Freyr

Árgangur

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 11

Freyr - 01.10.1995, Blaðsíða 11
Brceðratunga, myndin er tekin skömmu fyrir 1980. (Úr Sunnlenskum byggðum I). Hvaða tekjur skapa þessir bústaðir fyrir sveitina? Mikið af þessum bústöðum er á leigulandi, sem gefur þá leigutekjur. Svo eru greidd fasteignagjöld til sveitar- félagsins og það er keypt heitt vatn. Svo fylgja þessu líka nokkur viðskipti við verslanir og þjónustuaðila. I Uthlíð er t.d. komin myndarleg miðstöð með sundlaug og ýmsa afþreyingarmöguleika. Upphafið að allri þjónustu við ferða- menn í þessari sveit er auðvitað í Haukadal, tengt Geysi og Gullfossi. Þar er nú komið hótel sem byggt var með miklum myndarbrag og hefur opið allt árið. Á móti þessari nýju starfsemi hefur aftur hefðbundinn búskapur dregist saman? Já, geysilega mikið, bæði í sauðfjárrækt og nautgriparækt. Stöku kúabændur hafa að vísu aukið við sig en þeim hefur fækkað og mjólkurmagnið minnkað. Það er ekki séð hvað framundan er í þeim efnum. Mig langar að spyrja þig um félagsmálaafskipti þín? Já, fyrsta þátttaka mín í félagsmálum var í ungmennafélagi sveitarinnar. Ég ólst reyndar upp við félagsmálastörf því að faðir minn var mjög kvaddur til þeirra. Hann hafði mikinn áhuga á ræktun kúastofnsins og var formaður Naut- griparæktarfélags sveitarinnar, sem var stofnað 1909, frá árinu 1928 uns hann féll frá árið 1966 og eftir það tók ég við formennskunni. Formennska í félaginu hefur þannig verið í Bræðratungu í 67 ár og mætti segja að mál væri að linni. Ég var um tíma formaður í Sauð- fjárræktarfélagi hreppsins en hef ekki tekið þátt í því nú nokkuð lengi, bara ekki komist yfir það. Ég var einnig formaður skólanefndar um skeið og í hreppsnefnd í 12 ár. Þú ert í stjórn Búnaðar- sambands Suðurlands? Ég var í upphafi tilnefndur í fyrstu stjórn Stóra-Ármóts, þegar verið var að koma þar á fót tilraunastöð. Það var gríðarmikið verkefni sem ég hafði mikinn áhuga á og hef enn. Ég vona að tilraunastöðin treystist með hverju ári til hagsbóta fyrir nautgriparæktina í landinu. Það var eitt hús komið þar þegar ég kom þarna að en við byrjuðum á því að vinna að teikn- ingum á fjósinu og tilheyrandi byggingum á þessum árum, en þær voru ekki teknar í notkun fyrr en eftir að ég var hættur í stjórninni. Ég var ráðherraskipaður í þessa nefnd. Mér eru afar eftirminnileg ár mín í Ármótsstjóminni, ekki síst kynni mín af Ég vona að tilraunastöðin á Stóra-Ármóti treystist með hverju ári til hagsbóta fyrir nautgripa- rœktina. Ferjað yfir Tungufljót árið 1927. 10.'95 - FREYR 403

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.