar áhættusamur. Samt sem áður eykst sérhæfingin og talið er að nýji GATT-samningurinn þrýsti þar enn á. Þannig er áætlað að af um 30 þúsund stofnum af hrísgrjónum sem fyrirfinnast í Indlandi verði um 12 Tala búfjár... Frh. afbls. 383 þúsund 1987, 37 þúsund 1988, 26 þúsund 1989, 12 þúsund 1990, 37 þúsund 1991 og 23 þúsund 1992. Árið 1993 fjölgar sauðfé lítillega eða um 1.475 og 1994 fjölgaði sauðfé um 10.323. Um síðustu aldamót voru talin 43 þúsund hross í landinu en þeim fjölgaði í 62 þúsund þegar mest lét árið 1943. Eftið það fækkaði hrossum stöðugt, niður í um 30 þúsund á árunum 1958-1964, en fór þá að fjölga á ný. Árið 1994 voru talin vera um 76 þúsund hross í landinu eða 24 þúsundum fleiri en árið 1980. Loðdýrum fjölgaði verulega árin 1985,1986 og 1987, enáárinu 1988 fækkaði refum mjög mikið, en minkum fjölgaði verulega. Árið 1994 fjölgaði refum um 1.050 og minkum um 985. mOLRR Danskt svínakjöt til Kína Danir hafa hafið sókn á kín- verskan markað fyrir danskt svína- kjöt, kynbótadýr og útbúnað til svínaræktar, þ.m.t. svínasláturhús. Danski landbúnaðarráðherran, Henrik Dan Kristenssen, fór fyrir nokkru til Kína með fríðu föruneyti til að hefja þessa markaðssókn. Dansk-kínverskt fyrirtæki hefur verið stofnað og stefnir það að því að byggja svínasláturhús þar sem á að vera unnt að slátra 350 þúsund grísum á ári. Vænst er þess að fé til framkvæmdanna komi frá fyrir- tækjum í Hongkong. Danir draga ekki dul á að þeir stefni að því að komast inn á hinn gífurlega stóra svínakjötsmarkað sem er að skapast í Kína en þess er stofnar allsráðandi í framtíðinni. En nú er farið að bera á því að að menn vilja hverfa aftur til fyrri búskapar- hátta, gera græna gagnbyltingu. Zimbabwe er dæmi um það. Þar hefur verið hafið átak til að safna gömlum afbrigðum og tegundum nytjajurta. Þannig var á sl. ári safnað 250 mismunandi gömlum tegundum og stofnum sem unnið er að því að fjölga til að dreifa aftur út á meðal bænda. Kynbætur á komi byggjast m.a. á því að unnt sé að finna eftirsótta eiginleika og flytja á milli stofna. Þessir eiginleikar fínnast oft meðal villtra stofna í þróunarlöndunum. Bændur í þessum löndum þurfa að fá viðurkenningu ríku landanna á því að þeir ráði yfir erfðaefnivið sem hafa lagt grunn að verðmætum upp á milljaðra króna í öðrum löndum. Þeir verða að fá að vita að gamlar hefðir þeirra í búskap eru verðmætar. (Stuðst við Norsk Landbruk nr. 8/'95). vænst að innan fárra ára verði að finna um 200 milljón velstæðra og kjötlystugra Kínverja. (Norsk Lcmdbruk). Bráðþroska danskir kjúklingar Danir hafa náð þeim árangri í kynbótum á holdakjúklingum að fuglarnir ná sláturstærð á 1000 klst. eða um 42 dögum. Á 20 árum hafa kynbætumar skilað þeim árangri að þungi kjúklinga hefur aukist um 50%, fóðurnotkun hefur minnkað um 15% og uppeldistíminn stytst um 20%. Árið 1994 var slátrað 116 milljón kjúklingum í Danmörku sem gáfu um 151 þús. tonn af kjöti og var það 4,7% aukning frá árinu áður. (Bondevennen). 386 FREYR - 9.'95

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.