Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 37

Freyr - 01.09.1995, Blaðsíða 37
Sigurður Steinþórsson lýkur 4. árs kandídatsnámi frá Hvanneyri í 7. tbl. Freys á þessu ári eru búfræðikandidatar sem útskrifuðust frá Hvanneyri á sl. vori kynntir í máli og myndum. Á sl. vori lauk Sigurður Stein- þórsson á Hæli í Gnúpverjahreppi einnig 4. árs námi við Búvísinda- deild, (BS 120), en hann er búfræðikandidat frá skólanum árið 1975. Fjórða árs nám Sigurðar við Búvísindadeildina fór fram að hluta nitoioð ó koffistofunni Smáblóm með titrandi tár Eftirfarandi limru rak á fjörur Freys en ekki fylgdi hver væri höfundurinn. Þegar Osk sá hvað Krissi var klár fékk hún kikk út í neglur og hár, varð eitt bros, eitt svar, eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár. við Danska landbúnaðarháskólann (KVL) þar sem hann sótti námskeið í nautgriparækt og tilraunatölfræði. Jafnframt var hann styttri tíma við tilraunastöðina að Foulum í Danmörku. Lokaverkefni Sigurðar skilaði hann sem tveimur sjálf- stæðum ritgerðum. Sú fyrri heitir „Erfðagallar í íslensku sauðfé“ en sú seinni „Slagteudbyte og slagte- kvalitet hos vædderlamb af for- skellige racer og krydsnings- kombinationer“. í fyrri ritgerðinni er gerð grein fyrir rannsókn Sigurðar á erfðagalla sem hefur verið vel þekktur hjá íslensku fé um nokkurt árabil og hefur sérstaklega verið bundinn við nokkur af þeim búum á Suðurlandi sem fremst standa í ræktun á hyrndu fé. Kynntar eru rannsóknir á erfðagöllum hjá sauðfé erlendis en beina hliðstæðu við hinn íslenska er ekki að finna í erlendum rann- sóknum. Þessi erfðagalli hér á landi er tengdur mikilli vöðvasöfnun, en slík fyrirbæri eru vel þekkt bæði í nautgripum og svínum erlendis. í síðari ritgerðinni er gerð grein fyrir úrvinnslu á dönskum til- raunum sem gerðar voru á vegum Statens Husdyrbrugsforsög á árunum 1986-89. Prófaðir voru hrútar af kynjunum Leicester, Oxforddown og Texel en ærnar voru af kynjunum Leicester og Oxforddown. Niðurstöður sýna skýrt yfirburði Texel kynsins með tilliti til kjötgæða. (Frá Bœndaskólanum á Hvanneyri). - Básamottur Islensku Wv -Básamotturnar eru riflaðar eða með bollum. - Gæðavara á góðu verði. Vorum að fá innfluttar mottur á lager. - GÆTIR HAGSMUNA BÆNDA GUMMIVINNSLAN HF. Réttarhvammi 1 - 603 Akureyri Sími 461 2600 Fax: 461 2196 9.’95- FREYR 389

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.